Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 15
koma í veg fyrir hinn svokallaða „innilokunar- ótta“, sem hætta er á að grípi kafbátsmenn, vegna hinna eðlilegu þrengsla í kafbátunum, þegar þeir eru lengi í kafi, hefur verið reynt að gera íbúðir þeirra og annan aðbúnað eins þægilegan og kostur er á, með því að hafa ýms tæki til dægrarstyttingar, svo sem bókasafn, spilaborð, kvikmyndasal o. fl. Sérfræðingar hafa valið róandi liti á herbergi skipshafnanna o. s. frv. Við tilraunir á eldri kafbátum með úthald skipshafnanna í kafi, reyndust þær halda vel út þótt kafbátarnir væru meira og minna neðan- sjávar í 21 sólarhring, en bandaríska flota- stjórnin hefur um nokkurt árabil æft nokkrar skipshafnir með tilliti til úthalds, með því að láta þær standast ýmsar þrekraunir þar að lútandi. Er þar m. a. rannsakað þol tauga- kerfisins og sálarástand manna, sem lengi eru neðansjávar, en sá þáttur mun verða þýðingar- mikill á kafbát eins og Nautilus. Bandaríski flotinn mun innan skamms hefja smíði atomskips, og er þegar búið að skíra það Sæúlfinn. Skip þetta mun hafa annan útbúnað hvað snertir yfirfærslu atomsprenginga í gufu- þrýsting og túrbínuaflvaka. Ráðagerðir eru einnig uppi um að smíða atom-flugvélaskip. Enda þótt vélaorka til vélaafls verði fyrst um sinn notað í þágu hernaðar, er sennilega ekki of mikil bjartsýni fólgin í orðum Trumans, er hann lét svo ummælt þegar kjölurinn var lagður að Nautilus 16. júní sl., að atomaflið myndi innan skamms verða hagnýtt í verzlunar- skipum, flugvélum og við rafmagnsaflstöðvar. Truman lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Þann dag, sem skrúfur þessa nýja kafbáts snúast í sjónum og knýja hann áfram, verða þáttaskil í heimi atomvísindanna, á sama hátt og þegar fyrsta atomsprengingin fór fram í eyðimörkinni fyrir 7 árum. Lausl. þýtt úr Nautisk Tidskrift. Guðm. Jensson. Styrktarsjóður Skipstjóra- ng Stýrimannafélagsins Aldan Það hefur frá upphafi vega verið sá ljóður á ráði skipstjórastéttarinnar, að hún hefur verið heldur sinnu- laus um velferðar- og hagsmunamál sín. Þetta er að vísu fyrst og fremst bein afleiðing af hinu alkunna ís- lenzka tómlæti, en þó jafnframt vottur um það, að stétt vor sé félagslega heldur lítið þroskuð. — Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Aldan var sérstaklega stofnað tjl þess að efla félagslegan þroska stéttarinnar og kenna henni að standa með einu baki undir sam- eiginlegum hagsmunum og beita sér einhuga fyrir hverju því, sem gæti orðið stéttinni til framgangs í bráð og lengd. Það er sorgleg reynsla hér á landi, að menn eru yfir- leitt daufir til samtaka. Það er eins og hver einstakur maður skilji ekki mátt þeirra fyrr en hans eigin per- sónulegu hagsmunir eru í veði; þá þykir honum sjálf- sagt að allir rjúki upp til handa og fóta honum til styrktar, og þá er eins og hann muni ekki, hvað hann hefur verið tómlátur sjálfur, þegar hagsmunir félag- anna voru í veði, og þegar allir hugsa svona, þá standa allir jafneinir, enda þótt svo og svo falleg samtök séu til á pappírnum. Menn verða að muna að menn gera almenn samtök til að tryggja sig í framtíðinni, þegar að því rekur að það eru hagsmunir manns sjálfs, sem við liggja, enda þótt engin spjót standi á manni í svip. Það er nokkurs konar samábyrgð, sem menn tryggja sér að eiga aðgang að, ef illa fer, og því er sá ber að baki, er í nauðir rekur, sem ekki hefur viljað styðja samtökin fyrr en hans persónulegu hagsmunir voru í veði. Þetta er svo auðskilið og sjálfsagt, að róleg íhug- un þess hlýtur að gera þetta hverjum manni ljóst. Sá, sem ekki vill hjálpa öðrum, honum verður ekki hjálpað. Það er svo auðskiljanlegt, að ef enginn vill taka á, nema hans persónulegu hagsmunir séu í veði, þá er aldrei nema einn maður starfandi í samtökun- um í hvert sinn, sá sem áhættuna á, en hinir sitja hjá og bíða eftir því, að hjálparþörfin standi á þeim. Nú á þessu ári fyllir félagið 60 ár, og er eitt elzta stéttarfélag landsins, og ljós vottur um framsýni þeirra manna, er að því stóðu, enda mátti félagið sín mikils á fyrstu starfsárunum. Styrktarsjóður félagsins var stofnaður ári síðar, og markmið hans er fyrst og fremst að styrkja ekkjur félagsmanna, svo og félagsmenn í veikindum. Eftir öll þessi ár er sjóðurinn mjög rýr að vöxtum og hefur ekki náð nema að takmörkuðu leyti tilgangi sínum. í sambandi við þessi tímamót, svo og af brýnni nauðsyn, hefur verið ákveðið að reyna að efla sjóðinn svo um muni. Menn hafa velt því fyrir sér á hvern hátt það væri tiltækilegt, og var svo hafnað í happ- drætti. Til þess að byggja upp sæmilegt happdrætti þarf mikið fjármagn, og meira en það, sem félagið eitt getur staðið undir, og hefur því verið skrifað til ýmissa fyrirtækja og félaga um að veita þessu máli stuðning. Það er maðurinn, sem situr hjá, sem samtökunum spillir, hann spillir gagnsemd þeirra fyrir öðrum og nytsemd þeirra, einnig fyrir sjálfum sér. Þess vegna ert þú, félagi góður, beðinn að láta ekki standa upp á þig. Guðm. H. Oddsson. VIKINGUR 55

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.