Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 16
Símskeyti til Larsens
Saga eftir Sigurd Ström
Það er síðasti föstudagur fyrir jól. Lítið gult umslag
lá á borðinu. Vofan er farin. Vofan í mynd gjaldkerans
Lie í firmanu Björn & Gráberg. Það var hann, sem
hafði fleygt umslaginu fyrir framan Larsen. Larsen
starði á umslagið nokkrar langar mínútur. Hann þorði
ekki að opna það. Kauphækkun? Það var venja að
hækka kaupið fyrir jólin, allir fengu hækkun, nema
Larsen litli.
Þetta var tíunda árið, sem Larsen vann í firmanu
Björn & Gráberg. Níu föstudaga fyrir jólin hafði hann
opnað gula launaumslagið með skjálfandi fingrum.
Hann fékk 400 kr. á mánuði. Niu ár voru liðin, það
tíunda byrjað. Larsen hafði unnið af trúmennsku og
dugnaði við höfuðbækumar sínar. Hann hafði dreymt
um kauphækkun, sómasamlega kauphækkun, á hverju
ári. Draumar eru tollfrjálsir. f fyrra höfðu legið 410
kr. í launaumslaginu. Mistök af gjaldkerans hálfu.
Gamli Björn var réttlátur maður. Hann tók eftir skiss-
unni og hringdi á gjaldkerann.
,Viðvíkjandi Larsen“, sagði hann hvasst. „Mistök
mega ekki koma fyrir. Afleiðingar, skiljið þér. Verður
að halda áfram með 410 kr. En, sem sagt, slíkt má ekki
koma fyrir!“
Það var fyrsta kauphækkunin, sem Larsen hafði
fengið. Hann langaði óstjórnlega til að hlægja. Hlægja
vitfirringslega, en svo skildist honum auðmýkingin í
þessu. Tíu krónur!
Larsen hefði átt að njóta almennrar vorkunnsemi, en
ungt skrifstofufólk lítur öðrum augum á hlutina, og
Larsen var yfir fertugt.
Þennan umrædda föstudag fyrir jólin sat Larsen og
starði tómlega á gula umslagið, sem gjaldkerinn hafði
fleygt á borðið hjá honum. Allir fleygðu hlutunum
fyrir Larsen litla. En ekki fyrir Bergmann, háa, unga
manninn við borðið fyrir aftan Larsen. Þau lögðu
hlutina kurteislega fyrir framan hann. „Gerið svo vel,
Bergmann", sögðu þau. Því Bergmann var myndarlegur,
framtakssamur og — þrítugur.
„Og ég“, tautaði Larsen, „er fjörutíu og tveggja".
Hann andvarpaði. Bergmann hafði hálfu meira kaup
en hann. Hann hafði sjálfsagt fengið kauphækkun,
einnig nú. Svona var lífið.
Larsen varð til skiptis heitt og kalt af spenningi.
Það var ekki laust við, að hann hefði tár í augum, þegar
hann sá laumuleg bros hinna. Jæja, svo þau höfðu
getið sér þess til? Þau hlógu að honum. Þau hæddust
að honum.
En það var dálítið annað, sem Bergmann og þau hin
hlógu að. Þau hugsuðu um símskeytið. Falska sím-
skeytið, sem Larsen brátt myndi fá. Þorskurinn sá!
Gerði lítið til þó maður gabbaði hann að gamni sínu.
Hann var öruggt bitbein. Einungis ungæðislegt hugs-
unarleysi, auðvitað. Þau voru í góði skapi. Drottinn
minn dýri, hve þau hlökkuðu yfir þessu símskeyti! Og
sjá, þarna kom símasendillinn!
Vikapilturinn tók á móti því. Það var áritað til
G. Larsen, c. o. Björn & Gráberg, Kóngsgötu.
Aumingja Larsen! Hann hafði sent þátttökubréf í
hinni miklu happdrættiskeppni frá skrifstofunni. Og
hann hafði sagt hinum frá því.
Þegar drengurinn kom með skeytið, sat Larsen og
skrifaði af kappi í höfuðbókina. Það var móða fyrir
augum hans. Hann sveið í þau. Hann hafði undarlega,
herpandi tilkenningu í maganum. Hann skrifaði og
skrifaði meðan hugsanirnar þyrluðust um í höfði hans. -
Hann var búinn að opna umslagið. I því voru nákvæm-
lega 410 kr.
Óstjórnleg reiði blossaði upp í honum. Við Björn, sem
hann hafði stritað fyrir í tíu ár. Hann hataði Bjöm.
Gæti hann bara einu sinni mætt Birni í jafnri aðstöðu!
Hann kreppti hnefana.
En hann þorði ekki, hann þorði ekki. Það varð að
hugsa um Línu og drenghnokkann heima. Það var
matur og húsaleiga. Bara að hann gæti einu sinni
brotist út úr skelinni. Talað eins og honum bjó^í
brjósti. Hann andvarpaði. En þá yrðu það ekki einu
sinni 410 kr. framar að koma heim með. Björn var
ekkert lamb að leika sér við — hann var úlfur án
sauðargæru.
Þá var allt í einu lagt símskeyti á borðið fyrir framan
hann. Hann las nafnið sitt. Hann opnaði það. Gleraugun
duttu næstum af honum.
„Við óskum til hamingju! Þér hafið unnið fyrstu
verðlaun í getraunakeppninni. Storm & Blom h.f.“
Larsen lét símskeytið detta úr hendi sér. Fyrstu
verðlaun 800 kr. á mánuði svo lengi sem hann lifði!
Já, nú skyldi hann kaupa álitlega lífsábyrgð, svo Lína
og snáðinn þyrftu aldrei að líða skort, þó hann félli
frá!
Það ljómaði úr augum hans. Hann hló. Hann starði
á samanvöðlað greiðsluumslagið, sem hann hafði fleygt
frá sér á gólfið fyrir skömmu. 410 krónur!
Bergmann og hin litu hyert til annars. Þau þekktu
efni falska skeytsins. Það var Bergmann, sem hafði
samið það og fengið kunningja sinn til að senda það
56
VIKINGUR