Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 18
sjónarmið. Sögur um sveltandi konur og börn eru
ekki fyrir mig. En — jú, Larsen, mig hefði aldrei
grunað, að þér ættuð þetta til. Eg hef hugsað mér að
láta innheimtuforstjórann fá 800 krónur á mánuði.
Hérna hef ég samninginn. Langar yður til að skrifa
undir hann?“
„Nei, það getið þér bölvað yður upp á!“ sagði Larsen
og gekk út.
Frammi í skrifstofunni kom Bergmann til hans.
„Þú hefur víst ekki fleiprað neitt um það við Bangs-
ann?“ spurði hann. „Þetta var grátt gaman með sím-
skeytið, ég viðurkenni það. En það var bara gaman-
semi. Við —
„Símskeytið — gamansemi — ?“ stamaði Larsen.
„Já, símskeytið um verðlaunin í samkeppninni. Við
tókum öll þátt í þessu. Eg skrifaði það og fékk kunn-
ingja minn til að senda það. Það var bara spaug,
skilurðu. Þú hefur víst ekki sagt frá því, eða hvað?
Segðu, að þú hafir ekki gert það — þá ertu allrabezti
náungi, Larsen!“
„Drottinn!“ tautaði Larsen og hné niður á stólinn
við borðið sitt, öskugrár í andliti.
„Mér þykir þetta leitt“, sagði Bergmann. „Er þá
allt í lagi?“
Larsen stóð upp. Hann skalf á beinunum, er hann
gekk að dyrum forstjóraskrifstofunnar. Með herkju-
brögðum tókst honum að drepa á dyr. Hann lagaði
bindið sitt og gekk inn.
Bjöm stórkaupmaður hélt áfram að skrifa án þess
að líta upp.
„Herra forstjóri!“
Björn leit upp. Hann hallaði sér aftur á bak og
horfði íbygginn á Larsen, sem sagði:
„Ég hef hugleitt þetta með starfið. Eg get hugsað
mér að taka við því“.
Björn bara starði.
„Ég segi, hugsað mér“, sagði Larsen. „Þér nefnduð
800 krónur. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að
láta firmáð njóta starfskrafta minna framvegis. Samn-
inginn, gerið svo vel!“
Björn gat ekki annað en hlegið. Larsen skrifaði
nafnið sitt með forstjórapennanum.
„Þér getið byrjað á mánudaginn“, sagði Bjöm stór-
kaupmaður.
„Við skulum gleyma þessum bjánalega grikk“, sagði
Larsen frammi í skrifstofunni. „Og hérna eru peningar
til að kaupa kökur og sælgæti og sígarettur handa
ykkur. Bráðum jól, og allt það, ekki satt?“
Hann fékk sendisveininum fimmtíukall og lét hann
fara út til að kaupa góðgætið. Sjálfur settist hann við
borðið sitt og fægði gleraugun sín.
„Ástar þakkir Larsen“, kvað við í kór.
„Herra Larsen, gerið svo vel!“ sagði Larsen. „Ég er
innheimtuforstjóri hér og hjá mér ganga viðskiptin
fyrir öllu. Þið skiljið það. Hér skal verða unnið. Af
dugnaði. Jæja — svo var það ekki fleira!"
FIMMTUGUR:
MAGNÚS JENSSON
LOFTSKEYTAMAÐUR
Einn af beztu stuðningsmönnum Sjómanna-
blaðsins Víkingur, Magnús Jensson loftskeyta-
maður, varð fimmtugur í fyrra máuði.
Magnús Jensson er fæddur 17. febrúar 1903
á Flateyri við Önundarfjörð. Foreldrar hans
voru Jens Guðmundsson, kaupmaður, lengst á
Þingeyri, og kona hans Margrét Magnúsdóttir.
Magnús ólst upp á Þingeyri fram undir tvítugt,
en fluttist þá til Reykjavíkur. Þar gekk hann
í Verzlunarskólann og var síðan um hríð við
verzlunarstörf. En hafið heillaði Magnús, og
brátt kom þar, að hann „hætti að höndla“ og
fór í siglingar. Er hann kom heim aftur, gekk
hann í loftskeytaskólann og lauk þaðan prófi.
Var hann síðan ýmist loftskeytamaður á togur-
um eða við verzlunarstörf fram til 1930, en upp
frá því var hann að staðaldri á togurum þar til
1941 að hann varð loftskeytamaður á Kötlu
hinni eldri. Þegar Katla hin nýja kom til lands-
ins, varð hann loftskeytamaður á henni, og
hefur verið það síðan. Er hann ú einhver elzti
starfandi loftskeytamaður á íslenzka flotanum.
Magnús Jensson hefur fengizt töluvert við
ritstörf, eins og lesendum Víkings er kunnugt.
Hefur hann þýtt og frumritað margar góðar
frásagnir, er birzt hafa í blaðinu á undanförnum
árum, og verið einn af ötulustu liðsmönnum
þess. Vil ég nota tækifærið, um leið og ég óska
Magnúsi til hamingju með afmælið, og þakka
honum ágæt störf í þágu Víkingsins. Vona ég,
að blað sjómannastéttarinnar megi um langa
framtíð njóta góðs liðsinnis Magnúsar.
Gils Guðmundsson.
5Q
VÍKINGUR