Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 26
Robinson Crusoe OG SJÓRÆNINGJARNIR Nú á dögum eru sjórán að mestu úr sögunni; þó hafa Kínverjar allt fram á okkar daga stundað þessa atvinnugrein, og enn þá ber við, að malajískir sjóræn- ingjar séu teknir við Austur-Indíur og festir upp á sínum eigin skipum. En á 17. og langt fram á 18. öld var þessu öðru- vísi varið. Þá var krökt af sjóræningjaskipum á mörg- um siglingaleiðum. Þá var það öldungis lögleg og ærleg atvinna að gera út skip í víking, ekki síður en meðal forfeðra okkar á söguöld. Reyndar var strang- lega bannað að ráðast á skip síns eigin lands, og því var í langflestum tilfellum fylgt, og í raun og veru var einungis leyfilegt að ræna skip þeirra þjóða sem áttu í ófriði við heimaland víkinganna, en eftir því var alls ekki breytt. Ensk, frönsk, hollensk og spænsk víkingaskip sigldu um höfin, og á ýmsum leiðum gátu þau skip ein vænzt þess að komast leiðar sinnar, sem voru vel búin herliði og vopnuð nógu mörgum fallbyss- um. Bezt varð víkingum til fanga umhverfis Yestur-Indí- ur og á sunnanverðu Kyrrahafi. Um 1625 tóku franskir nýbyggjar á vestur-indísku eynni St. Cristoph að herja á spænsk skip og kölluðu sig boncaniers. Nafn þetta öðluðust þeir með undarlegum hætti. Þegar þeir voru í langferðum, var aðalfæða þeirra kjöt, sem þurrkað var á ristum, og slíkar ristar nefndust á máli Karibí- Indjána „boncan". Frá St. Cristoph fluttu þeir seinna til eyjanna Fortuga og Haiti, fleiri franskir innflytj- endur bættust í hópinn, fleiri skip voru smíðuð, og brátt réðu hinir frönsku ,,boncaniers“ lögum og lofum á siglingaleiðinni, svo Spánverjar voguðu sér ekki um þessar slóðir nema í vernd herskipa. Og það dugði ekki alltaf til. Boncanierarnir sameinuðust og háðu reglu- legar sjóorustur við spænsku herflotana. Seinna bætt- ust margir Hollendingar í hóp frönsku víkinganna og einnig Englendingar, sem kölluðu sig „Flilenstieres". Nú var sannarlega reynt að klófesta gull Spánverjanna. Það voru aðalega Spánverjarnir, sem hinir sóttust eftir að ræna. Þeir áttu þá stórar og gullauðugar ný- lendur í Mið- og Suður-Ameríku og fluttu þaðan ó- hemju auðæfi heim til Spánar. Það gat því gefið meira en lítið í aðra hönd, ef tókst að ræna spænska skipalest hlaðna gulli og silfri og öðrum dýrmætum. Þegar Spánverjar urðu hyggnari af skaða og tóku að sigla fyrir Kap Horn, fylgdu boncanierarnir og flilens- tieranir á eftir, þeir lágu fyrir þeim við Magellan- sundið eða Falklandseyjar og veittu þeim atför. Og ekki nóg með það. Meðal hinna frægustu víkingaforingja þeirra tíma voru Frakkinn Monbars, Hollendingurinn Horn og Englendingurinn Morgan. Horn réðist eitt sinn með sjö skipum á spænsku riýienduna Veracruz í Mexiko, rændi og ruplaði og tókst að sleppa burt með óhemju herfang, og Morgan gekk enn þá hraustlegar fram. Hann lagði undir sig allan Panamaskagann og kom sér upp á Kyrrahafsströnd hans stöð, þaðan sem hann ekki aðeins réðist á og rændi spænsk skip, heldur lét hann einnig greipar sópa um spænsku nýlendurnar á Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku. Úti fyrir strönd Chile liggur lítil ey, Juan Fernandez. Áður var þar rétt hjá önnur smáey, sem einnig var af eldfjallatagi, en hún sökk í sæ árið 1838. Við þessar eyjar lágu víkingar oft og fengu þar vatn, geitur og ávexti. Það var á þessari ey, að sjóræningjakapteinninn Woodes Rogers árið 1709 fann hásetann Alexander Selkirk, er síðar varð frægur sem Robinson Crusoe. Þegar maður heyrir sögu hans, fær maður hugmynd um lífið á slíkum víkingaskipum á þessum tímum. Liðsmenn skipsins höfðu réttftil að kjósa sér sjálfir foringja og stýrimenn, og þeir völdu þá eftir dugnaði, fífldirfsku og hæfni til að reikna út, hvar gott væri til fanga. Einn þeirra sjóræningja, er Spánverjar óttuðust mest, var Englendingurinn Stradling, sem stýrði skipinu „Fimm hafnir“. Hann hélt ströngum aga um borð, og þegar einn af hásetum hans, Skotinn Alexander Selkirk, gerði sig sekan um óhlýðni, notaði Strandling sér rétt sinn til að refsa honum stranglega. I „skipsreglunum“ á víkingaskipi gilti meðal annars þetta: „Hver sem reynir að hlífa sér í orustu, eða segir frá nokkru, sem getur komið skipinu illa, eða neitar að hlýða kapteininum og stýrimönnum hans, skal settur á land á eyðistað, einungis hafandi með sér eina flösku vatns, byssu og dálítið af höglum og púðri“. Þessari refsingu var oft beitt á víkingaskip- unum, og nú fékk Alexander Selkirk að kenna á henni. Hann var settur á land á Juan Fernandez með vatns- flösku, byssu og skotfæri, exi, hníf, dálítið af tóbaki, pott og biblíu, og hann lifði þama í 3 ár, unz Woodes Rogers bjargaði honum. Spánverjar, sem drápu hvem sjóræningja, er þeir klófestu, höfðu komizt að því, að maður dvaldi á eynni, sem þeir voru vel kunnugir og hafði hlotið nafn eftir spönskum lóðs, og þeir gerðu margar tilraunir' til að ná honum. En Selkirk tókst að forðast þá, og þegar hann sá skip Rogers við eyna og að það voru Englendingar, ákvað hann að kynda bál. Það var samkvæmt frásögu Selkirks, að Daniel Defoe skrifaði hina frægu, ódauðlegu skáldsögu sina 66 VIKINBUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.