Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 27
um Robinson Crusoe. En þessi hetja æskulýðsins, Robin- son, var í rauninni sjóræningi. Þetta var þó á engan hátt honum til lýta í augum landa hans. Sjórán var, eins og áður er getið, talið öldungis löglegur atvinnuvegur, ríkið stundaði það sjálft og verndaði það, og það var yfirleitt ekki gott að draga markalínu milli stríðs og sjóráns. Helztu og frægustu flotaforingjar, svo sem Walter Raleigh og Francis Drake stunduðu sjórán bæði fyrir ríkið og eigin reikning. Og auk þess voru sjóræningjar, og með réttu, álitnir einir færustu og djörfustu sjómenn. Við hljótum að dást að áræði þeirra og dugnaði, þegar við hugleiðum hversu langar og hættulegar ferðir þeir fóru á tiltölulega litlum og« lélegum skipum. Einn þeirra varð líka frægur sem sæfari og landkönnuður. Það var Englendingurinn William Dampier. Hann byrjaði sem óbreyttur háseti í enska flotanum, barðizt við Hollendinga og fór svo til Vestur-Indía, þar sem hann lifði sem flibustier og útbjó ásamt Cook kaptein dálítinn víkingaflota og stundaði sjórán bæði í Kyrra- hafi og við Austur-Indíur. Þegar hann kom heim, var hann í svo miklu áliti sem sjómaður, að stjórnin gerði hann að kapteini í flotanum og sendi hann í land- könnunarleiðangur til Ástralíu og nágrennis. Hann kortlagði allt ástralska eyjahafið fyrir norðan megin- land Ástralíu, fann sundið milli Nýja-Bretlands og Nýju-Guineu, kallaði það Dampiersundið og hélt heim suður um Afríku. Með tveimur lélegum smáskipum lauk hann einni fyrstu siglingu umhverfis jörðina, og hann skýrði frá reynslu sinni í förinni í bók um „vinda, storma, sjávarföll og strauma", sem á sínum tíma var ágæt eðlislýsing. Á þessum ferðum missti hann allan sinn auð, er , hann hafði eignast með sjóránum, og svo hélt hann aftur í víking til Kyrrahafsins. Hann fann gamlan félaga sinn, Woodes Rogers, og gerðist stýrimaður hjá honum. Hann var á skipi Rogers, þegar Alexander Selkirk fannst á Juan Farnandez, og þar eð hann hafði áður þekkt Selkirk, er hann var bátsmaður hjá Strandling, og vissi, að hann var góður sjómaður, fékk hann Rogers til að taka Selkirk um borð og flytja hann með til Englands. Það var af vörum Dampiers, að Daníel Dafoe fékk lýsinguna á eynni Juan Femandez, þá lýsingu, sem hann síðar notaði í bók sína um Robinson. Sjóránið lagðist niður í sínu gamla formi um miðja 18. öld, en við tók „kaperiið", þ.e. löggilt víkinga- skip, sem í ófriði fengu löggildingu til að herja á óvinaskip þjóðarinnar. Flibustierarnir höfðu mikla þýðingu fyrir England. Þeir voru ákafastir og duglegastir að stofna vísi að enskum nýlendum út um allan heim, og þeir urðu kjarn- inn í ensku sjómannastéttinni, sem lagði undir sig höfin. Nú refsa ríkin fyrir sjórán eins og morð og rán á landi. En enn þá lifa margvíslegar endurminningar um sjóræningjatímana í sögum um fólgna fjársjóði á fjarlægum eyjum. Og hversu margir hafa ekki leitað þeirra, og hversu margir reyfarar hafa ekki verið skrifaðir um þá! Ó. H. Innlendar fréttir. nauðlenti í Eyjafirði, dimmt var yfir og vont að finna völlinn, en lendingin gekk slysalaust. — M.s. Hvassafell fer í marz með salt- fisk til Brazilíu. Mun förin taka um þrjá munuði. • 24/2. V.b. Guðrún frá Vest- mannaeyjum fórst í gær, og fimm skipverjar með henni, en fjórir komust af. Brotsjór reið yfir bát- inn út af Landeyjarsandi. — Dan- ir uppvægir yfir því, að Loftleiðir selja far ódýrara en félagið S. A.S. Tala þeir um fargjaldabar- áttu og mótmæla vegna undir- boðs. — Þjóðminjasafnið er 90 ára í dag. Frumgjöf Helga Sig- urðssonar, 15 munir, var upphaf Þjóðminjasafns. • 25/2. Sandgerðisbátar afla þriðjungi meira í ár en í fyrra. Telja það að þakka friðun mið- anna fyrir togurum. • 27/2. Félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda rannsakar möguleika á sölu fisks til Eng- lands. Rætt um óánægju brezkra húsmæðra yfir fiskskorti og háu verði. — Hörmulegur atburður gerist í Reykjavík. Fimm manna fjölskylda finnst örend á heimili sínu. — Viðskiptasamningur milli Islands og Póllands undirritaður. — Sanddæluskip sementsverk- smiðjunnar á að geta dælt upp sandi á 40 m dýpi og komið hon- um 700 m frá sér við bryggjuna. Það kemur hingað í vor, og til- raunir við að dæla upp sandinum, hefjast í maí. • 28/2. Barnaskólahúsið í Hnífsdal fauk af grunni með 35—40 börn- um. Skólastjóri og fimm börn meiddust. — I gær var mikið hvassviðri, svo að skip töfðust í liöfninni vegna óveðursins. Eiiendar fréttir. bundnar siglingar til Peru um Brazilíu, 3400 km leið eftir Ama- zon. Siglt er til borgarinnar Iquitos, sem er 650 km frá Kyrra- liafi. 18/2. Danskir hermenn gera uppreisn á Borgunarhólmi til að mótmæla lengingu herskyldu- tímans. • 20/2. Rússar loka víðáttumikl- um fiskimiðum fyrir Bretum. Segja upp fiskveiðisamningum frá 1930. • 21/2. ísbreiðan samfelld inn í fjarðarbotna Grænlands. Stöðug- ar stillur með 30-40 stiga frosti. — Talið er örðugt að koma á tollabandalagi Norðurlanda. — Fundum Norðurlandaráðs að ljúka. • 22/2. Aftaka veður gerði í Danmörku í gær og varð tjónið mest í Álaborg. Er það mesta ofviðri, sem komið hefur í Dan- mörku í s. 1. 12 ár. • 28/2. Frakkar vilja hafa brezk- an her á meginlandi Evrópu næstu 50 árin. Vilja með því draga úr áhrifum þýzka hersins. — Fisk- sala hefur stórminnkað í Bret- landi. Orsakirnar fyrst og fremst hækkað fiskverð og þverrandi gæði. V I K I N □ U R 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.