Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Side 28
Maðurinn, sem varð nálega einnar og hálfrar aldar gamall Þó sárafáir menn verði aldargamlir, kemur þó fyrir, að einstaka menn fara fram úr þessu svo um munar og’ vekja almenna furðu. Það varð því að vonum eitt mesta furðuefni sam- tíðarinnar, þegar það varð almenningi kunnugt, að í Danmörku lifði sjómíaður, Kristian Jakobsen Draken- berg, sem talinn var 120 ára. Það gat ekki staðizt, álitu þeir gætnustu og tortryggnustu. Og þegar hann svo varð 130, síðan 140 og loks, eftir eigin sögn, 145 ára, óx að vonum tala hinna vantrúuðu. En þrátt fyrir allt er það staðreynd, að Drakenberg var fæddur í Skedesókn í Bohuslen „þegar skrifað var 1626 þann 18. nóvember, af ærlegum ektahjónum", eins og stendur á skírnarvottorði hans, og jafn víst er hitt, að hann dó í Aarhus þann 9. október 1772, og þá getur hver og einn reiknað út, að hann varð tæpra 146 ára gamall. Og þar eð líf Drakenbergs var að ýmsu öðru leyti merkilegt, má búast við, að margir hefðu gaman af að heyra nánar frá honum sagt. Faðir Drakenbergs var „ærlegur og velbyrðugur herra kapteinn Jakob Drakenberg og móðirin hin eðla og velborna frú Margrethe Lisbeth Juul“, og allt frá barnæsku hneigðist hugur hans að sjónum. Hann var aðeins 13 ára þegar hann, sem skipsdrengur á hollenzku -skipi, kynntist hafinu, bæði töfrum þess og hættum. Það var ekki í síðasta sinn, sem hann trúði hafinu fyrir lífi sínu — næstu 55 árin lifði Drakenberg sem hraustur og dugandi sjómaður og ferðaðist um flest heimsins höf. Þá bar það við árið 1694, þegar hann var á ,þýzku skipi, sem sigldi frá Hamborg til Cadiz á Spáni eftir salti og vini, að sjóræningjar frá Algier réðust á þá, tóku alla skipshöfnina til fanga og fluttu hana til Tripolis, þar sem þeir voru seldir mansali Tyrkja einum. Hér urðu þeir nú í næstu 5 ár að þola aumlegt og strangt þrælalíf, m. a. urðu þeir að þræla á akri Tyrkjans sem dráttardýr fyrir plógi hans — 8 menn fyrir hverjum plógi. Seinna komst Drakenberg til Kýpur og þaðan til Aleppo, en stöðugt í ánauð, en loks í Aleppo tókst honum og félögum hans að flýja í litlum, opnum báti, hafandi aðeins með sér nokkur vopn og ofurlítið af vistum. í ellefu daga og nætur reru þeir eins og orkan leyfði, og stöku sinnum gengu þeir á land á smáeyjunum, sem þeir áttu leið hjá — einkum til að fela sig í gjótum eða kjarri, því þeir áttu stöðugt á hættu eftirför og handtöku á ný. Eftir ótrúlegar þrautir og margar og miklar hættur 6B tóku þeir loks land á Möltu og komust þaðan til Livorno og voru nú öruggir. En þá hafði ánauðin, að því er Drakenberg snertir, varað í samfleytt 15 ár, og hann var nú 83 ára gamall maður. Flestir myndu víst á þeim aldri hafa tekið sér — að því er maður skyldi ætla — ærlega hvíld, en Drak- enberg var enn fullur starfslöngunar og plægði höfin enn í 8 ár. Á þessu tímabili skeði það, að hann, sem alla ævi var framúrskarandi uppstökkur og ofsafeng- inn í skapi, lenti í brösum við ungan sjóliðsforingja, Wessel, sem seinna nefndist Tordenskjold. Wessel reidd- ist því, að Drakenberg heilsaði ekki af tilhlýðilegri virð- ingu, hljóp út á götuna og sló hann nokkur högg með korða Sínum. En þó Drakenberg væri 86 ára gamall, þreif hann korðann úr hendi liðsforingjans og kastaði honum yfir hús. Fyrst árið 1717, þegar hann var 91 árs, hætti Drak- enberg sjómennsku, en hann var lítt gefinn fyrir ró og næði, og hélt nánast áfram að lifa sjómannslífi á þurru landi, dvaldi aldrei lengi á sama stað, en flakk- aði úr einum stað í annan, og þar eð hann átti marga efnaða vildarmenn, sem gjarnan sáu þessum merkilega manni fyrir lífsuppeldi, gat hann í ríkum mæli látið eftir ferðalöngun sinni. Fyrst þegar Drakenberg var 111 ára, ákvað hann að kvænast, og sú hamingjusama var 60 ára kona. Hún hefur sennilega — sem ekki var svo undarlegt! — gert ráð fyrir að verða ekkja áður langt um liði, en í því skjátlaðist henni, því hún dó eftir fáein ár, en Drakenberg lifði í fullu fjöri og var ekki bangnari en svo, að hann reyndi nokkrum sinnum enn að komast í hjónasængina. En alls staðar fékk hann hryggbrot og varð oft sármóðgaður af þvi, og um eina unga stúlku, sem tók ungan smið fram yfir gamla sjómanninn, sagði hann gramur, að stúlka sem vildi slíkan sótugan smið, ætti ekki skilið að fá roskinn og laglegan sjóara eins og sig. Síðustu árin dvaldi hann í Aarhus eins og nokkurs konar forngripur hjá Danneskjold greifa. Mesta ánægja hans var þá að sitja í garðinum umkringdur ungu fólki, helzt latínuskólapiltum, og segja frá afrekum sínum og merkilegum atburðum úr sínu langa lífi. Ekki mun hann hafa verið frábitinn því að raupa nokkuð, en ef unglingarnir reyndu til að glettast við hann, tók hann um hönd syndaselsins og kreisti svo fast, að nálega gekk hold frá beinum. Yfirleitt var Drakenberg, jafnvel sem eldgamall mað- ur, uppstökkur og óþjáll í skapi. Þegar hann var 120 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.