Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Qupperneq 29
ára, skoraði hann dag einn á tvo unga menn í kapp-
hlaup. Annar pilturinn var nógu tillitssamur til að
láta gamla manninn fara fram úr sér, en hinn vildi
vinna og kom líka fyrstur að marki. En hann hlaut
litla ánægju af því, því Drakenberg varð öskureiður,
réðist á hann, hnoðaði honum saman eins og druslu
og handfjatlaði hann mjög ómjúklega.
í annað skipti, þegar hann, þá 126 ára, var á ferða-
lagi og gisti hjá gestgjafaekkju einni, var næturró hans
raskað af nokkrum skæraslípurum og pröngurum. Hann
hastaði á þá, en árangurslaust. Þá fór hann fram úr á
náttserknum og handlék óraseggina þannig, að þeir
allir — og einnig veitingakonan — lögðu á flótta og
skildu gamla manninn eftir einan á vígvellinum. Nú
fékk hann að vísu næturró, en það lá nærri, að hún
yrði honum dýr, og einungis vegna sinnar háu elli
elapp hann með að greiða tiltölulega lágan bartsk^ra-
kostnað fyrir þá slösuðu.
Að ytra útiliti var Drakenberg meðalmaður á hæð,
herðabreiður og þreklega vaxinn. Andlitið var fremur
rjótt og blóðríkt að sjá; hann var næstum alsköllóttur
og gekk því gjaman með hárkollu. Augun lágu djúpt,
og sjónin var tekin að daprast á efstu árum hans, en
að öðru leyti voru skilningarvit hans eins og sextugs
manns. Langt, silfurhvítt skegg var hans mesta prýði.
Það tók frá eyrunum og langt niður á bringu, og hann
hirti það og snurfusaði af mikilli alúð, þvoði það og
kembdi seint og snemma, og yfirleitt var hann katt-
þrifinn með sjálfan sig.
Hann v?,r að vísu hreykinn af sínum háa aldri, en
þó geðjaðist honum ekki að heyra aðra tala um það,
og því síður þoldi hann auðvitað, að nokkur efaðist um
að hann væri eins gamall og hann taldi sig vera. Þegar
hann var 106 ára, bar það við, að tignir, útlendir gestir
hjá Danneskjold greifa létu í ljós efa um, að Draken-
berg væri svona aldraður. Af þessu varð hann svo
reiður, að hann rauk út úr salnum án þess að segja
nokkurt orð og lagði þegar af stað fótgangandi til
fæðingarsveitar sinnar, þar sem hann fékk hjá klerk-
inum skírnarvottorð samkvæmt kirkjubókinni, þar sem
það stóð svart á hvítu, að hann væri fæddur árið 1626.
Það er sízt að undrá, þótt marga langaði til að vita,
hvernig maður eins og Drakenberg hafi „farið að því“
að verða svona gamall og spurðu um þær heilbrigðis-
og mataræðisreglur, sem hann hafi tamið sér í daglegu
líferni. En um það er fátt hægt að segja. Hann borð-
aði ekki mikið, en var hins vegar allmatvandur („sér-
vitur og erfitt að gera til hæfis“, var sagt um hann).
Vellingur og eggjapönnukökur voru hans uppáhalds-
réttir, hvítlauk át hann mikið af og drakk gjarnan
ölkrús eða brennivínsglas með matnum, en aldrei mikið,
„þó hefur hann einu sinni eða oftar sézt lítið eitt ölvað-
ur, ef hann fékk það fyrir ekkert, því hann var bú-
maður góður“, það er að segja: mjög sparsamur og
nýtinn. Um tíma drakk hann á hverjum morgni volgt
öl með smjöri eða olíu í, en annars te. Sem gamall sjó-
maður var hann ákafur reykingamaður.
Ef lítið er á þessu að græða fyrir þá, sem vildu
taka sér Drakenberg gamla til fyrirmyndar og „reyna“
að verða eins gamlir, þá er það því síður i öðrum
lifnaðarháttum hans, og sennilegt, að flestir myndu af-
þakka að taka hann sér til fyrirmyndar, þegar þeir
SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR
Útgefandl:
Farmanna- og fitkimannasambanA ítlandt.
Rltítjórl og ábyrgðarm.: OUt QuBmundtton.
Ritnefnd:
Júllus Kr. Ólaísson, Henry Hálfdanarson, Magnús
Jensson, Halldór Jónsson, Svelnn Þorsteinsson,
Blrgir Thoroddsen, Theódór Oislason. — BlaðiS
kemur út elnu slnnl 1 mánuSi, og kostar árgangur-
inn 60 krónur.
Ritstjóm og afgreiðsla er í Plskhöllinnl, Reykjavfk.
Utanáskrift: „VMngur", pótthólf 425, —
Reykjavlk. Simi 5653.
Prentað i ísafoldarprentsmlöju h.f.
heyra, hvemig hann fór að því að spara sér læknis-
kostnað. Fjórum sinnum á ári lét hann taka sér blóð
og ætíð með vaxandi tungli. Honum gramdist mjög,
þegar hann vissi einhvern brjóta gegn þessari góðu,
gömlu reglu, og sagði, að þegar fólk lifði svo stutt og
væri svo veikburða, þá stafaði það af því, að það léti
taka sér blóð með minnkandi tungli! Fengi hann tann-
pínu, sté hann upp á stól, batt spotta um veiku tönn-
ina og krók í loftinu, stökk síðan niður af stólnum og
„skildi við tönnina og tannpínuna í spottanum!“ Það
undarlegasta við þetta er þó, að 130 ára gamall maður
skyldi yfirleitt hafa nokkra tönn eftir í munninum.
Veikinda hafði hann aldrei fundið til, „já, var allan
tímann (146 ár) ekki í rúminu einn einasta dag, fyrr
en dauðann bar að, þegar frá eru skilin örfá skipti,
er hann var barinn til óbóta. Fyrsti sjúkleikinn var
sá, sem hann kenndi mokkrum dögum áður en hann dó,
og það verður víst fremur að telja elliveiklun en sjúk-
dóm. Eftir fárra daga legu dó Drakenberg, þann 9.
október 1772, nokkrum vikum áður en hann varð 146
ára. Hann var jarðsunginn frá Árósadómkirkju með
mikilli viðhöfn og við klukknahringingar frá öllum
kirkjum borgarinnar. Lengi síðan var skorpinn og
múmíulegur líkami hans til sýnis í grafhvelfingu dóm-
kirkjunnar, en svo hefur kistan verið grafin, og nú
er ekki annað eftir, fyrir utan nokkrar myndir, en
minningin um þennan mann, sem einungis vegna síns
furðulega aldurs, varð frægur um alla Evrópu, og enn
hlýtur að vera mönnum undrunarefni. — Ó. H.
Leiðréttingar.
Á bls. 35 í 1__2. tbl. Víkingsins þetta ár eru birtar
nokkrar formannavísur um Matthías Ásgeirsson frá
Bauluhúsum. Þar hefur brenglazt síðasta erindi 4.
vísu, eins og rímið bendir til. 1 blaðinu stendur: hafsins
smá boða. Það á að vera: hafs ósmáa boða.
í minningargrein um Pétur Bjarnason stýrimann í
jólablaðinu (bls. 331) höfðu ruglazt tvö ártöl. í fyrstu
línu stóð: 1925, en átti að vera 1952. — Einnig
hafði fallið niður ártal, sem átti að vera í sjöttu línu,
þar sem getið var um próf Péturs frá Stýrimanna-
skólanum. Þar átti að standa: „Hann lauk farmanna-
prófi við Stýrimannaskólann 1920“. — Höfundur og
lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mis-
tökum.
VIKINGUR
69