Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1953, Síða 30
Fimm menn farast Vélbáturinn Guðrún frá Vestmannaeyj- um fórst mánudaginn 23. febrúar síðast liðinn. Fékk skipið á sig brotsjó undan Landeyjarsandi, fyllti og sökk. Fimm af áhöfninni fórust, en fjórir björguðust á gúmmíbát. Náðu þeir landi nálægt Hall- geirsey í Landeyjum. Þessir fórust: Óskar Eyjólfsson, skipstjóri, Guðni Rós- mundsson, Kristinn Aðalsteinsson, Sigþór Guðnason og Elías Hinriksson. Ólafur smiður í Viðey Ólafur Pétursson hét smiður Ólafs stiftamt- manns Stephensens í Viðey. Hann var hinn mesti völundur, bæði á tré og járn, en hafði undarlegt skaplyndi. Hversdagslega var hann þögull og afskiptalaus um annarra hagi, en gat verið meinyrtur og meinlegur í athöfnum, ef því var að skipta, eigi síður við meiri menn en minni. Ólafur stiftamtmaður spurði Ólaf smið ein- hverju sinni, hvernig fiskur mundi haga göngum sínum. — Ég hef aldrei þorskur verið, svaraði Ólafur og gekk burt. Það var einhverju sinni, að útsunnan veður lágu á mikil og húskarlar stiftamtmanns voru allir heima í Viðey. Höfðu þeir ekkert að starfa, og þótti stiftamtmanni það illt. Innir hann þá til við Ólaf smið, að hann skuli setja fram teinæringsskip, er stiftamtmaður átti, og taka þar á alla húskarla og róa til fiskjar. Ólafur fór, og þó mjög nauðugur. Hleyptu þeir til miða. Rennir Ólafur þá færi sínu, dregur ýsu, af- höfðar hana, fleygir höfðinu fram í skipið og bolnum aftur í. Dregur hann því næst upp færi sitt, skipar að vinda upp segl og var svo gert. Sigla þeir inn á Akranes og sitja þar hálfan mánuð, meðan veðrið stóð, og áttu þar góða daga. Hafði Ólafur þá gert 30 rdl. skuld upp á reikning húsbónda síns. Stiftamtmanni þótti förin ill, en borgaði þó skuld þá, er Ólafur hafði gert. Það fullyrða kunnugir menn, að hæglega hefði Ólafur getað siglt heim af miðum, og var þetta kaldranabragð, en slíkt var skaplyndi hans. Ólafur Pétursson smíðaði bát fyrir stiftamt- mann, áður en hann fór frá honum. Og er lokið var smíðinni gerði stiftamtmaður upp reikning þeirra og taldist'þá svo til, að Ólafur átti hjá honum tískilding. Ólafur smiður mun hafa talið sig fara varhluta í skiptum þeirra, tók þó við tískildingnum, gengur að bátnum nýsmíðaða, rekur nagla í gegn um stafnlokið, notar tískild- inginn fyrir ró og hnoðar. Stiftamtmaður leit á smíðið og spurði, hvað merkja skyldi. Ólafur mælti: „Báturinn heitir tískildingur“, — og gekk á brott. Festist það nafn við bátinn. Smœlki Presturinn mætti syni nágranna síns og var pilturinn með glóðarauga. Prestur klappaði á kollinn á honum og sagði: „Góður guð gefi, að þú lendir ekki oftar í slags- málum og fáir aðra eins eða verri útreið“. „Þú þarft ekki að biðja fyrir mér“, sagði strákur, ðg var hinn sperrtasti. Biddu heldur fyrir honum syni þínum. Ég gaf honum tvö glóðaraugu! * Björg: — Eruð þið Steinunn eitthvað ósáttar? Jóna: — Já, við höfum slitið öllum kunningsskap. Björg: —. Talist þið ekki við, þegar þið hittist á götu? Jóna: — Nei, ég tek ekki einu sinni eftir því, hvernig hún er klædd. . * „Ég hef stórgrætt á söngnámi dóttur minnar“. „Hvernig stendur á því?“ „Ég fékk hús nágrannans fyrir hálfvirði“. Skipstjóri (tekur á móti nýjum léttadreng). — Jæja, drengur minn, það er víst gamla sagan með þig — vandræðastrákur fjölskyldunnar sendur til sjós. Drengurinn: — Nei, þetta er allt orðið breytt frá því að þér voruð ungur. Greiðid VÍKINGINN! Verð blaðsins er hið sama og síðastliðið ár, 50 kr. árgangurinn. * Gjalddagi er 1. apríl. 70 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.