Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 7
liodrum er heimahöfn tyrkneskra svampkafara. Bodrum stendur á rústum hinnar fornu Halicarnassus. Þar fœddist Herodot, faSir sagnfrœðinnar. í borginni var milcilfengleg grafhvelfing úr marmara, eitt af hinum sjö undrum veraldar. Gröfin var handa Mausul usi konungi, byggS af ekkju hans um 353 fyrir Krists fœSingu. Gröfin dregur nafn sitt af kónginum. Mörgum öldum seinna not- uSu krossferSariddarar steina úr rústum grafarinnar til þess aS byggja úr St. Péturs kastalann viS höfnina. með seglum, þeirrar tegundar, sem upprunnin er við Eyjahaf. Á gólfi lestarinnar var kjöl- festan — sjóbarin möl að öðru leiti fyllti gamalt þrýstiloftstæki upp mes.t alit lestarrúmið. Elda- vélin var gerð úr háfri olíutunnu. Hún var bundin niður aftur á. Hjálparvélin var einstrokka dies- elvél, hún fór ekki í gang fyrr en búið var að hita hana upp í lengri tíma með blásturslampa. Vélin gat knúið bátinn fjórar mílur í mesta lagi. Þegar segl voru sett til viðbótar, gat hraðinn komist upp í 7 mílur. Fornt leirílát notaS undir vatn. Með ströngum aga héldu Ke- mal skipstjóri og s.týrimaður hans, Ciasim Arslan ,,frændi“, hinu aldraða skipi tandurhreinu og í góðu lagi. (1 Tyrklandi er eldri maður oft kallaður frændi). Aðrir kafarar á skipinu voru ungur maður að nafni Zorlu og >,Skolli frændi“, hann hét réttu ftafni Ahmed, en fékk Skolla- uafnið af því hve oft hann hafði komizt í krappan dans en þó haldið lífi. Ahmed var draghaltur. Það voru afleiðingar „kafaraveiki". Honum féll vel að kafa að hann sagði. Þegar niður í sjóinn kom bar ekki á heltinni. Nokkrir VÍKINGUR drengir töldust auk þess til áhafnarinnar. Ég starði á leirker, sem bund- ið var niður við siglutréð. Ég var undrandi. Eyrun tvö, háls- inn sem var mjór og gerð þess öll skipaði því í flokk leirkera, sem notuð voru á dögum Forn- Grikkja og Rómverja undir olíu og vín. Líklega er það rómverkst, hugsaði ég, sennilega frá því á annari öld fyrir fæðingu Krists. í því var nú geymdur vatnsforði skipsins. Kemal skipstjóri glotti að undrun minni. „Gömlu kerin eru betur gerð en hin nýju“, sagið hann, „en auk þess ódýrari. Við getum fengið eins mikið af þeim og við viljum fyrir ekkert, bara að sækja þau niður að botni“. Leið- angur okkar byrjaði vel, hugs- aði ég. Þá um kvöldið var allur far- angur og skipsnauðsynjar komið um borð. I dögun næsta morgun var siglt. Ég horfði á ströndina fjarlægjast. Bodrum er lítill hafnarbær á jaðri lautar milli þúsund feta hárra hæða. Þessi staður hefur áður séð sinn fífil fegri. Bodrum stendur þar sem áður stóð hin forna Halicarnassus, þar fædd- ist Herodot, faðir sagnfræðinn- ar. Þar var hið fræga Mausoleum sem byggt var til heiðurs Maus- ulusi konungi í Caríu. Það var eitt af „sjö undrum veraldar" Alexander mikli lagði borgina í rústir á sigurbraut sinni í Asíu. Á skaga sem teygir sig þarna út í flóann stendur kastali sem krossferðariddarar létu reisa fyrir 5 öldum. 1 veggjum hans er tilhöggið grjót frá dögum Rómverja, sumt er úr hinni eyði- lögðu gröf Mausulusar konungs. Kastalinn fékk nafn eftir sankti Pétri og bærinn, sem reis á rúst- um hinnar fornu Halicarnassus var skírður Petroníum. Þetta nafn brenglaðist smátt og smátt svo að úr varð Bodrum. Tveggja tíma ferð frá Bodrum er Yassey (Yassi-island) í Chukasundi. Þegar eftir voru um hundrað metrar að eynni stöðv- aði Kemal vélina. Ciasim klædd- ist kafarabúningi og steig fyrir borð. Eftir 10 mínútur gaf hann merki um að hann hefði fundið staðinn, sem skipstjórinn lofaði að vísa mér á. Ég bjó mig út til að kafa og steig niður í krist- altæran sjóinn. Á 25 feta dýpi var þarna óhemju mikið af leirkerum (am- phorae), brotnum og heilum. Cia- sim stóð á hrúgunni. 183

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.