Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 16
Sjómannaþátturinn
Á frívaktinni
Sjómannaþátturinn í útvarp-
inu „á frívaktinni“ hefur verið
vinsæll um langa tíð, meðal
þeirra sem á sjónum eru og
þeirra er til þeirra hugsa. Þátt-
urinn byrjaði á tilraunastigi ár-
ið 1956, en er nú orðinn fasta-
þáttur klukkustund í hverri viku.
Stjórnandi þáttarins hefur verið
frá byrjun Guðrún Erlendsdótt-
ir, að fráskildu stuttu tímabili,
er hún var við fyrri hluta lög-
fræðiprófs við Háskóla Islands.
Guðrún er dóttir Erlends
Ólafssonar bátsmanns á m/s
Esju, en hann hefur um ára-
tugaskeið stundað sjómennsku á
fiskiskipum og farskipum, og
lengst af sem bátsmaður. Þar
sem Guðrún á tvær systur, aðra
gifta hér, en hina við störf á
bókasafni í Kanada, en engan
bróðir, má með nokkrum sanni
segja, að hún hafi tekið upp þráð-
inn að hafinu úr föðurleifð, með
starfi sínu við þáttinn, þótt fað-
ir hennar sé einnig á sjónum.
Sjómannablaðið Víkingur leit-
aði upplýsinga hjá henni og
ræddi við hana fyrir stuttu síðan
um starfsemi þáttarins.
Já, auðvitað er það raunveru-
lega þannig, segir Guðrún, að
vegna þess að pabbi hefur lifað
og hrærst við sjómennsku allt
sitt líf frá því hann var 14 ára
gamall, og mamma lifað hlut-
skipti sjómannskonunnar allt
sitt hjónaband, að við systurnar
eins og önnur sjómannsbörn,
höfum mótast að meira eða
minna leyti af áhrifum frá haf-
inu og sjómennskunni.
Svo þetta er ekki alveg eins
fjarlægt starf fyrir kvenfólk,
eins og maður gæti ímyndað sér.
Nei, ég hef alla tíð haft ánægju
af þessu starfi. Það hefur eins
og eðlilegt er sínar hversdags-
legu hliðar, þegar til lengdar
lætur, en allt í gegn eru hinar
fleiri, er gefa því ánægju og
gildi.
Kemur mikið af bréfum og
símskeytum til þáttarins?
Já, það er svo ótrúlega mikið,
hér er t. d. pósturinn í morgun,
og Guðrún tekur stóran bunka
af bréfum og símkeytum og tel-
ur. Jú, það eru 98 bréf og skeyti!
Og er hún hefur tekið upp, sem
sýnishorn fyrir spyrjanda þrjú
bréf af handahófi kemur í ljós,
að í tveimur þeirra eru þrjár og
fjórar kveðjur frá sama skipi.
Og hvað kemur þá mikið af
bréfum, svona til jafnaðar á
mánuði ?
Það er dálítið breytilegt. Lang-
mest berst að á vetrarvertíðinni,
þá kemst bréfafjöldinn upp í allt
að 1.000-á viku! En á milli ver-
tíða lækkar talan allmikið, en þó
gæti ég trúað að meðaltalið
myndi vera að jafnaði um 500
á viku.
Er þá ekki mikil vinna, að
komast í gegnum þetta allt sam-
an og raða því niður?
Jú, sannleikurinn er sá, að
að það liggur ótrúlega mikil
vinna í því, að lesa öll þessi bréf
Gu'örún Erlendsdóttir stjórnandi sjómannaþád'
hún lýkur á nœsta ári og veröur þá fimmti kv<
hér yfir GuSrún viS hljóönemaborSiS, t. d. fy’
hefur aSsetur. NeSst t. h. útsýni úr starfsh
og skeyti, og síðan að samræma
óskirnar eins og hægt er við lög-
in sem um er beðið, og loks að
finna viðkomandi lög í hljóm-
plötusafni útvarpsins.
En er þá mögulegt að koma
öllum þessum kveðjum og ósk-
um á framfæri í þessum þáttum ?
Nei, því miður kemur nú
stundum fyrir að ekki er mögu-
legt að koma öllu fyrir, þó að
ég reyni að dreifa því yfir á
þættina. Og margir hljóta að
vera óánægðir yfir því, að heyra
ef til vill aldrei þá kveðju lesna
eða það lag leikið, sem þeir ósk-
uðu eftir. Og þó reyni ég að taka
svo mikið sem frekast er hægt,
að ætlast til að fólk geti hlustað
á í einu, þannig að ekki verði þó
aðeins um þurran nafnalestur að
ræða. í nær öllum tilfellum reyni
ég að koma afmæliskveðjum að
á réttum tíma, og öllu því er ég
stundum þykist ráða af innihaldi
bréfanna, að haft geti persónu-
legt gildi fyrir viðkomandi aðila.
Eru bréfin dálítið mismunandi
að innihaldi, þannig að þau geti
gefið slíkt til kynna?
Já, það kemur nokkrum sinn-
um fyrir, að ég fæ persónuleg
bréf, þar sem viðkomandi skýrir
mér frá einkamálum, og í hvaða
sambandi sé beðið um ákveðið
VÍKINGUP.