Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 12
Rólegt skipalœgi við Kekova, nálœgt Finitze skýlir „Little Vigilant“. Hún er 70 feta löng meö hjálparvél. Meö þessari snekkju
fór höfundurinn og félagar hans þangaö sem bronsaldarflakiö liggur. Skipverjar fundu þarna borg hinna dauöu — kalksteins-
grafir voru þar hundruöum saman í hinum fjarlægu hliöum Tyrklands.
hundruð árum lengur en nokk-
urt skipsflak, sem fundizt hefur.
Sérfræðingar hafa staðfest álit
Örþreyttur ejlir langa köfun. Kemal Aras
skipstjóri hvílir sig á þilfari áður en liann
fer úr kafarabúningnum. Köfun eftir
svampi er ekki eftirsóknarverö scgir höf-
undurinn. Kafarinn óttast kafaraveikina.
Að kafa of ofl, of djúpt eöa of lengi getur
orsakaö lömun eöa dauöa. Pcgar upp
kemur athugar kafari líkama sinn jafn
gaumgœfilega og kappakstursmaður at-
hugar bílinn sinn.
okkar. Dr. Rodney Young for-
stöðumaður deildar í fornleifa-
fræði Forn-Grikkja og Rómverja
við háskólann í Pensylvaníu,
lýsti því yfir að hinn mótaði kop-
ar væi'i alveg sérkennilegur fvr-
ir síðari hluta bronsaldar. Dr.
Erik Sjöqvist prófessor í forn-
leifafræði Forn-Grikkja og Róm-
verja við háskólann í Princeton
komst að því að rýtingsbrot og
spjótsoddur voru einkennandi
fyrir vopn frá Kýpur frá 14 og
15 öldum fyrir Kristsburð.
Skipsflakið veldur heilabrotum.
Nútímamenn vita sáralítið um
skip og verzlun bronsaldar. Við
vonum að brátt aukist sú vit-
neskja. 1 næsta leiðangri er ætl-
unin að rannsaka í smáatriðum
hið forna flak við Cape Geli-
donya. Hvers konar skip var
þetta? Hvernig leit það út og
hvernig sigldu hinir fornu sæ-
farar?
Hvaða þjóðflokki var ætlunin
að færa verzlunarvarninginn?
Að loknum viðkomum á strönd-
inni. Var þá ef til vill ætlunin að
fara með koparinn til fólks sem
stóð á hærra menningarstigi ?
Mun efnafræðileg hreingerning
á viðkvæmum hlutum sem enn
er ekki vitað um til hvers voru,
leiða í ljós silfur og gull í farmi,
sem fyrir þremur árþúsundum
hlýtur að hafa jafngilt konung-
legu lausnargjaldi.
Ótal margar spurningar koma
mér í huga, meðan ég bíð óþolin-
móður eftri svörum sem kunna
að liggja á 90 feta dýpi undan
hinni klettóttu strönd Tyrklands.
Þrátt fyrir óþolinmæðina er ég
þakklátur, því skipstjórinn
ympraði af tilviljun á atriðum,
sem urðu til þess að flakið fannst.
Hefði það ekki skeð er ekki víst
að neinar spurningar hefðu
vaknað.
(Höfundur Peter Throclcmorton í
National Geograpic, maí 1960).
Grímur Þorkelsson þýddi.
188
VÍKINGUR