Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 17
óskalag. Og ég reyni alltaf að taka slíkt sérstaklega til greina. Er hægt að nefna nokkur al- menn dæmi um slíkt, sem ekki væru beint persónuleg, svona í blaðaviðtali ? Já, það væri að sjálfsögðu hægt, en þau eru orðin svo til- tölulega mörg á svo löngum tíma, að ég veit ekki hvað væri helzt að nefna. Er það satt, eins og maður_ heyrir stundum fleygt, að komið hafi fyrir, að kveðjur hafi vald- ið misskilningi í hjónaböndum? Já, það hefur víst því miður komið fyrir. Ég man a. m. k. eftir því fyrir nokkrum árum, að kona hringdi til mín, nærri strax eftir að búið var að lesa upp kveðju og leika lag til manns á sjónum, og óskaði eftir því að fá upplýsingar um hver þessi manneskja væri, sem hefði sent þetta lag og kveðju. Ég komst í hálfgerð vandræði, því ég átt- aði mig ekki alveg strax á því hvað konan átti við. En þegar ég las bréfið yfir aftur, sá ég að það var ekkert nafn eða heim- hisfang undir kveðjunni, aðeins gælunafn. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir konunni, en hún tók það ekki til greina. Nokkru síð- ar frétti ég, að nærri lá, að úr V í K I N G U II þessu yrði hjónaskilnaður. Mér þótti þetta svo miður, að ég reyndi að fá einhverja lausn á þessu leiðinlega atviki, og eftir mikið umstang og rekistefnu, var hægt að sanna, að hér hlaut að vera um slæma brellu að ræða af hálfu bréfritara. Er endaði loks með því, að allt féll aftur í ljúfa löð, milli hjónanna. Þetta varð til þess, að síðan er ég alltaf hálfhrædd við allar kveðjur úr landi ef þær eru ekki greinilega merktar, fyrir utan það sem er látið fylgja kveðj- unni, eða að ég geti verið nokk- urnveginn viss um, að ekki liggi neitt slíkt á bakvið. En hvernig fer þá með ungu dömurnar, sem eru ef til vill feimnar að láta nafn síns getið, en langar að koma „ástarkveðju" til vinarins á sjónum? Ég reyni eftir beztu getu að sjá svo um, að allt slíkt komist til skila, sérstaklega ef mér sýn- ist að einhver alvara sé á bakvið. Það hefur t. d. komið þó nokkr- um sinnum fyrir, að ég hef verið beðin fyrir einstök óskalög í slíku sambandi, og síðan verið skýrt frá hvern árangur kveðj- an bar. Oft hefur árangurinn verið ánægjulegui-, og í tveimur tilfellum veit ég um, að slíkar „ástarkveðjur“ enduðu á tiltölu- lega stuttum tíma með hjóna- bandi. í gegnum þetta starf mitt hef ég kynnzt ótalmörgu fólki, sem ég hef aldrei séð, aðeins talað við gegnum síma. Fengið ósjálf- rátt vitneskju um áhyggjur þess og gleði og ýmsar hugleiðingar utan við strit og önn hins líðandi dags. Eru þessi bréf og kveðjur frá fólki á öllum aldri? Eftir því sem ég kemst næst er megnið af því frá ungu fólki, og svo aftur frá eldra fólki, eink- um mæðrum er senda sonum sín- um afmæliskveðjur, en tiltölulega minna frá miðaldra fólki. Ein eldri kona, sem nokkrum sinnum hringir til mín, á t. d. 8 syni á sjónum, er hún sendir afmæliskveðjur, þegar þeir eru fjarverandi og þeir eru dreifðir á farskipum, togurum og vélbát- um. Og í gegnum þetta samstarf

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.