Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1960, Blaðsíða 20
Þegar „Ernestme” strandaði
30 ára gömnl harrnsaga
Skúli fógeti fórst á sunnanverð-
um Reykjanesskaga skömmu
eftir miðnætti hinn 10. apríl
Strandsögu þá, sem hér verður
sögð, sagði mér Páll Joensen, en
árið 1930 var hann 1. vélstjóri á
færeysku skonnortunni „Ernestina“
frá Klaksvik. „Ernestina" var 2ja
siglu skip, 194 br. tonn að stærð,
með 100 ha. Bolin hjálparvél.
Páll var um tíma 3. vélstjóri á
m.s. Skeljungi á árinu 1947, og
sagði mér þá allýtarlega frá strand-
inu og þeim atburðum, sem því voru
samfara.
Færeyingar hafa á liðnum ára-
tugum misst marga menn í sjóinn
við ísland. Á skútum sínum sóttu
þeir á tslandsmið, bæði vetur og
sumar og mun sú sjósókn oft hafa
verið harðsótt, þegar illa viðraði.
„Ernestinu" bar upp á sker, undir
hamrabelti, nokkru austan við Sel-
vog í hríðarveðri og náttmyrkri.
Fleiri færeyisk skip voru og hætt
komin þessa nótt á sömu slóðum, en
náðu sér frá landi aftur.
Frásögn Páls er gott dæmi þess,
hve æðruleysi og þrautseigja geta
hjálpað þeim, sem í nauðum eru
staddir.
Svo gef ég Páli orðið.
Þann 20. marz 1930 var skipið að
veiðum á Selvogsbanka. Eftir há-
degi hvessti af ASA með slyddu-
éljum. Var þá skipinu lagt til með
rifuðum seglum, þannig að það sneri
stefni til lands, og vélin stöðvuð.
Skipstjórinn sagði 1. stýrimanni,
sem var á verði, að allt myndi vera
i lagi framundir miðnætti, með þeim
hraða, sem hann taldi þá vera á
skipinu, og lét 1. stýrimaður þau
ummæli skipstjóra ganga til 2. stýri-
manns, sem tók við vakt af honum
kl. 1800.
Um kl. 2100 gefur skipstjóri 2.
stýrimanni skipun um að mæla dýp-
ið. Var það þegar gert og kallar 2.
stýrimaður að því loknu niður til
skipstjóra, sem staddur var í káet-
unni, að dýpið væri 60 m.
Segir þá skipstjóri 2. stýrimanni
að undirbúa vendingu, en Páli segir
hann að setja vélina þegar í gang.
Meðan Páll var að undirbúa gang-
setningu vélarinnar, er hrópað fram-
a naf skipinu, að brim og snjór sjá-
ist framundan á stjómborða.
Gaf skipstjóri þegar skipun um
að leggja skipinu undan, þar sem
landið var rétt við stjórnborðsbóg
og vélin ekki komin í gang.
Þegar vélin hafði gengið í 2—3
mínútur eftir ágizkun Páls, með
hægri ferð, tók skipið niðri að fram-
an með snöggu og þungu höggi og
sneri þá stefnið til lands.
Menn og munir köstuðust til og
allt sem ekki var naglfast fór þegar
úrskorðum. Mikið brim var um-
hverfis skipið og gengu ólög yfir
það með stuttu millibili, en fram-
undan og uppi yfir skipinu sást ó-
glöggt í snæbarið hamrabelti og var
því þegar séð, að ekki myndi land-
takan auðveld.
Þar sem stefnið reis töluvert úr
sjó, söfnuðust skipverjar saman
fram á skipinu fyrst í stað, en síðar
fóru flestir þeirra upp í sigluna.
Allir tóku skipverjar örlögum sín-
um af mikilli stillingu, enda Færey-
ingar miklir trúmenn og fátt mun
haldbetra í mannraunum, en þegar
saman fara karlmennska og vilja-
þrek, sem byggt er á einlægri trú.
Þar sem ekki náðist í neina flug-
elda til að gefa með neyðarmerki,
en þeir voru geymdir í káetunni,
sem þegar eftir strandið fylltist af
sjó, bað 1. stýrimaður Pál um að
fara aftur í vélarrúm og reyna að
ná þar í „tvist“, svo hægt væri að
kveikja bál og vekja með því móti
athygli annarra skipa á strandinu.
Páli tókst að komast aftur í vél,
en þar var þá þegar kominn mikill
sjór og náði Páll því ekki í „tvist-
inn“. Er hann ætlaði upp, varð hann
tvisvar að snúa við aftur, sökum
ólaga er gengu yfir, en komst þó að
lokum við illan leik fram á til fé-
laga sinna .
Fór nú Páli að gerast kalt, enda
illa búinn og veður vont. Einn af
hásetunum fór þá úr þykkri ullar-
peysu, sem hann var í og færði Pál
í hana. Telur Páll, að það hafi orðið
til að bjarga lífi sínu. Annars voru
skipverjar allir vel búnir, og margir
í sjóstökkum. Allir voru og með
björgunarbelti.
Reynt var að koma út stórbátn-
um, sem stóð á stokkum aftan við
framsiglu. Gekk illa að losa bátinn,
því bæði var, að hann var þungur
og að erfitt var að standa að verk-
inu, þar sem miðþilfarið var oftast
undir sjó.
Allt í einu reið stórbrot yfir skip-
ið, reif upp bátinn og kastaði hon-
um fram af skipinu, en mönnunum
sópaði sjórinn fram í stefni, og lá
þar hver um annan þveran þegar
aftur fjaraði.
í þessu ólagi tók fyrsta manninn
fyrir borð, var það ungur piltur,
Henry að nafni. Flaut hann skammt
frá bakborðsbóg. — Var reynt að
bjarga honum, en án árangurs.
Faðir hans, aldraður maður, Elías
að nafni, sem var háseti á skipinu,
kallaði til sonar síns: „Farðu í guðs
friði, sonur minn, ég kem bráðum
á eftir þér“. Elías reyndist sann-
spár, því hann var einn þeirra, sem
fórust.
Eftir þetta klifu flestir skipverja
upp í reiða framsiglunnar, en fimm
fóru út á bugspjótið, sem reis hátt
úr sjó. Voru það, auk Páls, 1. stýri-
maður, Johann Högnesen, og þrír
hásetar.
Páll og einn hásetanna, Siska Jac-
obsen, voru fyrst í stað í netinu
undir bugspjótinu, sneru saman og
reyndu að halda hita hvor á öðrum,
eftir því sem þeir gátu.
Þar kom þó, að netið slitnaði nið-
ur. Komst Siska upp á framenda
bugspjótsins og hélt sér í framstag-
inn, en Páll náði í millistaginn og
gat haldið sér þar. Lágu þeir á grúfu
og kræktu fótum saman undir bug-
spjótinu.
Einhverju sinni er brotsjór reið
yfir skipið, svo að bugspjótið fór í
kaf, losnaði Johann af því, en hann
hafði verið næsti maður fyrir aftan
Pál og haldið sér í millistaginn með
honum. Honum tókst þó að hanga
í stagnum og hrópaði á hjálp.
Þegar hér var komið, var Páll orð-
inn svo stirður og dofinn af kulda,
að honum var um megn að hreyfa
sig. Tveir menn komu þá ofan úr
reiðanum og tókst að ná tökum á
öxlum Jóhanns, en um leið reið ann-
ar brotsjór yfir og færði að nýju
alla, sem á bugspjótinu voru, í kaf.
Urðu mennirnir að sleppa tökuninn
af Jóhanni, til þess að geta haldið
sjálfum sér. Missti þá Jóhann af
millistagnum, féll niður á keðju
undirstag, og lá þar síðan þversum,
örendur.
196
VÍKINGUR