Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 34
herbergis þess, er munir náttúru-
gripasafnsins voru geymdir í, stend-
ur Stefán skólastjóri þar við dyrn-
ar og stjórnaði björguninni. Kallaði
hann til mín um leið og hann bend-
ir mér á dymar, og biður mig að
hjálpa til við björgunina. Gef ég
því engan gaum, því allur áhuginn
var bundinn við það að finna Briem
og bjarga honum og hans munum,
sem bæði ég og aðrir höfðu gleymt
til þessa. Hélt ég því strikinu áfram
með Lárusi inn að dyrum á herbergi
Halldórs Briems. Þar sem við sáum
að eldur og reykur voru óðfluga að
færast í aukana og nálægjast her-
bergi Halldórs, var mikill asi á okk-
ur, og munum við því hafa „knúð
íast á óþyrmilega", eins og Grettir
orðaði það um Þorbjörn Öngul í
Dangey forðum, þó að í allt öðrum
tilgangi og betri væri það nú, en
gjört var þá. Mun ekki hafa verið
laust við, að brakað hafi í hurðinni.
Eftir nokkur augnablik heyrðum við
að kallað var inn í herberginu:
„Kom inn“. Við hrundum þegar upp
hurðinni og rukum inn. Stóð Hall-
dór Briem á miðju gólfi í herberg-
inu, og er ég í engum efa um, að
hann var nývaknaður. Ég sagði þeg-
ar 1 hávaða, eins og Gissur jarl, er
hann bjóst við Órækju til föður-
hefnda: „Það er kviknað í skóla-
húsinu“. Halldóri bregður nokkuð
við þessu illtíðindi, en segir strax:
„Hvar er Stefán?" Með það sama
er hann stokkinn út úr herberginu,
og við Lárus því miður strax á hæla
honum, án þess að taka nokkuð með
okkur eða loka hurðinni. Briem hitt-
ir skjótt Stefán. Stefán bendir mér
strax á hlut, sem ég skuli bjarga.
Ég gríp í skyndi hlutinn, en hugga
mig við að Briem sé kominn úr
hættunni, og hann muni geta fengið
næga hjálp til að bjarga. Og glaður
yfir því, að við Lárus höfum bjarg-
að Briem, hleyp ég af stað með þenn-
an hlut, en skil við Briem í sam-
ræðu við Stefán, sem varla mun eft-
ir því, sem á stóð hafa staðið yfir
lengur en tæpa mínútu. Hefur Briem
þá auðvitað hlaupið upp í sitt her-
bergi til að reyna að bjarga. Ég
held nú áfram með hlut þennan út
í kirkju. Kem síðan á hlaupum aft-
ur. En þá mæti ég í dyrum skólans
Ólafi Daviðssyni. Er hann þar með
stóran umfangsmikinn skjalapakka,
sem hann er að rogast með í fang-
inu, og er bundin og vafin utan um
hann rekkjuvoð, sjálfsagt úr rúmi
hans, og man ég að homin á rekkju-
voðinni voru bundin í kross utan
um strangann. Ólafur ávarpar mig,
og biður mig nú að taka við þess-
um pakka af sér; þetta séu sín dýr-
mætustu skjöl og mikið verðmæti,
og fara með það fyrir sig út í kirkju,
og velja stranganum þann bezta
stað, sem ég fái í kirkjunni. Ég tek
við pakkanum með ánægju, glaður
yfir þeirri tiltrú, sem hann sýndi
mér, því að trúa mér fyrir slíku
dýrmæti. Fer ég með strangann út
í kirkju og legg hann á gólfið'í pré-
dikunarstólnum. En ekki hefur Ólaf-
ur viljað láta föður sinn hafa dýr-
grip þennan undir fótunum, þegar
bann prédikaði næst, því það sá
Jakob Líndal frá Lækjarmóti, sem
var einn þeirra, er sváfu á kirkju-
loftinu, en var vaknaður, að Ólafur
Davíðsson var þrátt fyrir slæmt
veður kominn eldsnemma út í kirkju
um morguninn og tekinn til að rann-
saka og aðskilja skjölin. í þessum
skjalapakka voru drauga- og kynja-
sögur, sem ýmsir höfðu látið hann
fá, meðal hverra að ég hafði sagt
honum nokkrar þess konar sögur
um veturinn, og hef ég rekið mig á
þær í þjóðsögum hans. Mér var líka
kunnugt um, því ég var þar við-
staddur, að hann um veturinn 1901
—1902 fékk með pósti senda afar-
stóra skrifaða bók vestan úr
Strandasýslu. Var á henni, ef ég
man rétt, 400 króna ábyrgð. Sagði
ég við Ólaf, að mér þætti ábyrgðin
á bókinni há, sagði hann, að 400
krónur væri einskisvirði móti því,
ef slíkt dýrmæti, sem bók þessi væri
glataðist. Ólafur segist hafa tapað
handritum óbætanlegum sumum í
brunanum. Fróðlegt væri því að fá
að vita, frá hverjum í Strandasýslu
þessi afarstóra og dýra bók hefur
verilð. Ætli væri ekki hægt að fá
vitneskju um það frá póststofunni?
Ég vona í lengstu lög, að bókin, sem
var öllu stærri en biblían, hafi bjarg-
Eist í stóra pakkanum, sem ég lét í
prédikunarstólinn. Ólafur segir í rit-
gerð sinni um brunann:
„Það, sem ÓlafurDavíðsson missti
við brunann, var óvátryggt, og sumt
óbætanlegt, svo sem handrit, er
hann hafði að láni frá ýmsum mönn-
um og ýms handrit, er hann hafði
ritað sjálfur. Stefán kennari missti
talsvert af bókum og tvö handrit
merkileg". Ólafur segir ennfremur,
að Hjaltalín mimi hafa misst megn-
ið af bókum sínum og skólinn tæp-
an helming af sínum bókum. Að
vísu hafi verið bjargað tveimur dýr-
mætum ritsöfnum, er skólinn átti,
sem eru 400 króna virði hvort fyr-
ir sig. „Eigur Halldórs Briems voru
óvátryggðar, og má heita, að hann
hafi misst aleigu sína hér norðan-
lands við bruna þennan“, segir Ólaf-
ur.
Þegar bjargað hafði verið öllu
því, sem hægt var að bjarga úr skól-
anum og allur mannfjöldinn stóð og
horfði á logana, mælti Stefán skóla-
stjóri meðal annars: „Sárast finnst
mér hversu Halldór Briem fór illa
út úr þessum bruna, að hann skuli
einn hafa misst allt sitt og meir að
segja að hann skuli hafa tapað yfir-
frakkanum sínum, þetta var þó allra
bezti frakki“. Hér segir Stefán að
Halldór hafi misst allt sitt. Hélt ég
að það væri réttara, en það sem
Ólafur sagði: „að Halldór Briem
hefði misst að heita mætti alla al-
eigu sína hér norðanlands“. Af því
mátti ráða, að eitthvað af eigum
hans hefði bjargazt. Aftur segir
Gísli Helgason í sinni ritgerð um
björgunina á eigum Halldórs
Briems: „Strákarnir tóku þó með
sér sængurföt og fleira lauslegt, svo
þeir höfðu þó allir byrði nokkra“.
Þar sem ég eftir að hafa borið
ritgerðir þeirra Ólafs og Gísla sam-
an við það, sem Stefán sagði í
margra áheyrn og ég mundi vel
eftir um björgun á eigum Briems,
og ég vissi að við Lárus, sem fyrst-
ir manna aðvöruðum hann við hætt-
unni björguðum engu af eigum hans,
snéri ég mér til Sigurðar H. Briems
fiðlukennara, sem býr hér í Reykja-
vík, sonar Halldórs Briems, og spyr
hann, hvort faðir hans hafi ekki
sagt honum frá brunanum á Möðru-
völlum. Sagði hann mér, að móðir
sín, frú Súsanna Taylor, hefði sagt
122
VÍKINGUR