Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1961, Blaðsíða 30
Ilornafjörífur.
Nýr 150 tonna bátur hefur nýlega
verið keyptur til Hornafjarðar.
Keitir hann „Ólafur Tryggvason“,
en eigandi er Tryggvi Sigurjónsson.
Átta bátar á línu og netum, er gerð-
ir verða út frá Hornafirði á kom-
andi vertíð, munu leggja upp hjá
kaupfélaginu. — Auk þeirra munu
leggja upp hjá félaginu 8—10 hand-
færabátar.
tleruíjörifur.
Vélbátar kaupfélagsins tveir, „Mána
tindur“ og , Sunnutindur", hafa
hafið róðra og fengið 50 tonn fiskj-
ar hvor. Síðastliðið haust var kom-
ið fyrir ísvél í frystihúsinu á staðn-
Vstln »g Cognac
Fyrrverasdi skipstjóri hjá Cunard-
skipafélaginu, Sir Ivan Thomson,
hélt ræðu við skólaslit í brezkum
stýrimannaskóla. Skipstjórinn er
orðlagður fyrir kímnisögur sínar.
Hann sagði skólasveinum meðal
annars frá sjóferðum sínum á yngri
árum. Hann var eitt sinn stýrimað-
ur á flutningaskipi, sem búið var
seglum svona til vara, hét það
„Cognac“. Var skipið í förum milli
Mersey og lítils bæjar í Frakklandi,
sem hét Cognac.
Þegar skipið var Frakklandsmeg-
inn og þurfti að taka vatn, urðu
þeir að sækja það í brunndælu uppi
í bænum. En á meðan komust konur
þar í nágrenninu ekki að. Kunnu
þær þessu illa og vönduðu Bretun-
um ekki kveðjurnar. Segist skip-
stjórinn þá hafa lært mesta fjölda
af frönskum orðum, sem ekki séu
prenthæf og finnist hvergi í orða-
bókum.
um. Þá er hafinn undirbúningur að
stofnun mjólkurstöðvar í þorpinu á
vegum kaupfélagsins. Hafa verið
fest kaup á húsi í þessu skyni og
vélar fengnar frá Hornafirði. Telja
má víst, að þessar framkvæmdir
verði mjög til eflingar nautgripa-
rækt í byggðarlaginu. Vonir standa
til að stöðin geti tekið til starfa
næsta sumar.
Stöðvarljörður.
Hraðfrystihús Stöðfirðinga hefur
nýlega selt vélbátinn „Kambaröst"
til Patreksf jarðar, en í staðinn tekið
á leigu „Berg“ frá Norðfirði, 100
tonna bát. Er hann reiðubúinn að
hefja veiðar strax, er sjómanna-
verkfallinu lýkur. — Vélbáturinn
„Heimir", sem hlutafélag á Stöðv-
arfirði gerir út, fór í nokkra róðra
áður en verkfallið skall á og veiddi
vel, fékk 17 tonn í fyrsta róðri. —
Bæði verkfallið og vondar gæftir
hafa síðan hindrað róðra, og bregð-
ur Stöðfirðingum mjög við frá þvi
í fyrra og hittiðfyrra, er mikill land-
burður var af fiski.
Itrriðdulsvílí.
Tveir bátar verða gerðir út á kom-
andi vertíð frá Breiðdalsvík, „Akur-
ey“ og „Bragi“. Var hinn síðar-
nefndi nýlega keyptur þangað frá
Siglufirði. Er hann 80 tonn að stærð.
Gert er ráð fyrir, að Breiðdælir
manni báða bátana sjálfir að mestu
eða öllu leyti, og eru góðar horfur
á að vaxandi útgerð muni verða
jafnt sveitinni sem þorpinu til mik-
illar og vaxandi hagsældar.
Vórshöfn.
Á síðastliðnu ári tók Kaupfélag
Langnesinga móti meira magni
fiskjar en nokkru sinni áður, skilaði
frystihúsið 19.600 kössum. Síldar-
vinnsluvélum var komið fyrir í fiski-
mjölsverksmiðjunni á Þórshöfn í
sumar.
S.l. sumar var unnið að byggingu
hafnargarðs og standa vonir til að
því verki verði haldið áfram á þessu
ári. Er hér um að ræða mikið hags-
munamál, því eins og er geta aðeins
minni skip lagzt að bryggju á Þórs-
höfn. Verður því uppskipun að miklu
leyti að fara fram með bátum, er
flytja vörur milli skips og lands.
Kaupfélufi Itellissands.
Á s.l. sumri keypti félagið 110
tonna bát frá Noregi. Nefnist hann
„Arnkell“. Báturinn hefur verið
gerður út frá Rifi í vetur, fyrst á
línu, en hefur verið með net seinni-
partinn. Síðustu þrjár vikurnar hafa
gæftir verið fremur stirðar. Aflinn,
sem orðinn er 320 tonn, hefur verið
saltaður og hertur, en félagið rekur
söltunar- og skreiðarstöð. Skipstjóri
á m.b. „Arnkell" er Leifur Jónsson
frá Patreksfirði.
Starísfrasðsla sjávarútvegs
og siglinga.
Hinn 5. marz síðastliðinn var hald
inn í Sjómannaskólanum starfs-
fræðsludagur, að kynna sjávarútveg
og siglingar. Skipulagði hann Ólafur
Gunnarsson frá Vík í Lóni, sálfræð-
ingur Reykjavíkurbæjar. Önnuðust
Skipadeild SÍS og Eimskipafélagið
þar fræðslu um millilandasiglingar
og nutu ágætrar aðsóknar. Voru
gestir dagsins á öllum aldri, flestir
þó 12—15 ára.
(Úr Fréttibréfi Samvinnunnar).
— Drekktu eins miki'ö og þú getur af
vatni, Jumbo minn!
118
VlKINGUR