Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Qupperneq 4
Islenzka landhelgisgæzlan 40 ÁRA qtf Ólatf Vai £i(furÍAMh Með stjórnarathöfn 1. júlí 1926 tók ríkið við björgunarskip- inu Þór af Björgunarfélagi Vest- mannaeyja, og hófst þá samfelld útgerð varðskipa ríkisins, til að annast björgunargæzlu og taka við gæzlu landhelginnar af dönsk- um varðskipum. Þegar útgerð varðskipanna hófst, hafði Islend- ingum lengi verið ljóst, hve dýr- mætt fjöregg fyrir afkomu þjóð- arinnar var falið í fiskimiðunum kringum landið. Nú skildu Islend- ingar sjálfir hefja gæzlu síns fjöreggs og bæta þá gæzlu, sem þeim oftast hafði þótt ónóg. Eftir 40 ára starfsemi mun hið upphaflega takmark með út- gerð varðskipanna, skoðast í ljósi þess árangurs, sem náðst hefur. Varðskipin hafa frá upphafi gætt landhelginnar. Landhelgin er ein helzta staðreyndin fyrir sjálf- stæðu Islandi, og í tíð varðskip- anna hefur landhelgin oft verið færð út, til að tryggja framtíðar- afkomu verðandi kynslóða. 1 dag, eftir 40 ára starfsemi, er okkur Ijóst, að varðskipin munu verða einn af hyrningarsteinum íslenzks þjóðlífs meðan siglingar eru stundaðar og fiskur á land dreg- inn. f ljósi þessara staðreynda vei ð- ur 40 ára starf varðskipanna að teljast gott. í störfum og starf- semi varðskipanna hafa skipzt á skin og skúrir, og hefur þar oft speglast ríkjandi viðhorf og á- stand í útgerð og mannahaldi varðskipanna, sem rekja má tii margra merkra þátta þjóðlífsins 150 og afstöðu Islands til umheimsins á undanförnum árum. Breyting- ar á fiskveiðiháttum við strendur landsins hafa einnig mjög sett svip sinn á starfsemi varðskip- anna undanfarin 40 ár. Á fyrstu árum varðskipanna er landhelgin var 3 sjómílur, sóttu jafnt innlendir sem erlendir tog- arar mjög fast í landhelgina, og þeir skipherrar sem árvakastir voru, gátu stundum handsamað marga togara í einu að ólöglegum veiðum. Orsakaði þetta meðal annars að merkasti skipherra, sem á varðskipi hefur verið, var af ráðherra settur frá starfi. Skipherrann gat ekki samræmt skyldurækni sína og útskýringar ráðamanna á stjórnmálaafstöðu fslands til annarra landa. Skip- herrann stóð því og féll með starfsheiðri sínum. Hann sýndi mannkosti, sem alltaf og ætíð munu verða óumdeilanlegir og ungum sjómönnum til fyrirmynd- ar, sem þeir aftur á móti sækja ekki í duttlunga stjórnmála líð- andi stundar. í síðari heimsstyrjöldinni varð mikil fækkun erlendra togara við strendur landsins, og voru varð- skipin þá að miklu leyti sett til annarra starfa, til að létta störf- in í þjóðlífi styrjaldarástands. Fljótlega eftir styrjöldina Pétur Sigurðsson, núverandi yfirniaður gœzlunnar. fjölgaði togurunum við fsland og varðskipin tóku upp sín eðlilegu gæzlustörf. Þegar landhelgin var stækkuð í 4 sjómílur hófst bar- átta íslands fyrir alvöru til að berjast fyrir vísindalegri vernd- un fiskimiðanna. Andstaðan var sterk, en varðskipin framfylgdu 4 mílunum með valdi og sýndu umheiminum að þær væru stað- reynd. Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna kynntu talsmenn fslands umheiminum vilja fslendinga til útfærzlu landhelginnar í 12 sjó- mílur. Hálfur heimurinn reis upp tii andstöðu, og deilt var um 12 mílurnar á sérstökum alþjóðleg- um ráðstefnum án samkomulags. En íslendingar færðu út í 12 míl- ur og varðskipin lentu í þorska- stríðinu. Gegn vígreifum bryn- drekum tóku varðskipin ólöglega togara og sýndu í verki, að vilji íslendinga var óbifanlegur. Vilja- festa fslendinga leiddi að lokum til viðurkenningar á 12 mílunum og friðar á hafinu. Þjóðstefna fslands í landhelgis- málunum er að friða og hagnýta allt landgrunnið, til að tryggja framtíð þjóðarinnar í landinu. /. júli 1926 - I. júlí 1966 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.