Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Síða 10
enn að skipið sé stíft. Það reynir miklu minna á skipsskrokkinn. í tankskipum og bulkskipum er metacenterhæðin meira eða minna föst stærð, hvort heldur skipið er lestað eða létt. GM er alltaf stórt í þessum skipum. Séu hliðartankar uppi undir þilfari í bulkskipi, ætti fremur að hafa sjó í þeim en botntönkum, af því þeir liggja ofar í skipinu. Breytileiki, djúpristu og stafnhalla. Þess verður vel að gæta, einlc- um þegar skip siglir með kjöl- festu, að djúprista og stafnhalli sé þannig að það liggi vel á sj ón- um. Breyting á stafnhalla getur haft mikil áhrif til að varna því, að skipið höggvi mikið og að skrúfan rási. Hér getur skip- stjórinn ráðið miklu um. Bezt hlýtur að vera, að djúpristan að aftan sé rétt næg til að skrúfan sé í kafi, og að djúpristan að framan sé næg til að varna því, að skipið höggvi og skelli hart með framendann í mótvindi. Það er þó auðsætt, að þetta er ekki alltaf hægt að gera í vöruflutn- ingaskipum, en í taknskipum og bulkskipum er engin afsökun til fyrir því að láta skipið ekki liggja rétt. Þegar taknskip kemur til lest- unarhafnar, verður það að hafa eins litla kjölfestu og hægt er, til að flýta fyrir afgreiðslu, en auð- velt er að breyta djúpristu og stafnhalla eftir vild, og ekkert má láta ógert til að hafa skipið í sem beztu ásigkomulagi er veðurlag breytist. Það er að sjálfsögðu ástæðulaust að sigla með mikið af sjó í skipinu um öll heimsins höf, en skipið má ekki verða fyrir tjóni vegna þess að of lítil kjöl- festa er í því, eða henni ekki kom- ið fyrir á réttan hátt. 1 góðviðrum, sem oft geta stað- ið um lengri tíma, má oft minnka kjölfestu verulega, og auka með því hraða skipsins að miklum mun. Það margborgar sig fyrir skipstjórann, að setja sig vel inn í allt er við kemur kjölfestu. — Mörg minni skip hafa aðeins 156 botntanka, sem nægir þeim alveg, en stærri skipum verður að hag- ræða kjölfestu í tönkum á þann veg, sem bezt henta hverju sinni. Skip með stjórnpallinn afturá. Með tilkomu skipa með stjórn- pallinn afturá, hefur skapast nýtt vandamál fyrir skipstjórann. — Stjórnpallur og kortaklefi voru ávallt miðskipa eða því sem næst, en það er rólegasti staður á skip- inu. Þar sem stjórnpallur er afturá, valda hristingur og titr- ingur mörgum skemmdum. Höf- uðástæða titrings er ekki vont veður, en hann verður auðvitað meiri, þegar skip erfiða í sjó- gangi. í skipum með stjórnpall afturá er öllum siglingatækj um og áhöldum mjög hætt við skemmdum. Það er ekki hægt að hugsa sér óheppilegri stað fyrir þessi viðkvæmu tæki, en efst uppi í húsi aftast á skipinu. Af þess- um sökum verður að eftirlíta, rétta og gera við tækin oftar en ella. En á stjórnpalli verða þau að vera, og þar sem hann er aft■■ urá er ekkert hægt við því að gera. (stjórnpallurinn á alltaf að vera miðskipa! J.E.)'. Beinlínis vegna þessa hafa skipasmiðir gert nákvæmar rann- sóknir á titringi skipa, en þar eð árangurs er ekki að vænta fyrst um sinn, væri gott, ef hægt væri, að gera aðrar ráðstafanir sem dygðu. Ef til vill mætti setja ein- hvern f jaðra-útbúnað eða gúmmí- millilegg hér og hvar til úrbóta. Skipstjórinn getur vart gert mikið í þessu efni, nema að láta vélina ekki ganga með þeim snún- ingshraða, sem framkallar mest- an hristing, og forðast að láta vélina rása. Minni háttar breyt- ingar á stafnhalla og djúpristu geta oft verið til bóta. Titringur- inn er verstur, þegar skrúfan vinnur með loftbólumyndun (ka- vitation). Meiri djúprista aftan bætir úr þessu. Þegar hinir tæknifróðu menn hafa fengið betri skilning á þessu vandamáli, mun staðsetning hjálparvéla og pípuleiðslu, ásamt breyttum aðferðum á fastsetn- ingu aðal- og hjálparvéla, þrýsti- lega o.s.frv. efalaust minnka titr- ingsvandamálið. Stýrisútbúnaður. Til að forðast óþarflega mikla áreynslu og slit á stýri, stýris- lykkjum, stýrisvél og öðrum stýrisútbúnaði í miklum sjógangi, verður að varast að vera stöðugt með stýrið frá borði til borðs í vonlausri tilraun við að halda skipinu á réttri stefnu. Það á að leitast við að finna hve lítið þarf að hreyfa stýrið til að halda skip- inu nokkurnveginn á stefnunni. Með því eru helst líkur til að stýrisbúnaðurinn verði ekki fyrir skemmdum. Sjálfstýring með stillir, sem ákveður hve snögglega og hve gróft sj álfstýringin grípur inn í breytta stefnu, er svo að segja í öllum skipum. Stillihnappana er hægt að stilla eftir því sem með þarf. Rétta stillingu mun bezt að finna með því að fylgjast með stýrisvísirnum. f auglýsingum fyrir sjálfstýringu er oft sagt, að þær séu „brain units,“ sem geri allt sjálfkrafa og hjálparlaust, en það mun vera full mikið sagt. Sjálfstýring er ágætt tæki, en í miklum sjógangi má ekki treysta henni. Þá er betra að hafa vanan mann við stýrið. Það skal þó við- urkennt, að nú á dögum er ekki um marga menn að velja á skip- unum, sem eru vanir að stýra, en reyna mætti að æfa nokkra menn í því. Það verður einnig að hafa í huga, að það er hin mesta óhæfa að leggja stýrið hart í borð, þeg- ar skipið er á fullri ferð, nema það sé nauðsynlegt til að forða árekstri og slysi. Þetta er vana- lega hreinn óþarfi, og af því leið- ir mikla áreynslu á stýri og stýr- isútbúnað, og getur haft hinar al- varlegustu afleiðingar. Þilfarið. Fríborð skipsins hefur bein á- hrif á það, hvort tjón verður í vondum veðrum á þilfarshúsum og öðru því, sem á þilfarinu er. Fullhlöðnum bulkskipum og tank- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.