Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Page 11
skipum er mest hætta búin. Þessi skip hafa vanalega mj ög lítið frí- borð, og sjórinn gengur yfir þil- farið á þeim jafnvel í góðu veðri, en hann rennur fljótt út aftur, einkum þar sem er opið handrið, en ekki heill öldustokkur. Það flýtir fyrir sjónum að renna út, að þessi skip hafa stuttan veltu- tíma — sem næst 12 sek. 1 vond- um veðrum verður að gæta þess vel á þessum skipum, sem hafa stóran og næstum óvarinn þilfarsflöt, að láta ekki brotsjóa skella yfir þilfarið. Slíkir brot- sjóar geta valdið miklum skaða. Þilfarshúsin, hlífðarplötur yfir spilum og allt sem á þilfarinu er, er í hættu á þessari gerð skipa. Skipstjórar á skipum með verð- mætan þilfarsfarm munu fljótt læra, að þeir verða að forðast að láta sjó brjóta yfir þilfarið, og mega ekki hika við að leggja skipinu til strax og þess gerist þörf. Farmeigandinn væntir þess að farminum sé skilað óskemmd- um. Þessi skip eru vanalega af hlífðarþilfarsgerð og hafa stórt fríborð. Sé viðhöfð nægileg að- gæzla, ætti að vera hægt að halda þilfarinu nokkurnveginn þurru. Þar sem útgerðarfélög hafa margar mismunandi gerðir skipa, verða skipstjórarnir að gera sér far um að kynnast hinum breyttu aðstæðum, þegar þeir skipta um skip. Akkeri og þeim tilheyrandi. Allir reyndir sjómenn vita hve mikils virði það er, að akkeri séu hífð vel upp og sett vel föst, þeg- ar lagt er af stað í ferð. Laust akkeri getur valdið miklu tjóni á bógnum, klussi og bakka, þegar skipið fer að erfiða í sjónum. í vondum veðrum verður að hafa gott eftirlit með akkerunum og öllu sem þeim tilheyrir. Sjór má ekki komast niður í bakkann, því þá getur það sem þar er geymt orðið fyrir skemmdum og eyði- lagst. Hlífðarhlera verður að setja fyrir í tíma. „Tonnagel.úg- an“ þarf einnig gott eftírlit. henni er alltaf hætta búin, þegar sjór gengur yfir þilfarið. VÍKINGUR Hitt og þetta. Það ætti að vera óþarfi að taka fram, að stöðugt þarf að athuga allar hurðir og lúgur á skipshb'ð- inni fyrir neðan efsta þilfar, endurnýja pakkningar og halda öllum lokunarútbúnaði vel smurð- um. Þegar stefnu er breytt í vondu veðri svo að sjórinn verði fyrir aftan þvert eða á eftir, og af því hlýzt meiri veltingur, þá ætti allt- af að láta vélamenn vita um það fyrirfram og einnig það fólk, sem fæst við matreiðslu- og fram- reiðslustörf. Með því væri hægt að koma í veg fyrir slys og þann kostnað, sem af því leiðir, svo sem sjúkralaun og skaðabóta- kröfur. Þetta er ekki annað en einn þáttur af góðri sjómennsku, sem því miður allt of oft gleymist. Hið ábyrgðarmikla starf skipstjórans. Hér að framan er getið nokk- urra atvika og vandamála, sem koma fyrir í starfi skipstjóra. Þetta er þó ekki nema ein hlið af margþættu starfi hans. Það er mjög erfitt að gera grein fyrir og skýra allar skyldur, sem á skipstjórnarmönnunum hvíla, og sérstaklega skyldur skipstjórans, ef það á að gerast á þann hátt, að aðrir en sjómenn geti skilið það. Farnar eru að heyrast raddir um það, að innan tíðar verði ekki lengur þörf fyrir skipstjórnar- menn. Fátt er meiri fjarstæða. Einnig heyrist talað um, að í stað skipstjórnarmanna, þar með tald- ir skipstjórar, komi menn með allt aðra menntun. Þeir sem svona tala, vita blátt áfram ekki hvað þeir eru að tala um. Ennfremur er talað um, að mannlaus skip, stjórnað með elektroniskri fjar- stýringu, sigli brátt um öll heims- ins höf. Við sjáum nú hvað setur með það. Hugsum til þeirra fjöl- mörgu fínu og ágætu raftækja (elektroniske konstuktioner), sem til eru og ætluð skipum, en hafa þó enn ekki verið sett í skip, hvorki farþega- né verzlunarskip, af því þessi nýtízku áhöld eru alltof dýr og krefjast stöðugrar gæzlu sérfræðinga. Skipstjórinn er ennþá nauð- synlegasti maðurinn á skipinu. Enginn rafheili eða tæknifræð- ingur getur komið í hans stað. Menntun skipstjórans kemur til að fylgja þróuninni og verður meira og meira tæknileg. Mennt- un hans getur aldrei orðið of mik- il, og hann heldur áfram að læra allt sitt líf. Reyndur og duglegur skipstj óri er gulls ígildi fyrir útgerðar- manninn. Það er skipstj órinn, sem hefur ábyrgð á öllu á skip- inu, og það er hann sem sker endanlega úr um hvað gera skal, og hefur ánægjuna, þegar allt gengur vel. Ekkert gleður skip- stjórann meira, en þegar hann, eftir langa og erfiða ferð, skilar skipi og farmi heilu í höfn. Hann telur það sína helgustu skyldu, að leiða skip og skipshöfn á réttan hátt gegnum alla erfiðleika. i«HKH><HKH>íHKHKH3 100.000 tonna skip, sem á að geta sigltmeð 16.5 mílna hraða, verður að hafa stóra skrúfu, eins og t.d. þessa sem vegur 34 tonn. 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.