Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1966, Page 28
Ilér stunda menn veifíi rétt viS Nýfundnalandsströndina með hringnót.
við þessar framkvæmdir verður
nálægt 3.5 millj. dollarar.
„Hinir þrír 89 feta dragnóta-
bátar, byggðir 1965 og hinir 9,
sem fullbúnir verða í árslok 1968,
ásamt hinum litlu „Myre-gerðar“
skutbáta, bætast við hina 12, 82
feta togara, sem nú eru gerðir út
frá Quebec.
Til veiða á miðum utan St.
Lawrence-flóans, mun bygging
hinna fimm 155 feta skuttogara
gera Quebec fært að sameinast
hinum alþjóðlega veiðiflota á mið-
unum við Labrador, Nýfundna-
land og á bönkunum við Nova
Scotia. — Úthafsveiðarnar verða
stundaðar af togurum, sem bætast
munu Quebee-flotanum í árslok
1968.“ Hvað munu þessar aukn-
ingar á skipaflotanum gefa í
afla? Og Lessard lítur fram í
tímann til ársins 1975. Hann seg-
ir: „Á árinu 1965 var heildarafli
Quebec ca. 140 millj. lbs., allar
tegundir og að löndunarverð-
mæti (?.e. upp úr skipi) 6 millj.
$. Árið 1975 ætti aflamagnið að
vera orðið 317 millj. lbs. að verð-
mæti ca. 11 millj. $, þessi áætlun
byggist á 5% aflaaukningu án
verðhækkana.
Aðal aukningin verður á síldar-
aflanum, eða aukning frá 40
millj. lbs. árið 1965 í 150 millj.
lbs. árið 1975. Þorskaflinn. sem
var um 55 millj. lbs. 1965 ætti að
aukast í 78 millj. lbs. árið 1975.
Heildartala fiskimanna í Que-
bec, mun sennilega lækka næsta
áratug, úr 3.000 1965 í 2.000
1975, sérstaklega vegna fækkun-
ar á smærri skipum. Þá mun tala
fiskimanna á stærri skipum
sennilega hækka úr 550 árið 1965
upp í 1.000 árið 1975.
★
Vélskólinn lýkur 51. starfsári
Kæða Gunnars Bjamasonar, skóla-
stjóra Vélskólans við skólaslit 7.
1966.
Vélskólinn í Reykjavík hefur lok-
ur lokið 51. starfsári sínu. Þessi
skólaslit marka tímamót í sögu
skólans að því leyti að nú verður
breytt um nafn hans, en það verður:
Vélskóli íslands. Gerðar verða all-
miklar breytingar á allri tilhögun í
samræmi við ný samþykkt lög um
vélstjóranám.
Helztu breytingarnar eru þær, að
fjögurra ára iðnnáms verður ekki
lengur krafizt fyrir vélstjóranám og
hverjum námsvetri lýkur með prófi
er veitir ákveðin réttindi. Stig vél-
stjóramenntunar verða fjögur: 1.
stig að loknu 5 mánaða vélstjóra-
námskeiði, 2. stig eftir 8% mánaðar
Gunnar Bjarnason, skólastjóri.
veru í 1. bekk Vélskólans o.s.frv. Þá
verður tekin upp smíðakennsla við
skólann og nemendum kennt það,
sem álitið er að vélstjórum sé nauð-
synlegt á því sviði.
Með þessari breytingu má búast
við að aðsókn að skólanum aukist
og sérstaklega að hún verði árviss-
ari en verið hefur. Er þá viðbúið að
þröngt verði í skólahúsinu. Vélskól-
inn hefur til umráða 9 kennslustof-
ur í þessu húsi, notaði í vetur sjálf-
ur 5, Loftskeytaskólinn hafði 2 og
Tækniskólinn 2. Næsta vetur er við-
búið að við þurfum a.m.k. 7 stofur.
Hvernig það verður leyst er ekki
hægt að sjá fyrir núna. Þó er aðal-
vandinn að koma fyrir smíðakennsl-
unni. Fyrir hana vantar alveg hús-
rými. Framtíðarlausn þessa vanda
getur ekki orðið önnur en ný bygg-
ing, sennilega viðbótarbygging við
vélasalinn.
Nýju lögin ganga í gildi 1. júlí
næstkomandi og mun skólinn starfa
skv. þeim frá næsta hausti, þó þann-
VÍKINGUR
174