Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Qupperneq 4
ÞórSur Jónsson, Látrum: KYNNI MÍN AF ÞORSKINUM OG LIFNAÐARHÁTTUM HANS Ég man eftir þorskinum jafn langt aftur í tímann og ég man eftir mér. Fyrstu kynni mín af þorskinum voru af „varaseiðun- um,“ sem fullorðna fólkið kallaði svo það ungviði, sem kom upp að fjörusteinunum á hverju vori, og barst þar með aðfalli og útfalli, eftir því sem á stóð, en var þó alltaf í svipaðri fjarlægð frá fjöruborðinu ef brimlaust var, en ef brimaði, héldu þau sig í hæfi- legri fjarlægð, svo brim grandaði þeim mjög sjaldan. Þau hlutu að hafa eitthvað vit, eða sterka eðlis- hvöt, eitthvað var það sem forð- aði þeim frá þessari geigvænlegu hættu — briminu. Það mátti með sanni segja, að þessir smáfiskar væru mjögeftir- sótt leikföng okkar strákanna, rassskelling við og við, fyrir blaut föt og svaðilfarir í fjörunni, hafði lítið að'segja nema þann daginn. Við strákarnir stóðum úti í sjónum og veiddum þessi smá- seiði, á smá færi með títuprjón haglega beygðan að öngli, og við veiddum þau þá upp í smábáta, sem við höfðumgertsjálfir,flestir eintrjáningar um hálft til eitt fet að lengd, og við höguðum okkur við veiðarnar sem næst því, sem við heyrðum og sáum að þeir full- orðnu gerðu. Enn vorum við minni en svo, að hægt væri að taka okkur með í alvöru-róður, eins og við köll- uðum það. En við gerðum margar og margvíslegar tilraunir með þessi seiði, sem ætluðu að- vaxa upp og verða alvöru-þorskar, eins og við ætluðum að vaxa upp og verða alvöru-menn, sem veiddu svo þessa þorska. l’eir smitfuðu bála og veiddu seiSi. Við hugsuðum ekki útí það þá, að þessar örsmáu lífverur, sem við lékum okkur með, var sá höfuðstóll, sem átti að vaxa með okkur, og gefa okkur fæði, klæði og húsaskjól, eða raunar var und- irstaðan að því, að við gætum vaxið upp, á eðlilegan hátt, and- lega og likamlega. Við komumst að mörgu ein- kennilegu, að okkur fannst, í fari þessara ungþroska, eins og því, að þeir heyrðu mjög illa eða ekki, sáu sæmilega, en voru mjög næm- ir fyrir allri hreyfingu sjávar, eða þrýstingi, og þefskynjun virt- ust þeir hafa í lagi. Mjög var áberandi hvað þessum örsmáu líf- verum leið vel, þegar þær bárust með sjónum uppyfir volganfjöru- sandinn, sem sólin hafði hitað. Hæfilegur sjávarhiti er vafalaust mikilvægt atriði á fyrstu mánuð- um seiðanna. Eftir því sem þetta ungviði stækkaði, þurfti það önnur lífs- skilyrði, fjarlægðist fjöruborðið, og fór útí þaragrunninn, og hélt þar til við ákjósanleg lífsskilyrði fram á haust, en þá yfirgáfu þessir smáþorskar æskustöðvarn- ar og voru þá orðnir 12-15 sm. á lengd. Það kom fyrir, ef gekk hastar- lega í ofsalegt brim, til dæmis í október, að þá skolaði nokkru af þessum ungþorski á land, „brim- rotaðist," eins og við strákarnir kölluðum það, en það var afar sjaldan. En kom svo þessi sami ung- þorskur aftur á þessar, slóðir? Því slógum við strákarnir alveg föstu og merktum suma þeirra uppá það, án þess þó að við viss- um nokkuð um það. Nú efast ég ekki um að svo hafi verið, og enginn sérfræðing- ur gæti fengið mig ofan af því, nema með áþreifanlegum rökum, eins og með Tómas forðum. Þegar við þessir strákar, sem alist höfðum upp með fjöruseið- unum, og gj örþekktum allt hátta- lag þeirra, fórum svo að veiða fisk sem fullorðnir menn, og fengumst við það í áratugi, þá var svo margt, sem kom kunnug- lega fyrir í háttum fullorðna fisksins, og minnti á háttu seið- anna í fjöruborðinu. Þegar við fórum að fiska sjálf- ir sem fullorðnir menn, varmargt sem þurfti að læra, er árangur átti að nást af veiðunum. Það fyrsta var að kynnast sem bezt lifnaðarháttum fiskanna, hvaða VÍKINGUR 46

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.