Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Side 9
úthaldsdag togaranna árið 1965
frá árinu áður úr 6.88 tonnum í
8,5 tonn. Færri togarar voru á
veiðum 1965 en 1964. Verð á er-
lendum mörkuðum var ekki lak-
ara en árið áður. Þrátt fyrir
þetta fór afkoma togaranna hríð-
versnandi árið 1965. Ekki var þá
minnkandi afla um að kenna.
Því er ekki hægt að neita að
gömlu togararnir eru orðnir ó-
hagkvæmir í rekstri, en það eru
ekki einu atvinnutækin hér á landi,
sem eru það. Er ekki landbúnað-
urinn í þrengingum, svo og iðn-
fyrirtækin? Frystihúsin stöðvast
hvert af öðru, jafnt þau sem hafa
nægt hráefni og hin. Ástæðurnar
fyrir þessu eru rekstursfjárskort-
ur, sívaxandi tilkostnaður ogdýr-
tíð.
Hið eina, sem okkur íslend-
ingum er sæmandi og hið eina
sem væri í samræmi við hags-
muni landsmanna allra, er að
vinna að frekari útfærslu land-
helginnar, svo sem að var stefnt
með lögum frá 1948 um vísinda-
lega verndun landgrunnsins. Það
er hart til þess að hugsa, að í
stað þess að vinna að fi’ekari
stækkun, þá á að fara að feta sig
til baka inn á þau svæði, sem
áralanga baráttu þurfti til að fá
friðlýst. 1 sambandi við endur-
nýjun togaraflotans dettur mér í
hug grein sem ég las í sjómanna-
blaðinu „Víkingi," þar sem rætt
er við einn okkar kunnasta tog-
araskipstjóra, Auðunn Auðuns-
son, en hann slær mörgum at-
hyglisverðum breytingum og nýj-
ungum fram. Hann bendir á, að
til að bæta úr atvinnumálum
norðurlands myndu 10 skuttogar-
ar, sem dreift yrði á stærstu ver-
stöðvarnar, bæta mikið úr. Hann
segir ennfremur, að fyrir norður-
landi sé sæmilegur afli frá því í
marz og fram í ágúst-september,
fiska Englendingar á þessum
slóðum með góðum árangri, enda
séu þeir svo að segja einir um
hituna. Hvar eru þá okkar togar-
ar? Við ættum að geta veitt þarna
sæmilega eins og hinir erlendu
togarar. Ég minnist þess enn-
fremur, er ég heyrði um daginn,
VfKINGUR
að einn af okkar nýjustu togur-
um hefði verið aflahæsta fiski-
skip í Norðurhöfum, en samt ver-
ið rekinn með tapi. Hvað veldur
þessu? Mér er spurn, hvernig
hægt er að láta gamla enska tog-
ara bera sig, jafnvel þótt færri
roenn séu á þeim. Varla getur
það munað hundruðum þúsunda
eða jafnvel milljónum.
Það er alltaf verið að minnast
á vökulögin. Ef þau skipta svona
miklu máli, þá ætti að vera auð-
velt að breyta þeim með sam-
þykki sjómanna sjálfra, ef greitt
væri gott kaup í samræmi við
vinnutímann. Ég tel, að það sé
ekki svo fráleitt að láta fara
fram athugun á þessu meðal sjó-
manna, en ekki fyrir milligöngu
sjómannafélaganna, sem manni
virðast oft fara eftir öðrum ósk-
um en sjómannanna sjálfra, og
er slæmt til þess að hugsa.
En svo ég snúi nú að fiskveið-
unum aftur, þá er flestum ljóst,
sem kunnugir eru fiskveiðum
okkar, hve mikil áherzla hefur
verið lögð á aflamagn, en lítil á
úrvinnslu hráefnis. 1 rauninni
höfum við eingöngu lagt stund á
það fram á þennan dag að fram-
leiða hráefni, en erum ekki komn-
ir á það stig að leggja áherzlu á
framleiðslu fullkominnar vöru. Á
þessu sviði blasa við ótal mögu-
leikar, sem hingað til hafa verið
lítið eða ekki nýttir. Framtíð fisk-
veiða okkar og fiskiðnaðar hlýt-
ur í vaxandi mæli að beinast að
eflingu þeirra inn á við í stað ein-
hliða áherzlu á aflamagn.
Nauðsynlegt væri að koma á
fót stofnun, sem hefði það verk-
efni að kanna nýjar vinnsluað-
ferðir og starfaði að markaðsöfl-
un. Vandalaust ætti að vera að
finna afurðunum markað, slíkt
sem hungrið er í heiminum. —
Leggja verður áherzlu á að meira
verði gert að rannsóknum á fisk-
veiðum, fleiri fiskifræðingar
fengnir svo og fullkomin rann-
sóknarskip.
Stefnt verði að fullum krafti
að því að endurnýja togaraflota
okkar í samræmi við það, er bezt
gerist, svo að hann geti stundað
veiðar á fjarlægum miðum.
/ flestum veðrum atliafna togararnir sig við veiðarnar. Getur fyá á stundum vcrið nokkuð
kaldranasamt að fást við trollið.
51