Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1967, Blaðsíða 25
GuSlaugur Þráinssort, form. starfsmannafélags HafnarfjarSar afhenti formanni B.S.R.B.
gjöf allra starfsmannafélaga utan Reykjavíkur. Gjöfin var fundarbjalla.
undir orlofsheimili við Hvalf jarð-
arströnd, og Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri afhenti bréf upp á
velyrði fyrir lóð handa félags-
heimili fyrir BSRB í hinum nýja
miðbæ í Kringlumýrarhverfi. Síð-
an tók til máls Skúli Þorsteinsson,
formaður stéttasambands barna-
kennara, en hann afhenti banda-
laginu að gjöf málverk af fyrsta
formanni BSRB, Sigurði Thorla-
cíus, skólastjóra, en hann er sá
eini af þeim mönnum er verið
hafa formenn bandalagsins, sem
látinn er. Síðan kom hver ræðan
af annarri, og hver gj öfin af ann-
ari, og yrði of langt að telja það
allt upp hér, en þessar gjafir,
sem ekki hafa verið nefndar hér,
voru allar frá aðildarfélögum
bandalagsins, og bar þess ljósan
vott um þann hlýhug, sem hinn
einstöku aðilar innar BSRB bera
til heildarsamtaka sinna, og þær
þakkir, sem þau vilja sýna for-
ustu sinni á merkum tímamótum,
og mætti það verða öðrum félög-
um hvatning gagnvart sinni
heildarforustu.
Um BSRB var mikið ritað á
afmæli þess, og það að verðleik-
um, þessi samtök hafa frá upp-
hafi til þessa dags haft að höfuð-
viðfangsefni launa- og kjaramál
opinberra starfsmanna, og hafa
stjórnvöld frá upphafi viður-
kenntBSRB sem viðræðuaðila um
Kristján Thorlacíus,
form. B. S. R. B.
VlKINGUR
kjaramál starfsmanna ríkis og
bæja.
Um hin ýmsu baráttumál, og
ýmsa þá árangra er náðst hafa,
og þau mál, sem enn eru óleyst,
er of langt mál til að hægt sé að
ræða það hér, þó þess væri að
mörgu leyti æskilegt að hægt
væri.
Farmanna- og fiskimannasam-
band Islands dáist af þeim ein-
hug og samstarfsvilja er ríkt
hefur innan Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja í aldarfjórð-
ung, og einkennt hefur störf þess
öll, og svo er árangurinn að sjálf-
sögðu eftir því. FFSI þakkar
störf BSRB á 25 árum, og árnar
þeim allra heilla í framtíðinni, og
milli okkar og þeirra þarf að
skapast skilningur og vinátta,
sem að vísu hefur verið til stað-
ar, en þarf að eflast, báðum til
trausts og halds.
I tilefni af þessu afmæli var
gefið út sérstök afmælisútgáfa af
Ásgarði, tímariti bandalagsins.
Rit þetta er hið fróðlegasta í alla
staði, það hefst á ávarpsorðum
formanns, Kristjáns Thorlacíus,
síðan ritar þar greinar fjármála-
ráðherra, Magnús Jónsson, for-
menn stjórnmálaflokkanna, þeir
Hannibal Valdimarsson,Eysteinn
Jónsson, Emil Jónsson og Bjarni
Benediktsson.
Einnig eiga þar greinar allir
fyrrv. formenn BSRB, sem á lífi
eru: Lárus Sigurbj örnsson, Guð-
jón B. Baldvinsson, Ólafur
Björnsson, alþm., Sigurður Ingi-
mundarson, alþm., auk núverandi
formanns, Kristjáns Thorlacíus.
Þar er viðtal við Harald Stein-
þórsson, framkvæmdastj. BSRB
o.fl., m.a. greinar um hin ýmsu
félög innar BSRB. Ábyrgðarmað-
ur Ásgarðs er Haraldur Stein-
þórsson, kennari. Rit þetta er hið
læsilegasta í alla staði og fróð-
legt um starfsemi þessara sam-
taka.
Að endingu endurtökum við
okkar beztu árnaðaróskir til
BSRB á merkum tímamótum
þess.
Böðvar' Steinþórsson.
67