Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 12
víðáttu skuli miðað, enda þótt eng- in slík rannsókn hafi enn farið fram. Um afmörkun landgrunns- ins segir svo á bls. 105 í doktors- ritgerð minni: 1 þvl sambandi er rétt að vekja athygli á því, að íslenzkir og danskir vísindamenn á sviði haf- og fiskirannsókna, sem standa að verkinu „Zoology of Iceland“, miða takmörk rannsókna sinna á dýra- lífi (fauna) landgrunnsins við 400 inetra dýpi, sem eru rúmir 200 faðmar. Eins má telja víst, að ís- lenzkir sjómenn álíti, að takmörk landgrunnsins séu þar, sem dýpi sjávarins eykst mjög ört og sjáv- arbotninn hallast mjög mikið (þéttar dýptarlínur), en undan ströndum Islands virðast þau tak- mörk víða vera á 200 faðma dýpi.. Ljóst er, að takmörk landgrunns- ins eru mjög umdeilanlegt atriði, sem þarf rannsóknar við og því vafasamt að fullyrða neitt. Ennfremur segir svo á bls 119: Um landgrunnið við ísland hef- ur aðallega komið til tals að miða við ákveðið dýpi, 200 eða 400 metra. Höfundur telur eðlilegast, að miðað verði við hvort tveggja í senn, fjarlægð undan iandi og jafnframt tekið tillit til siávar- dýpis. Þegar þessi orð voru riuð, var yfirleitt ekki togað á meira dýpi en 230 föðmum, en nú er öldin önn- ur, því að öflugustu togarar geta togað allt niður á 40C—500 faðma dýpi (eða allt að 1000 m.) Að vísu eigum við enga slíka togara, því að við höfum dregizt skammarlega aftur úr á sviði togaraútgerðar. Með tilliti til þessa er fyrrgreind skilgreining á afmörkun land- grunnsins í athugasemdum fyrir frumvarpinu, miðað við 200 metra dýptarlínu, löngu orðin úrelt. í dag er miklu eðlilegra að miða mörk landgrunnsins við 500 metra dýpt- arlínuna, en á þeim slóðum af- markast landgrunn íslands hvað skýrast, nema að því leyti sem landgrunn íslands og Færeyja renna saman á því dýpi á litlum kafla suðaustur af landinu, en þar yrði miðlína þess landgrunnssvæð- is að skera úr, og yrði þá afmörk- unin miðuð við miðja vegalengdina á milli landanna. Samkvæmt framansögðu gæti ein- faldasta og eðlilegasta lausnin á afmörkun fiskveiðalandhelgi ís- lands verið að miða við 50 sjómílna víðáttu og 500 metra dýptarlínu, þar sem hún fer utar. Það er þó sérstaklega athyglisvert við 50 sjó- mílna landhelgina, að hún er jafn- ari víðátta og að 500 metra dýpt- arlínan er meira innan hennar en utan, eða með öðrum orðum er 50 sjómílna landhelgin stærri að flat- armáli. Nýir gruiiiiliiiiii>uiikl nr. Surísey og Edeyjarboði. Surtsey skaut upp kollinum, eftir að grunnlínan var afmörkuð og leiðrétt í sambandi við 12 sjó- mílna fiskveiðilandhelgina. Pró- fessorarnir dr. Sigurður Þórarins- son og dr. Trausti Einarsson telja öruggt, að hún muni að einhverju leyti standast ásókn hafsins næstu ára þúsund og lítið minnka næstu aldir. Því er kominn tími til að hún leysi Geirfuglasker af hólmi við Vestmannaeyjar og er raunar óskiljanlegt að ekki skuli vera búið að gera hana að grunnlínupunkti nú þegar. í fyrri skrifum mínum hef ég oft bent á nauðsyn þess að leiðrétta grunnlínuna fyrir sunnan land, með því að draga beina línu frá Stokks- nesi í Ingólfshöfða, þaðan í Kötlu- tanga, þaðan í Surtsey og loks beint í Geirfugladrang við Reykja- nes. Með því móti myndi 12 sjó- mílna landhelgin stækka um nærri 300 fersjómílur og munar um minna og það á einhverjum mikilvægustu fiskistöðvum okkar. Raunar er hugsanlegt að fá nýj- an grunnlínupunkt utar en Geir- fugladrang, en það væri með því að byggja upp gamla gíginn frá 1783, þar sem Eldeyjarboði er nú, nærri 17 sjómílum til suðvesturs utan núverandi grunnlínu punkts. Fyrir nærri 20 árum ræddi ég við Benedikt heitinn Jónasson yfir- verkstjóra hjá Vitamálastjórn um möguleika á því að byggja vita á Eldeyjarboða. Taldi hann það mögulegt með því t. d. að flytja 15—20 steinker á staðinn og sökkva þeim þar. Taldi hann þá að slíkt mannvirki gæti orðið mjög dýrt. Aðalsteinn Júlíusson vita- málastjóri telur þetta vera hugs- anlegt og að þetta hafi borið á góma, en ekki verið rannsakað. Eftir áeggjan minni flutti Jón Skaftason alþm. tillögu til þings- ályktunar á Alþingi 1961 um at- hugun á möguleika til vitagerðar á Eldeyjarboða. Var tillagan svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fram fara ýtar- lega rannsókn á því hvort unnt sé að koma upp vitabyggingu á Eld- eyjarboða. Skal rannsókn þessi einnig taka til þess að fá upplýsing- ar um, úr hvaða bergtegundum Eldeyjarboði sé og styrkleika hugs- anlegrar undirstöðu“. í greinargerð var bent á að slík vitagerð gæti bæði verið mikils- verð öryggisráðstöfun og einnig hitt að þarna fengizt nýr mikil- vægur grunnlínupunktur, sem myndi stækka landhelgina veru- lega. Tillögunni var vísað til nefndar, sem ekki skilaði áliti. Dr. Sigurður Þórarinsson segir, að hugsanlegt sé að nú sé kjarninn einn eftir og gæti verið góð undir- staða. Á þessum slóðum er nú um 3 metra dýpi og gæti verið mikil- vægt að þessu máli væri sinnt, því að þarna eru mikilvæg mið. Gígurinn var hluti af landinu og ætti því að geta verið eðlilegur grunnlínupunktur og sjálfsagt að kosta nokkru til a. m. k. í rann- sóknarskyni. Verði landhelgin hins vegar færð út í 50 sjómílur og að 500 metra dýptarlínu mun Eldeyj- arboði skipta minna máli en ella sem grunnlínupunktur, en eins og er, væri þetta einn mikilvægasti grunnlínupunkturinn við ísland. Kolbeinsey í Inettn. Nyrsti grunnlínupunkturinn við landið, Kolbeinsey, er í háska vegna þess hve eyjan eyðist. Um 1580 er eyjan talin 700 metra löng og 100 m breið og 15 m á hæð, í 12 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.