Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 23
 **.********** *.■¥■ -¥- * *■■*■¥ * * * 1 Prag tveim árum eftir „velferðarinnrásina“. í Oslo er pylsusölubúð gegnt einum stórbankanum, þ. e. hinu megin við götuna. Dag nokkurn bað viðskipta- rnaður pylsusalann að lána sér tíu krónur. „Það get ég ekki því miður“, sagði pylsusalinn". það er brot á samn- ingi, sem ég hef gert við bankann“. „Hverskonar samningur er nú það “ „Því víkur þannig við, að þeir hafa lofað að selja ekki pylsur, ef ég iána ekki peninga!" * Spakmæli frá vanþróuðu landi: Því fátækari sem maðurinn er, því betur sefur hann. * Tvær vinstúlkur tala saman: „1 gær reyndi forstjórinn að taka utan um mig, en honum tókst það ekki“. „Þá ættir þú að fara að grenna þig“. Júlíus járnsmiður var orðinn ní- ræður og við það tækifæri kom blaða- maður á hans fund. „Já, ég er níræður og get fullviss- að þig um, að ég á engan óvin. „Það kalla ég vel mælt“, sagði blaða- maðurinn. „Já, ég hefi lifað þá alla“. * Auglýsing, fest á kirkjuhurð: „Séra Brandur Brandsson mun messa næsta sunnudag kl. 11 árdegis. Síðan verður að loka kirkjunni í mán- uð vegna nauðsynlegra viðgerða". * Afi gamli var dáinn og amma tók að sér að segja uppáhaldinu hans Krist- ínu 6 ára þessi sorglegu tíðindi. Amman notaði líkingamál og end- aði með því að segja: Nú er afi þinn farinn í ferðalag, langt, langt, í burtu. „Hvert“, spurði sú litla. Amman færðist undan: „Nú, þang- að sem allir fara“. „Nú skil ég,“ hrópaði Kristín litla og klappaði saman lófunum. „En afi sniðugur, — að fara til Mallorca!" * „Teljið þið sakborning sekan eða saklausan?“ „Það gerum við.“ „Þið gerið hvað?“ spurði dómarinn undrandi. „Við teljum ákærða sekan eða sak- lausan“, svaraði formaðurinn. „En, herrar mínir, þið getið ekki kveðið upp annan eins úrskurð". „Tja, ég veit ekki“, sagði formaður- inn. „Þér sjáið, sex okkar telja hann sekan, hinir sex telja hann saklausan, og okkur hefur komið saman um að láta þar við sitja“. * Zófonias gamli var lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar. Sjúkdóms- greiningin gekk seint og sá gamli var orðinn óþolinmóður. Einn morgun kom yfirlæknirinn að rúmi hans og sagði við hjúkrunarkonuna, sem fylgdi hon- um: Mér líkar alls ekki útlitið hans í dag“. Þetta heyrði Zófonías og reis upp bálvondur: „Er ég hér í fegurðarsamkeppni, eða hvað?“ VlKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.