Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 22
Skopteikning, sem felur þó í sér mikla alvöru og aðvörun um aðgæzlu í tengsl- um við rafmagn. — Erlendis hafa sal- erni með rafmagnseyðingu á saurnum nokkuð rutt sér braut. Myndin sýnir að slík tæki eru ekki alveg hættulaus og því betra að fá uppáskrift Rafmagnseftirlits ríkisins, ef tækin verða tekin í notkun hér á landi. * „Það er engin furða, þó þú sért slík rola“, sagði óartarstrákurinn. „Pabbi þinn og raamma voru gefin saman af friðdómara". „Jæja“, sagði María litla alls ófeim- in, „að dæma eftir hávaðanum, sem heyrist frá ykkar heimili, hljóta pabbi þinn og mamma að hafa verið gefin saman af hershöfðingja". Það var æfing hjá heimavarnaliðinu og þeir æfðu byssustingjaárás á hey- stakka, sem áttu að tákna óvinina. Foringinn, sem stjórhaði árásinni gnísti tönnum af bræði: „Helvítis lyddurnar ykkar, hreyfið ykkur! Hugsið ykkur að óvinurinn hafi hertekið landið, rænt mat ykkar og öllum drykkjarföngunum." Einn nýliðinn æddi fram og tætti einn heystakkinn í sundur með miklum tilþrifum: „Helvítin ykkar, þetta skuluð þið fá, ef þið rænið brerinivíninu mínu!“ Gamli verkstæðiseigandinn lá mjög þungt haldinn og talið var, að hann mundi ekki eiga langt eftir. Fjölskyld- an var saman komin við sóttarsængina. — Er manna hérna? hvíslaði sá gamli með veikri röddu — Já, góði minn, ég er hérna. — Og Bertel elsti sonur minn, er hann líka hérna? — Já, faðir minn, ég er hérna. — Og hinn sonur minn? — Já, ég er hérna. — Eru allir hinir synir mínir hérna? — Já, við erum allir hérna. — Þá reisti öldungurinn sig upp í rúminu og segir gremjulega: — Ef þið ex-uð virkilega allir hér, hver fjandinn lítur þá eftir vei’kstæð- inu? * Hann hafði lengi verið í Ameríku. Svo kom hann í heimsókn til smá- bæjarins síns í heimalandi sínu, hall- aði sér upp að húsvegg á brautar- stöðinni, og andvarpaði klökkur: — Æi, já. Hér hefir ekki mikið breytzt þessi 35 ár, sem ég hefi verið í burtu. — Nei, reyndar ekki, svaraði gamli stöðvarstjórinn. Og þó; veggurinn, sem þú hallar þér upp að er nýmálaður! * Frú Golda Meir fi'á ísrael var fyi'ir skömmu í Washington og vai' eitthvað að kvabba á Nixon um herþotur o. fl. Nixon: „Getið þér ekki lánað mér eins og tvo hershöfðingjanna yðar til Vietnam. Ég er viss um að þeir vimxa sigur þar á sex dögum, eins og hérna um árið.“ „0. K“, sagði frúin. „Tvo af mínum gegn tveimur af yðai'. Ég vil fá General Motors og Ge- neral Eleetric. Hverja tvo viljið þér fá? * Jón gamli í Hlíð stundaði heima- brugg til búdi'ýginda, og það vissu flestir í sveitinni, að hann framleiddi hörkugóðan og ódýi'an landa. Einn dag, eftir áramót kom til hans maður úr sveitinni og bað hann um flösku og tók fram að það yrði að vera sterkt. „Eða hvað möi-g prósent er landinn þinn “ „Ég á einhvern dreytil síðan fyrir áramót", svai'aði Jón. En á síðasta gamlárskveldi reiknast mér að meðal- tali þrjú glóðaraugu og eitt brotið nef á heilflösku, og ekki ætti styrkleikinn að hafa minnkað". * Einu dagblaði varð það á, að til- kynna andlát manns, sem var í fullu fjöri og fékk blaðamaðurinn bágt fyrir. Daginn eftir bii'ti hann eftirfarandi leiðréttingu: „Því miður verðum við að tilkynna, að andlátsfréttin um hann Jóakin fulltrúa, sem kom í blaðinu í gær, var ekki á rökum reist.“ * Vei-jandinn, við konu, sem var ákærð fyx'ir moi'ð: „Segið nú kviðdómendunum af hverju þér skutuð eiginmann yðar með ör og boga“. „Ég vildi ekki vekja börnin“. VÍKINGUR --------------- ^VAKTIN 22

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.