Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 4
Skipshundunnn Smdbad — Fyrir nokkru rakst ég á grein um skipshundinn Sindbad í sænska blaðinu „Sjömannen". Svo einkennilega vildi'til, að ég hafði í siglingum mínum á stríðsárunum hitt skipsfélaga hundsins í erlendri höfn og hlustað á frásagnir þeirra, sem að mörgu leyti voru ýtarlegri en greinin. Fer hún því hér á eftir, endursögð með þeirri viðbót, sem ég hafði fest mér í minni. — G. J. Einn þekktasti ferfætlingur, sem flaut á Norðuratlantshafi í síðari heimsstyrjöld, var þrjózk- ur, kraftalegur og svarthærður hundur af blönduðu kyni. Hann bar nafnið Sindbad og var skips- hundur á amerískri strandgæzlu- snekkju. Þessi einstæði og mannlegi hundur átti sinn óðalskrók í veit- ingastöðum og kærustu í hverri höfn. Enginn barmeistari neitaði honum um afgreiðslu, vitandi af reynslunni, að hinir tvífættu skipsfélagar Sindbads stóðu allir sem einn með honum. 1 þeirra augum var hundurinn dýrmætasti „gripurinn" um borð í skútunni öll stríðsárin. Allir sýndu honum tillitssemi og tilhlýðilega virðingu. Þeir voru sannfærðir um, að á meðan Sindbad dvaldi um borð myndi ekkert ólán eða slys henda, hvorki þá né skipið, — eins og reyndar varð raunin á. Þessi trú þeirra var svo rót- gróin, að skipshöfnin sigldi ekki úr höfn án þess að hafa gengið úr skugga um að Sindbad væri um borð. En — eitt sinn, er skipið var statt í höfn á Islandi, og veslings Sindbad lá og svaf úr sér vím- una, eftir votviðrasama nótt, í skoti fyrir utan veitingastað, vaknaði hann með andfælum við eymdarlegt væl eimpípu skipsins, sem hann gjörþekkti. Snekkjan hafði fengið óvænta hraðskipun um að láta úr höfn. Sindbað reis með erfiðismun- um á fætur og þaut niður að höfn, en skipið var þá komið nokkur hundruð metra frá hafn- argarðinum. Skipverjar grátbændu yfirfor- ingjann um að snúa við eftir hundinum, en árangurslaust. — því, eins og hann sagði: „Hvernig í ósköpunum get ég lagt leiðarbók skipsins fyrir hátt- setta foringja í flotastjórninni, þar sem stæði: 4 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.