Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1971, Blaðsíða 25
Dr. RICHARD BECK: Kveð/a til Sjómannabladsins Víkings frá dr. Richard Beck Vertíbarton Þótt lækki sól á lofti og haust lengi skugga sína, sett hef ég ekki enn í naust alla báta mína. Sumir glímu á sævi enn, sóknardjarfir, þreyta, en heim af djúpi haldu senn, hafnar tryggrar leita. Von í hug mér vakir þó, vermd af röðulhlýju: Að báta mína í sókn á sjó ég sendi á vori nýju. Kæri vinur! Þakka þér fyrir kveðjuna frá þér, sem vinur okkar Gunnar frá Reynisdal flutti mér nýlega í bréfi sínu, en við skrifumst á öðru hvoru. Þá vil ég sérstaklega þakka fyrir Víkinginn, sem ég fæ nú aftur mjög reglulega síðan póstmannaverkfallinu hér í Kanada lauk fyrir nokkru síðan, og dálítið er liðið síðan 7. og 8. tbl. komu í höfn. Les ég ritið alltaf með mikilli athygli og mér til fróðleiks um margt. Sýnist mér þið halda vel í horfi um efni þess og það ná vel tilgangi sínum. I vináttu- og þakklætisskyni sendi ég þér hérmeð smákvæði, er ekki þarf skýringar við, en ber því vitni, hve sterk ítök sjó- mennskan og sjósóknin eiga enn í huga mínum og þá um leið bjartsýni minni. Kvæði þetta mun hafa komið í Degi á Akur- eyri, en ekki annars staðar það ég til veit, og ætti það ekki að koma að sök. En þú ferð með það, eins og þér þykir bezt við eiga. Af okkur hjónum er allt gott að segja, heilsan góð og alltaf nóg að gera, en fátt er verra en að koðna niður í iðjuleysi; en þakklátur má maður vera, þegar maður er kominn á áttræðis- aldur, fyrir það að hafa góða heilsu. Heilsaðu kærlega samstarfsmönnum þínum, bæði meðritstjóra þínum og ritnefnd, og ekki sízt Henry mínum Hálfdanssyni. Með innilegum kveðjum til ykkar hjóna og fjölskyldu. Lifið heil! Þinn einlægur, Richard Beck. «-------- VlKINGUR -» 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.