Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 23
Búið að hanna nýja tegund af stólum. Fyrirmyndar eiginmaður er að- eins sá, sem skilur hvert orð, sem kona hans segir ekki. Það var á kvenfélagsfundi. For- maðurinn setti fundin: „Fyrsta mál á dagskrá er, hvernig leysa skuli á sem beztan hátt vandamál heims- ins. En, því miður verðum við að fresta þessu máli, vegna þess að konurnar, sem kosnar voru í nefnd- ina, sem átti að koma með raun- hæfar tillögur, gátu ekki mætt, vegna þess að þær fengu engan til að passa börnin. Hótelstjórinn kom þjótandi til móttökustjórans og sagði ásakandi: „Ég sá yður vera að leigja ný- komnum hjónum dýrasta herbergið í hótelinu. Hvernig stendur á því? Þér hafið ekki hugmynd um hvort maðurinn geti borgað. „O, það getur hann örugglega, maðurinn er vellauðugur.“ Hvernig vitið þér það?, þekkið þér hann kanski ? Nei, reyndar ekki, en hann er gamall og ljótur og hún er ung og fögur.“ Þú getur ekki hindrað fugl sorg- arinnar í að sveima yfir höfði þér, — en þú getur komið í veg fyrir, að hann byggi hreiður í hári þínu. (Kínverskur málsháttur.) — Voruð þér einn um þjófnaðinn? — Nei, við vorum tveir, en hinn reyndist vera óheiðarlegur. „Og svo er það síðasta spurn- ingin áður en ég ræð yður sem húshjálp: „Vitið þér hvenær straujárn er orðið of heitt?“ „Já, auðvitað það er þegar kom- in er sviðalykt af fötunum.“ Rotschill einn af mestum auð- mönnum heims þótti klókur í fjár- málum. Eitt sinn lánaði eitt fyrirtæki hans viðskiptamanni sínum 10 þús- und dali, en gleymst hafði að taka kvittun. Forstjóri fyrirtækisins gekk á fund gamla mannsins og bað hann ráða. „Skrifið þegar í stað og krefjið þá um 20 þúsund dali.“ „En þeir skulda ekki nema 10 þúsund, sagði forstjórinn undrandi. „Veit ég vel,“ svaraði sá gamli, en þið fáið, leiðréttingu og þar með kvittun í svarbréfinu. Og það fór eins og Rotschill spáði. Samkvæmt „orðanna hljóðan," mun það mála sannast, að augn- læknar og gleraugnasalar séu rétt- nefndir „augnaþjónar." Bretar eru taldir þó nokkuð „bíblíusterkir." Maður nokkur í norður Englandi sem var kallaður til herþjónustu sendi herdeildinni svohljóðandi skeyti: „Lúkas 14. kap. 20. vers.“ En það hljóðar svo: Ég hefi tekið mér konu til eignar og þess- vegna get ég ekki komið.“ En herdeildarforinginn átti líka bíblíu í fórum sínum og sendi svar- skey ti: „Lúkas 7. kap. 8. vers. Þar stóð: „Ég er líka maður, sem stend undir annara stjórn og ræð yfir hermönnum. Og segi ég við einn þeirra: Far þú, þá fer hann og við ann- an: Kom þú, þá kemur hann. Og við þjón minn:Gjörið þetta, þá gjörir hann það.“ Maðurinn kom. VlKINGUR 207

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.