Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 41
FRAMHALDSSAGAN „MARY DEARE ‘ eftir Hammond Innes. Bowen-Lodge leit aftur á klukkuna og bar upp spurning- una. Patch stóð stífur með herptar varir, áður en hann svaraði: „Það var á sínum tíma gefin skýrsla um málið, hr. dómari.“ „Mér er auðvitað ljóst að skýrsluna er hægt að fá,“ svar- aði Sir Lionel með ískaldri röddu. „Samt sem áður tel ég enga goðgá að rétturinn fái að heyra söguna frá hans eigin munni.“ „Mér finnst ekki rétt af mér, að segja álit mitt um þetta þegar dómsúrskurður hefur fallið í rnálinu," svaraði Patch lágri en ákveðinni röddu. „Ég spyr ekki um yðar álit. Ég bið um yfirlit yfir hvað raun- verulega skeði.“ Patch sló í handriðið. „Ég fæ ekki skilið að þetta komi Mary Deare slysinu neitt við.“ „Það er ekki yðar að ákveða það,“ greip Sir Lionel fram í, það finnast hliðstæður. Patch, starði á hann: „Hliðstæður? Jú annars, svo sannarlega.“ Hann snéri sér að dómsforsetanum, æstur og reið- ur; á takmörkum þess hvað einn maður getur þolað. „Þér krefjist hinna skítnu staðreynda. Gott og vel, ég var drukkinn, dauðadrukkinn. Það sagði í það minnsta Craven í framburði sínum fyrir sjóréttin- um. Það var steikjandi hiti daginn þann í Singapore. Patch stóð og horfði á dóm- arann, en sá hann ekki. Fyrir augunum hans svifu hinir óhugn- VÍKINGUR anlegu atburðir í Singapore þeg- ar hann eyðilagði lífsstarf sitt. „1 einu svitabaði, brennandi heitur,“ tautaði hann. „Það man ég og minnist þess, að ég tók Belle Isle út úr höfninni, en eftir það man ég ekkert.“ „Þér voruð drukkinn? spurði Bowen-Lodge. Röddin var lág, næstum vingjarnleg.“ „Já, ég býst við því. . . . á vissan hátt. Ég hafði tekið nokkra drykki. En ekki nóg,“ sagði hann og bætti við með æs- ing í röddinni; — ekki nóg til að ég lognaðist útaf eins og blásið væri á kertaljós. Eftir stundarþögn hélt hann áfram: „Þeir sigldu skipinu á grunn kl. 02.23 og brimið mölbraut afturhluta þess.“ „Er yður ljóst að ýmis orð- rómur hefir verið á kreiki um þennan atburð? sagði Sir Lio- nel rólegri röddu. Það hefir flog- ið fyrir, að þér hafið gert þetta vegna vátryggingarfjársins. Patch snéri sér að honum: „Það gat varla farið fram hjá mér,“ svaraði hann biturri röddu. „öll árin síðan hef ég naum- ast haft ofaní mig eða í starfi mínu.“ Hann snéri sér að dómaran- um og greip aftur í handriðið. „Þeir báru það, að ég hefði sett stefnuna og lögðu fram leið- arbók skipsins til staðfestingar. Hún var með minni rithönd. Cravin, sem var fyrsti stýrimað- ur, sór að hann hefði verið niðri í herbergi mínu til að spyrja mig, en ég hefði aðeins skamm- að hann. Síðan tók hann staðarákvörð- un og kom niður til að aðvara mig, en ég var þá svo dauða- drukkinn — eftir því sem hann sagði — að hann gat ekki vakið mig. Því næst breytti hann stefnunni á eigin ábyrgð. En þá var það auðvitað of seint. Þetta var hans skýring og hún þótti svo sennileg að allir trúðu henni, jafnvel minn eigin lögfræðing- ur.“ Hann snéri sér fram, horfði þvert yfir salinn á Higgins: „Já, guð veit, að þarna eru hliðstæður!“ „Hvaða hliðstæðir punktar, spurði Sir Lionel í léttum tón, eins og hann tæki Patch ekki alvarlega. Patch snéri sér snöggt að honum og það var sorglegt að sjá hversu auðveldlega hann fór úr jafnvægi. „Einmitt þetta,“ hrópaði hann æstur. „Carven var lygari,“ innfærsl- an í leiðarbókina var fölsuð. Eig- endur Belle Isle, var hópur grísks glæpahyskis, sem aðsetur hafði í Glasgow. Þeir voru á barmi gjaldþrots, en tryggingar- féð bjargaði þeim í það sinn. Það stóð í öllum blöðum sex mánuðum síðar og það var fyrst þá, að þessi orðrómur barst út. „Og þessa frásögn yðar ber að skilja þannig, að þér hafið ekki verið viðriðinn neitt af þessu,“ spurði Sir Lionel. „Ég var það ekki.“ „Og þessi náungi, Craven læddi svefnmeðali í drykkinn yðar? Haldið þér því fram? Þessi óvænta spurning kom 225

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.