Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 30
Tómlæti hefir ríkt í því að leggja menntabrautir fyrir hvers kyns líkamlega vinnu, ef löggilt handverk er undanskilið. Dæmið úr fiskvinnslunni hrópar þar hátt. Það má — og á — að leggja sama mat á líkamlega vinnu og íþróttir. Þeir, sem hana stunda, þurfa fræ'Sslu og siðan þjálfun til þess að ná afköstum, viShalda, göSri heilsu ogt öSlast gléSi viS vinnuna á sama hátt og íþróttamaður þarf þetta allt til þess að vinna afrek í grein sinni. Undirstaða þekkingar um alla líkamlega vinnu er það, sem nefnist vinnufýsólógía á málum nágrannaþjóða. Við höfum í neyð notazt við orðið vinnuvísindi á íslenzku. Þeim hefir verið sýndur lítill áhugi á íslandi. Þó skrifaði Guðmundur Finnbogason prófessor, sá undramerki kall, bók sína „Vit og strit“ um þetta efni snemma á öldinni. Ef ráðamenn i þjóðfélaginu eða duglegir áhugamenn hefðu í því vilja og vit, þá er hægt að bæta stórlega aðsókn að heilli atvinnugrein með því að leggja til hennar menntaveg. Hann þarf ekki endilega að vera langur og breiður. Jafnvel lítil aðgerð getur haft afdrifaríkar afleiðingar, ef henni er stýrt af kunnáttu og eldmóði. Mig langar til að skýra þetta með dæmi, sem ég var svo að segja áhorfandi að í Noregi á árunum strax eftir síðustu heimsstyrjöld. Það gerðist í skógræktinni þar. Skógarhöggið er frumvinnslan í þeirri atvinnugrein, sem við nefnum skógrækt. Það er erfiðasta starf, sem er unnið af mannshöndum. Skógarhöggsmaður brennir 5—7000 hitaeiningum á dag. Ég hefi þó ekki unnið neitt verk jafnskemmtilegt og hressandi um dagana. Fram að stríðslokum var þetta erfiða verk eitthvað hið minnst metna í landinu, kjör skógarhöggsmannanna voru ákaflega hágborin og aðbúnaður margra þeirra litlu betri en dýra merkurinnar. Samt var skógarhöggið undirstaða stærstu útflutn- ingsgreinar Norðmanna, trjáafurða. En þær eru framleiðsla flókins iðnaðar, sem geysilegur fjöldi fólks starfar við. Skógarhöggsmennirnir sjálfir voru þá taldir um 30 þúsund. f stríðslokin gekk mjög illa að fá menn í skógarhöggið, en Norðmönnum var lífsnauð- syn að stórauka höggið vegna endurreisnar úr rústum stríðsins og vegna gjaldeyris- öflunar. ' Þá gerist það, mest fyrir tilstilli félagsmálaráðherrans, sem var læknir og þekktur mannvinur, að kjör og aðbúnaður skógarhöggsmanna eru tekin til rækilegrar endur- skoðunar. Kaup þeirra, allt i ákvæðisvinnu, var stórhækkað, svo að þeir urðu hæstlaunuðu erfiðismenn þjóðarinnar. Þeir fengu aukaskammt af tilteknum fæðutegundum í matarskömmtuninni. Félagsmálaráðuneytið gaf út strangar reglur um aðbúnað þeirra, svo að þar skipti um nótt til dags. Og síðast en ekki sízt voru fyrir forgöngu kunnasta íþróttalæknis landsins settar í gang víðtækar vinnurannsóknir í skógar- högginu. Þær leiddu fljótlega í ljós, að menn höfðu langflestir staðið mjög ranglega að þessu erfiða verki. Og menn notuðu óheppileg og of þung áhöld. Reynsla margra kynslóSa hafSi ekki fœrt skógarhöggsmönnunum hina heppilegu irinnutækni, með þeim afleiðingum, að þeir voru orðnir heilsulausir öryrkjar um fimmtugt, hnýttir og bognir með samgróna hryggjarliði, alteknir af gigt. Fyrir forgöngu félagsmálaráðherrans og íþróttalæknisins, sem ég nefndi, og að sjálfsögðu með nauðsynlegum stuðningi skógræktaryfirvalda, var strax á árinu 1947 settur á stofn í hjarta skógríkasta fylkis landsins — en ekki í Osló — vinnu- skóli fyrir skógarhöggsmenn, þar eð nú var sýnt, að þeir þurftu margt að læra. Á þessu sama ári var gerð kennslukvikmynd um skógarhögg, þar sem aðalleikarinn var frægasti skógarhöggsmaður landsins, maður, sem jafnaðarlega hjó þrefalt magn á við meðalmann. Það var iþróttalæknirinn góði, sem gerði myndina ásamt þekktum skógræktartæknimanni. VÍKÍNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.