Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1971, Blaðsíða 26
Steingrímsson. Átti hann, þ. er. Vigfús allt Reynishverfið, unz það skiftist til útarfa eftir hans dag. Manna á milli var hann nefndur ríki Scheving, og það ekki að tilefnislausu. Árni Jónsson, hét bóndi, sem bjó á Norður Fossi, var hann formaður á sexrónum bát, sem gekk undir nafninu Jesúbátur. Eigi veit ég hvernig á nafngiftinni stendur, en ég heyrði gamla menn í Mýrdal aldrei nefna bátinn annað. Og til er vísa, eftir Jón Ingvason frá 1890, sem hljóðar svo um skipin í Reynishöfn: Öll þau halda út á vog ýmsir leiða að gátur. Friður, Svanur, Farsæll og fríður Jesúbátur. Árni á Fossi var víst nokkuð slarksamur við sjó. Það sagði mér Vigfús Brandsson í Reynis- hjálegu, að þá er Árni var að lenda, fékk hann oft svo mikla kæfu, að þá er landsjórinn féll stóð ekkert upp úr nema árarnar. Árni brá svo búi, og hætti formennsku í Reynis- höfn. Gaf hann Halldóri í Suður Vík próventu sína og settist þar að, varð -hann formaður hjá Halldóri á Mýrdæling, sem var eitt af skipum Halldórs. Einar Finnbogason hreppstjóri í Þórisholti, gerðist formaður í Reynishöfn. Faðir hans Finn- bogi í Presthúsum sem áður getur, smíðaði honum skip, var það áttæringur með barkaróðri. ‘Hét báturinn „Vinaminni" og var í eigu nokkurra Reynishverfinga. Oft gekk bátur þessi undir nafn- inu Rauði báturinn, hefir sennilega í upphafi ver- ið rauðmálaður. Einar Finnbogason, sótti á tímabili sjóinn fast, og farnaðist vel eftir atvikum. Þó kom það tvisvar sinnum fyrir, að bátum hvolfdi hjá honum í lendingu, en í hvorugt skiftið urðu slys á mönn- um og mátti það heita vel sloppið við brim- ströndina. Annars varð Einar frægastur af ferð- um sínum í togara, fékk hann í mörg ár mikinn afla hjá hinum erlendu skipstjórum fyrir litla þóknun. Nutu sveitungar hans góðs af þessu framtaki hans. Einar stundaði mikið vorróðra, og leitaði víða fyrir sér um hraunin suður af Mýrdal, mun hann þá hafa verið allra manna kunnugastur um fiskigengd á djúpslóðum í Mýrdalssjó. Báturinn „Vinaminni" var svo fluttur til Víkur þá er Einar hætti formennsku á honum. Var bátnum róið úr Víkinni með þorskanet í nokkrar vertíðir, og var þá formaður með hann, Einar Einarsson frá Reyni, mikill atgjörfismaður og happa for- maður í uppskipun, en féll að velli fyrir aldur fram. Ég hefi áður í „Víkingi" getið Einars Brands- sonar og Friðs, og skal því ekki þar um orðlengja. Kem ég þá að því að geta þeirra formanna að 210 litlu sem síðastir fóru með skip úr Reynishöfn. Voru það þeir frændur Sveinn Einarsson á Reyni, og Finnbogi Einarsson, yngri, í Presthúsum. Bát- ar þeirra hétu báðir Svanur, litli og stóri. Litli Svanur var sexæringur byggður 1922 af Erlendi Björnssyni smiði í Vík. Var efnið í hann eik úr strönduðu skipi, danska skipinu „Haabet“ sem strandaði með kolafarm á Kerlingardalsfj öru árið áður. Var það allt niðursagað og unnið í bátinn. Fyrsti formaður með hann var Einar Erlendsson í Vík, réri hann honum um nokkurra árabil úr Víkinni og farnaðist vel. En svo var báturinn seldur í Reynishverfið og gerður út úr Reyn- ishöfn, þar til að hann féll úr leik á árunum milli 1945—50. Sveinn á Reyni var sem áður getur formaður á Litla Svan, var Sveinn seigur formaður og heppnaðist sjósókn all vel, þótt eigi nálgaðist hann föður sinn að útsjón og áræði. „Stóri Svanur“ var áttæringur, sem ég hefi áður skrifað um í „Víkingi". Varð Finnbogi í Presthúsum, formaður með hann þá er Jón Gísla- son á Norður Götum lét þar af formennsku. Var Jón á Götum, einn sá harðsnúnasti formaður sem um getur í Mýrdal, og munu margir minnast hans frá þeim árum er hann var með „ÁJftina" eins og hann nefndi Svan. Þá var nú ekki lengi verið að standa við sjóinn, ef líkur voru fyrir því að komast mætti á flot. Oft var það, að Jón lenti á undan öðrum, sem voru á sjó, og það svo að undrun sætti á stundum, heyrði ég því fleygt að þá er Jón var spurður, hvers vegna hann væri lentur. „Ég er sko til ekki vanur að hafa þorsk- inn fyrir formann" var svar hans. Reyndist það oftast svo, að gamli maðurinn hefði séð rétt er sjó tók að skerpa og stormur var í aðsigi. Finn- bogi var svo með Svan, þar til að róðrum var hætt úr Reynishöfn og skipum ekki haldið við lengur. Mun það hafa verið um 1958—60. Finn- bogi var nokkuð góður formaður lagsæll að ýta á flot, og lenda, ef að sjór var víðsjárverður, og aflamaður var hann í betra lagi. Það má telja, að sjósókn úr Reynishöfn hafi beðið þann hnekki, sem úrslitum réði, veturinn 1941. Þá varð 6. marz stórslys í Vík, og bæði skipin úr Reynishöfn gátu ekki lent og voru daginn eftir sótt á bát frá Vestmannaeyjum austur að Dyr- hóladröngum þar sem þau lágu úti um nóttina undir uppgangsveðri af hafi, í sjóbrimi. Þá sáu menn, að of djarft mátti tefla og áverkni gömlu formannana var ekki lengur á að treysta, enda nauðsyn ekki jafn brýn og áður var. Nú ræða menn í Mýrdal, í fullri alvöru, um hafnargerð við Dyrhólaey, og eygja nú þann möguleika, að geta á ný litið með stolti til sjávar eftir dáðlaust orauðstrit 1 samfélagi við sléttuna í vestri. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.