Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 2
Samábyrgð r Islands á fiskiskipum Páll Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar íslands á fiskiskipum, er ís- firðingur að ætt, sonur Sigurðar Kristjánssonar, alþingismanns, sem um tuga ára skeið var umsvifamikill fulltrúi Vestfjarða í útgerðarmál- um utan þings og innan. Hinn 1. apríl sl. hefur Páll Sigurðsson verið forstjóri Samábyrgðarinn- ar í 20 ár samfleytt. Hann hefur því ianga starfsreynslu að baki og hefir, án efa, öðlast djúptæka þekkingu á þeim vandamálum, sem að steðja, sérstaklega varðandi öryggisútbúnað fiskiskipa, hafnarskilyrði, sjóhæfni og svo margt annað, sem þessa stofnun varða. Páll Sigurðsson hefur góðfúsleg orðið við tilmælum Víkings, að skýra í nokkrum dráttum frá starfsemi þessarar merku stofnunar, og svara nokkrum spurningum. Samábyrgð íslands á fiskiskipum var stofnuð árið 1909 og voru til- drögin að stofnun félagsins þau, að þáverandi ríkisstjóm þótti nauðsyn- legt að stofna innlent vátrygginga- félag fyrir íslensk fiskiskip, þannig að þau gætu orðið veðhæf. Áður voru íslensk skip tryggð í Danmörku, það er að segja þau sem á annað borð voru vátryggð. í upphafi var þetta þó ekki skyldutrygging, en því var breytt árið 1937 er komið var á skyldu- tryggingu á fiskiskipum undir 100 tonnum, en þá voru bátaábyrgðar- félögin stofnuð víðs vegar um land- ið. Með lögum, er þá voru sett, var Samábyrgðin gerð að endur- tryggjanda fyrir þessi bátaábyrgðar- félög, en þau bera samt einn tíunda hluta af borgunarskyldum tjónum. Samábyrgðin er því ríkisfyrirtæki, en er um margt sjálfstæð stofnun, er starfar með líku sniði og önnur vá- tryggingafélög. Við spurðum Pál Sigurðsson fyrst um bátaábyrgðarfélögin og hafði hann þetta að segja um þau: -— Bátaábyrgðarfélögin em 9 tals- ins og starfa sem sjálfstæðir aðilar innan ramma laganna, og em þau í helstu útgerðarstöðum landsins. Félagið er stofnað af ríkinu með lögum og ríkissjóður lagði félaginu til áhættufé, sem er reyndar orðið lítið núna — aðeins tvær milljónir króna. Fram til ársins 1968, er ný lög voru sett, var henni stjómað beint af ríkinu, en síðan hefur sér- stök stjóm farið með æðsta vald í stofnuninni. Fram til 1968 skipaði ráðherra tvo menn í þriggja manna stjóm Samábyrgðarinnar, en báta- ábyrgðarfélögin kusu einn mann í Páll Sigurðsson, forstjóri. stjórnina. Við lagabreytinguna 1968 kom fimm manna stjórn. Tveir stjómarmenn eru skipaðir eftir til- nefningu LÍÚ, tveir eru kosnir af bátaábyrgðarfélögunum, en sá fimmti er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, og er Jón Áma- son alþingismaður nú formaður, en hann tók við af Matthíasi Bjama- syni ráðherra, er lét af formennsku þegar hann varð sjávarútvegsráð- herra. — Verkefni Samábyrgðarinnar er fyrst og fremst það, að annast skyldutryggingu fyrir bátaábyrgð- 234 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.