Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 5
V.b. Ingvar Einarsson, ÁR 14, eyðilagðist af eldi 11. des. '74. Myndin
er tekin þar sem bóturinn hefur verið dreginn upp í fjöru við Dyrhólaós.
— Er hugsanlegt að neitað sé
að tryggja skip í ókveðnum höfn-
um, vegna hættu?
— Það hefur vissulega verið
rætt um að setja einhver slík mörk,
en það er ó hinn bóginn margt,
sem kemur þar til greina. Það er
atvinna fólksins í viðkomandi
byggðum og harkalegar aðgerðir
kæmu illa niður ó saklausu fólki.
— Nú hefur það komið í Ijós,
að varðskipin eru tryggð í Bret-
landi. Nú er verið að sigla ó þau,
og væntanlega er ekki gert róð
fyrir ósiglingum af þessari tegund.
Hvernig er litið ó þessi órekstra-
tjón í London?
— Hingað til hafa þessi tjón
verið greidd.
Komast öldruð fiskiskip á
ellilaun?
— Þú hefur sett fram hugmyndir
um að gömul fiskiskip gætu komist
á nokkurs konar ellilaun. Geturðu
skýrt frá þessum hugmyndum í
stuttu máli?
— Já þetta er viss hugmynd, sem
ég vil ekki endilega halda fram að
sé mín, en ég hef hugleitt þetta mál,
vegna þess að samábyrgðin er með
svokallaða bráðafúatryggingu.
Ég hef oft hugleitt það, hvort
ekki væri ómaksins vert, að hugsa
sér þann möguleika, að stofnað sé
til eins konar „ellitryggingar11 fyrir
skip. Það, sem ég hefi í huga er það,
að þegar menn eru búnir að eiga
skip og gera það út í 20—25 ár, þá
sé viðkomandi bátseigandi búinn að
greiða iðgjald í sérstakan sjóð, og
hann geti þá gengið að sérstökum
bótum til endurbyggingar, eða ný-
smíði á fiskiskipi.
Það hefur borið á því, að menn,
sem hafa gert út lengi, oft með
góðum árangri, hafa lent í miklum
vandræðum með að endumýja skip
sín eftir áratuga útgerð.
Sjávarútvegsráðherra hefur gert
ráðstafanir, sem kannski má segja
að gangi í þessa átt. Nú hafa verið
teknar frá 50 milljónir króna úr
gengismunasjóði til þess að bæta
mönnum skip, sem hafa verið ónýt,
en bætur hafa ekki fengist fyrir.
Elstu fiskiskipin eru frá fyrsta
áratug aldarinnar, eða frá 1905.
Meginstofn íslenskra fiskiskipa er
byggður á ámnum eftir 1953. Sam-
tals eru þetta 910 skip.
Ef tekin eru skip á bilinu 50-100
er meðalaldur þeirra 21 ár.
Dýr dagur
— Nú steðja fjárhagserfiðleikar
að útgerðinni. Hvemig kemur þetta
niður á Samábyrgðinni?
— Þegar útgerðinni gengur illa,
þá dragast iðgjalaagreiðslur, og þá
dregur úr hraða á greiðlu bóta þeg-
ar stór tjön verða.
Rekstur félagsins hefur gengið
þokkalega, þrátt fyrir skipsskaða, en
það er mest því að þakka, að við
höfum góðan endurtryggingasamn-
ing erlendis. Svokallaða toppa-
tryggingu. Þessi trygging hefur gert
okkur það kleift að halda uppi eðli-
legri starfsemi.
— Hvað voru stærstu tjónin á
seinasta ári?
— Á árinu 1975 urðu 22 alskað-
ar. Vátryggingaverð þessara skipa
er 331 milljónir króna samtals, en
það er rúmlega helmingur af álögð-
um iðgjöldum ársins.
Stærsti skaðinn var 38,2 milljónir
króna, en dýrasti dagurinn hjá okk-
ur var 3. nóvember, þegar 3 bátar
ónýttust í óveðri á Eyrarbakka. Sá
dagur kostaði 60 milljónir, sagði
Páll Sigurðsson, forstjóri Sam-
ábyrgðar að lokum.
VÍKINGUR
237