Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Síða 6
Breska fíotanum skal
sýnd virðing
Árið 1530 gaf enski konungur-
inn út eftirfarandi tilskipun:
„Þegar aðmíráll brezkrar flota-
deildar ætlar að láta akkeri falla,
eða hifa það upp á hann að skjóta
af fallbyssu, önnur skip í flota-
deildinni skulu gera hið sama,“ svo
að komist verði hjá árekstrum.
John Konungur, gaf árið 1201
út reglugjörð, þar sem aðmírálum
brezka flotans var gert að skjóta á
þau erlend skip, sem ekki sýndu
tilhlýðilega virðingu, með því að
draga niður toppseglið, þegar þau
voru í sjónmáli við flotann og
skyldi skip og farmur viðkomandi
gert upptækt. Síðar var þessu
breytt þannig, að heilsa bæri með
því, að draga fánann upp og niður
(kippa flagginu) í virðingarskyni
fyrir hvaða brezku skipi, sem var
og hvar sem brezkt skip var á
ferðinni á hinum sjö heimshöfum,
því að bretar voru herrar hafsins.
Árið 1554 var spænsk stórflota-
deild á leið til Englands, sem
heiðursfylgd Philips spánarkon-
ungs, sem ætlaði að giftast Mary
bretadrottningu. Á leiðinni mættu
Spánverjarnir lítilli brezkri flota-
deild undir stjórn William
Howard aðmíráls. Spánverjarnir
heilsuðu ekki á viðeigandi hátt og
aðmírállinn gaf hinum 28 skipum
sínum skipun um að búast til or-
ustu og skaut viðvörunarskoti.
Skotið hitti spænska aðmíráls-
skipið, eins og því var ætlað. —
Þetta dugði og öll spænsku skipin
kipptu flagginu.
Virðingarleysi við brezka flot-
ann gat haft og hafði stundum
alvarlegar afleiðingar, — jafnvel
stríð. Árið 1652 mættust brezk
flotadeild undir stjórn Blake
VÍKINGUR
238