Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 10
Fræðimenn telja að Island hafi að
mestu byggst af skandinavískum
landflótta bændum og sjóræn-
ingjum, svo og helgum mönnum
írskum. Deilt er um hve stór hlutur
hvers þessara hópa hafi verið i
landnáminu, en óumdeilanlega
hafa þeir allir haft á að skipa
djörfum og vel kunnandi sjó-
mönnum, hvort sem í upphafi
þessara háskalegu æfintýraferða
hefur verið heitið á Krist og heil-
agan Patrik eða Óðinn og Njörð.
En hver, sem staðurinn var, sem
sæfararnir lögðu upp frá, þá var
sjóferðinni ekki lokið þó komið
væri að strönd íslands. Sú sjóferð
hefur staðið til þessa dags. I veg-
lausu landi, fjöllóttu og sundur-
skornu af stórfljótum, var sjóleiðin
víðast hvar tiltækust til sam-
gangna. Og til þess að hér væri
hægt að lifa menningarlífi á
hverjum tíma þurfti að sigla yfir
úthafið til verslunar og aðdrátta og
menningarlegra tengsla við aðrar
þjóðir.
Stórbændur, höfðingjar og jafn-
vel biskupar voru ekki aðeins
skipaeigendur og útgerðarmenn,
þeir stýrðu gjarnan sjálfir skipum
sínum hafna á milli innanlands og
jafnvei til annarra landa. En sjó-
ferðir íslendinga voru ekki ein-
göngu bundnar við ferðalög inn-
anlands og utan. Það gefur auga
leið að búfjáreign landsmanna
hefur verið mjög litil til að byrja
með og verið var að koma stofnin-
um upp og því engin líkindi til að
hann hafi getað fætt fólkið. Þá var
það sjórinn, sem sækja varð i þá
björg, sem gerði mögulegt að nema
þetta land og byggja með þeirri
reisn og rausn, sem raun varð á.
Sjórinn hefur því allt frá land-
námstíð verið stundaður af kappi
og ekki leið á löngu þar til að í
hann voru sótt þau verðmæti, sem
utanríkisverslun landsmanna
byggðist mest á.
Jafnvel í bestu landbúnaðar-
héröðum íslands hefur sjórinn
verið stundaður sem ein hin mik-
ilverðasta búgrein og skip verið
meðal nauðsynlegustu búgagna
bóndans. Út af hinni hafnlausu
strönd suðurlandsins, var sjórinn
sóttur af miklu harðfylgi og það
svo almennt að tæpast mun þar
hafa fundist bóndi, sem ekki
242
VÍKINGUR