Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 14
Þó störf farmanna og fiski-
manna séu í mörgu frábrugðin, þá
eru aðalatriðin þau sömu. Fjarvera
frá heimili og fjölskyldu, oft lang-
tímum saman og litlir möguleikar
til þátttöku í reglubundnu félags-
starfi „Sætsúpa til sjós en sunnu-
dagur i landi“ er stundum sagt um
borð.
Flestum sjómönnum mun svo
farið, að þeim finnst vera sunnu-
dagur þegar þeir eru í landi, hvað
svo sem stendur á dagatalinu.
Þessar stuttu og stopulu stundir,
sem gefast meðvinum og fjöl-
skyldu, konu og börnum, sem í
mörgum tilfellum ekki meira en
svo þekkja pabba sinn og gleði
þeirra er blandin feimnislegri var-
úð, sem ekki gefst tími til að yfir-
vinna til fulls. Gjarnan er í ýmsu
að snúast þegar i land er komið.
Verkefnin hafa safnast fyrir þegar
ekki er hægt að sinna þeim eftir
Ms. Hvítá
Ms. Skaftá
Ms. Selá
Ms. Langá
HAFSKIP HF.
Skrifstofa Hafnarhúsinu, Sími 21160
Slmnefni: Hafskip.
Telex 2034
hendinni. Margt handtakið verður
sjómaðurinn að kaupa, sem sá er i
landi vinnur getur gert í tóm-
stundum sínum og á það sinn þátt
í, að ódrýgja laun sjómannsins.
Vert er að staldra við og leiða
hugann að hlutskipti sjómanns-
konunnar. Ég held að því hafi ekki
verið mikill gaumur gefinn hversu
frábrugðið það er annarra eigin-
kvenna. Sjómannskonan verður að
gegna tvíþættu hlutverki. Hún
verður ein að gæta bús og barna í
fjarveru manns síns. Sjá um upp-
eldi barnanna og rekstur heimilis-
ins. Það kemur nærri óskipt í
hennar hlut að sjá um að tekjurnar
hrökkvi, hafa umsjón með fram-
kvæmdum t.d. ef um húsbyggingu
eða kaup er að ræða og annast út-
réttingar og greiðslur þar að lút-
andi. í stuttu máli, sjómannskon-
an verður iðulega ein að ráða fram
úr málum og taka ákvarðanir, sem
annars kæmu í hlut beggja. Ekki
skal hér saman sett nein mærðar-
rolla um andvökur og kvíða sjó-
mannskonunnar, þegar vindar og
haf eru í sínum versta ham og
spurningin vaknar: Hverjir koma
heilir í höfn og hverjir — já hverjir
verða eftir •<— hljóta sæng í sæ.
Ekki held ég að almenningur —
og því síður stjórnvöld geri sér
grein fyrir hversu nöturlegt hlut-
skipti einhleypinga oft er, þegar í
höfn er komið og gildir það raunar
um alla skipshöfnina þegar ekki er
verið í heimahöfn. Hvar eiga sjó-
mennirnir að vera og hvað eiga
þeir að gera við tímann? Á Faxa-
flóasvæðinu eru víðast hvar góðar
samgöngur og því hægt að fara til
Reykjavíkur, fá sér herbergi á hót-
eli og njóta þess að sofa og hvílast í
þokkalegu umhverfi eða „skella sér
í djammið“ en það er dýrt og vill
oft fara öðruvísi en var ætlast og
Elzta og stærsta skipaviðgerð-
arstöð á Islandi.
Tökum á land skip allt að 2500 smálesta þung. Fljót og góð vinna. til lands og sjávar
SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVlK ★ %loMilant
Slmi: 10123 (6 llnur) -Slmnefni: Slippen Gsrðastræti 6
Slmar: 15401 16341.
EINKASALAR
HÉR A LANDI
FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU
„LION" vélþétti.
Framleiöendur:
JAMES WALKER & Co. Ltd.
Woking, England.
4
246
VÍKINGUR