Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 15
fáir fjölskyldumenn leyfa sér slíkt. En’ í hinum fjölmörgu stóru fiski- þorpum landsins er ekki í neitt hús að venda. Ranglað er upp á mis- jafnléga þokkalegar götur. Litið inn á sjoppu og aftur ranglað út. Hvergi er hægt að setjast niður til að skrifa bréf, lesa blöð eða bækur, hlusta á útvarp eða horfa á sjón- varp, tefla skák, taka í spil, svo maður tali nú ekki um smávegis leik eða íþróttaaðstöðu. Hvað skal þá gera? Nú, það er ekkert hægt að gera nema rölta aftur um borð í þrengslin og það umhverfi, sem menn hefðu þurft að geta hvílt sig frá dálitla stund. Er það nokkur furða meðan svona er búið að sjó- mönnunum, þótt stundum sé gripið nokkuð hraustlega til flösk- unnar? Er það til of mikils mælst að þau byggðarlög, sem lifa á því, sem sjómennirnir draga á land ætli þessum útlögum sameiginlega svolítið afdrep, sem þeir geta skot- ist inn í, þegar að landi er komið. Það er hrein furða að bæir og ríki skuli ekki hafa séð sóma sinn í að leysa þessi mál á viðunandi hátt. Þeirra viðbrögð eru gjarnan að loka „ríkinu“ og fjölga lögreglu þá daga, sem óvenju margra sjó- manna er von. Með öðrum orðum, búast um eins og um óaldarlýð væri að ræða! Það er eins og opin- berir aðilar hafi aðeins eina hönd til að rétta sjómönnunum — höndina, sem tekur. Það ætti að banna útgerð — í það minnsta stórútgerð, frá þeim stöðum, sem ekki hafa starfandi sjómannastofu. Hér að framan var lítilsháttað íjað að menningarhlutverki sjó- manna fyrr og síðar. Illa er það hlutverk launað, að nú, þegar ís- lendingar eru ekki lengur fátæk þjóð, þá skuli með sinnuleysi af opinberri hálfu beinlínis stefnt að afsiðun þessarar stéttar. En það verður að segjast eins og satt er, að sjómenn hafa ekki knúið þetta nauðsynjamál nógu fast fram. En án baráttu þeirra sjálfra er ég hræddur um að þeim verði seint færð viðunandi lausn þessa máls á silfurfati. Nokkuð er það útbreidd skoðun meðal þess fólks, sem ekki hefur stundað sjó að hafið sé tilbreyt- ingarlítið. Þar sé að sjálfsögðu stundum logn og stundum vindar af mismunandi styrkleika. Sjór ýmist sléttur eða mismunandi úf- inn. Þar sé í rauninni ekki hægt að tala um „landslag“ eða „náttúru“ og þá auðvitað ekki margbreyti- lega náttúrufegurð. Þetta er mikill misskilningur. Hafið á sína nátt- úrutöfra í ríkum mæli. Margt býr í djúpunum og fæst af því fær auga sjómannsins litið. En yfirborðið er lika morandi af lífi og þar er margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá, allt frá hinu smæsta svifi til stærstu skepnu jarðarinnar. Og svo er það fuglinn — sjófuglinn. Sumir sund- fráir kafarar, sem sjaldan fljúga, svartir og fínir eins og þeir séu á leið í samkvæmi. Stuttir og dálítið búralegir og umgangast skip og menn með heimsborgaralegu af- skiptaleysi. Aðrir hvítir, svifléttir flugsnillingar. Hávaðasamir í dagsins önn og aðgangsharðir í ætisleit. Þeir fylgja skipunum eftir og hika ekki við að tylla sér á þilfarið ef góður biti er í boði. Stundum koma skyndigestir — fuglar landsins og setjast í reiðan til stuttrar hvíldar á ferð sinni yfir hafið. Allir eru þeir vinir sjó- mannsins, nokkurskonar tengilið- ur milli hafs og lands. Margir halda að þessi blágráa móska, sem við sjáum svo oft yfir hafinu úr landi, séu þess einu litbrigði. En það er öðru nær. Óvíða má sjá dýrðlegra litaskraut en í samspili sólar, skýja og sjávar, einkum er sól rís úr hafi eða hnígur í sæ. Eða þá stjörnubjarta nótt með fullu tungli, bragandi norðurljósum og maurildin logandi í kjölfari og báruöldum. Hrikaleik hafsins þeg- ar það fer hamförum er erfitt að lýsa fyrir þeim, sem ekki þekkja, og einatt hafa þær lýsingar mest fjallað um þann háska, sem af því býður. En jafnvel á þeim stundum á það sína fegurð og hana skynjar sjómaðurinn, sem beitir skipi sínu móti roki og foráttubrimi. Á þeim stundum verður maður og skip að vera eitt, ef vel á að fara. Sjómað- urinn verður að gjörþekkja skipið kosti þess og galla, veikleika þess 247 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.