Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 20
Sænskt rannsóknarskip „AfíGOS" Svíar hafa fengið sitt úthafs rann- sóknarskip. í sænskum blöðum birtist fyrir nokkru fréttir af því, að svíar hafi loksins lokið smíði á skipi til rann- sókna á úthöfunum og þótti tími til kominn. Hingað til hafa þeir aðeins getað stundað rannsóknir við sínar eigin strendur, eða í Eystrasalti, Skage- rak og Kattegat, en nú hafa þeir eignast mjög fullkomið skip til hafrannsókna. Skipið hlaut nafnið „ARGOS“ og var byggt í skipasmíðastöðinni í Kalmar. Það er einna skrúfu skuttogari 61,25 m. að lengd með 30 eins- manns klefum og einum 2ja manna. Áhöfnin er 18 manns og 12 manna rannsóknarlið. Ýmsar tæknilegar nýjungar eru í skipinu. Sérstakur útbúnaður til að koma í veg fyrir iitring frá vél- búnaði skipsins og myndun loft- bóla. Allar vistarverur eru útbúnar loftræstitækjum og hitastillum. Tveir borðsalir eru í skipinu og 2 setustofur og er önnur notuð sem bókasafn. Stærri rannsóknarstofan af tveim er aftarlega á aðalþilfari næst veiðibúnaðinum og fara þar fram aðalhafrannsóknirnar, próf- anir og mælingar. Sjávarsýni eru tekin af mismun- andi dýpi og sett á flöskur til frek- ari greiningar. Þá eru tæki til að ná í sýnishorn af botnlögum. Rafeindabúnaðurinn í „ARGOS“ er af fullkomnustu gerð hvað snertir fiskleita- og siglinga- tæki. Aðalvélar skipsins eru tvær og má stjórna þeim frá þrem stöðum ofan þilja. Vélarrúmið getur, undir venjulegum kringumstæðum verið mannlaust 16 klst. af sólar- hringnum. Til að ná hægum og sem næst hljóðlausum gangi, með 2—4 sjóm. hraða er notaður 300 ha raf- mótor, sem tengdur er við skrúfu- öxulinn. Þá eru á skipinu hliðarskrúfur bæði að aftan og framan, sem auka mjög hreyfingarhæfni þess. Það er full ástæða til að óska svíum góðs árangurs með þetta fullkomna hafrannsóknarskip, og má vænta þess að starfsemi þess verði til þess að auka og fullkomna þekkingu norðurlanda á norðlæg- um hafsvæðum. G.j. 252 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.