Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 22
Stýríð lengra
í suðvestur...
Ég heyrði rödd,.sagði gamii skipstjórinn
1 sænska sjómannablaðinu „Brev-
duvan“ var nýlega eftirfarandi
grein tekin upp úr endurminning-
um aldraðs skipstjóra.
Merkilegasti atburður æfi
minnar skeði þegar ég var skip-
stjóri á seglskipinu „Karen“. Við
höfðum lestað pappírskvoðu í
Finnlandi og ætluðum til Ame-
riku. Við reiknuðum með að ná
yfir Atlantshafið fyrir jól og geta
verið í höfn um hátíðina. En það
fór samt á annan veg en við höfð-
um hugsað okkur. Fyrst fengum
við ágætt veður en fyrir norðan
Skotland brast á slíkt stórviðri, að
ég hefi ekki upplifað annað eins,
hvorki fyrr né síðar. Dag eftir dag
og nótt eftir nótt æddi stormurinn
með 28—33 m/sek. „Karen“ var
mjög gott skip og ég hafði úrvals
skipshöfn, okkur kom því ekki í
hug að leita vars, og það líka gott,
því nú kemur það merkilega.
Á 9 dægri, á morgun vaktinni
hrópaði allt í einu sá sem var á „út-
kíkk“. „Það er brak á bakborða“.
Stýrimaðurinn þreif kíkinn, en
það var næstum ómögulegt að
glöggva sig á því hvað þarna var á
reki vegna óveðursins. Ég hafði
lagt mig stutta stund í kortaklef-
anum, og þá reyndi ég nokkuð,
sem breytti lífi mínu. Ég heyrði
rödd, sem talaði til mín: „Stýrið
lengra í suðvestur.“
Ég sem reyndur sjómaður, van-
ur misjöfnum veðrum, sem bar
ábyrgð á skipi og skipshöfn vissi að
öruggast var að halda skipinu upp
í veðrið, svo stórhættulegt gat ver-
ið að breyta um stefnu. Þá heyrði
ég aftur röddina: „Stýrið lengra í
suðvestur.“ Ég þaut nú fram í
stýrisklefann og spurði stýrimann-
inn hvort nokkuð hefði komið fyr-
ir. Hann sagði mér þá að þeir
hefðu séð eitthvert brak, en ekki
getað sé það vel fyrir veðurofsan-
um þó væri ekki ólíklegt að það
hefði verið skipsflak. Sagði ég þá
stýrimanninum hvað fyrir mig
hafði borið inni í kortaklefanum,
hafði ég naumast lokið frásögn
minni þegar við báðir heyrðum
röddina: „Stýrið í suðvestur“ og
það hljómaði þannig fyrir eyrum
okkar að þrátt fyrir þessar erfiðu
kringumstæður urðum við að
hlýða.
Strax eftir að stefnunni hafði
verið breytt, lægði storminn mikið.
Fleiri menn voru settir á „útkíkk“.
Eftir 2 tíma var hrópað að brak
væri framundan. Við færðumst
nær og nær. Stýrimaðurinn greip í
hönd mína og sagði: „Þarna eru
menn.“
Ég neitaði því, því ég var sann-
færður um að enginn maður hefði
getað komist lifandi frá skipsskaða
í þessu fárviðri. En stýrimaðurinn
hafði rétt fyrir sér.
Þarna voru bundin á fleka 5
karlmenn 1 kona og 2 börn. Fljót-
lega gátum við komið út báti, og
komið þessu nauðstadda fólki til
hjálpar og bjargað því um borð.
Allir voru meðvitundarlausir en
með lífsmarki. Voru nú allir hátt-
aðir og komið í rúm, og hlúð að
þeim eftir föngum. Stefnunni var
nú aftur breytt á móti stormi og sjó
í samræmi við upphaflega áætlun.
Sá fyrsti af þessu skipbrotsfólki,
sem opnaði augun var annað
barnanna, sem var drengur, hann
kallaði til móður sinnar. Innan
skamms voru allir komnir til með-
vitundar og voru mjög þakklátir
þegar það rann upp fyrir þeim að
kraftaverk hafði gerst, og þeim
hafði verið bjargað á svo dásam-
VÍKINGUR
t
f
254