Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 28
Skipið hallaðist gífuriega og ailt í einu losnaði sveifin og tveir féllu með ógnarhraða „niður“ þilfarið. strandið. Botninn að vísu skrám- aður en heill. Eftir tveggja daga viðdvöl í Kaupmannahöfn, fylgdumst við með öðrum fjórmöstrung, út á sundin og biðum hagstæðs veðurs. Það kom á sínum tíma og bæði skipin sigldu af stað. Við fórum framhjá nokkrum gufuskipum, næstu tvö dægrin. Þetta var upp- lífgandi, þótt það glæddi falskar vonir. Vindurinn bar okkur norður að Skaga, en þegar út á Skagerak kom, fengum við hvern storminn af öðrum á móti næstu 10 daga og komumst lítið áfram. Skipið var mjög erfitt í vendingu, svo að af bar, enda illa „trimmað“, ekki bætti úr að margir skipverja voru í sinni fyrstu sjóferð og gekk allt í handaskolum og lenti mesta vinn- an á hinum vönu. Stundum kom fyrir að við náðum skipinu ekki fyrir stag og urðum við þá að kú- venda. Þetta orsakaði ekki aðeins að við töpuðum farinni vegalengd, heldur einnig tímatapi og segla- tjóni. Venjulega voru hafðir tveir menn við stýrið og frívaktir töp- uðust oft, við að setja og fækka seglum. Taka niður rífin segl og sækja ný niður í lest og koma þeim upp. Við flestar þessar aðgerðir þurfti alla menn á þilfar og lengsta hvíld var oft ekki nema einn eða hálfur annar tími í einu. Skygni var oftast afar slæmt, svo að þokulúðurinn á lúkarskappan- um var 'stöðugt í gangi. Aðeins einu sinni sáum við gufuskip, en þá vorum við í beitivindi, með fimm toppsegl uppi og einn klífur. Svar við þokublæstri okkar barst úr slydduélinni, sem umlukti okkur og norskt kaupskip kom í ljós, og var það í árekstrar stefnu. Skip- verjar þess komu hlaupandi uppá þilfar, til þess að sjá þessa nýstár- legu sjón, sem nú var að verða nokkuð sjaldgæf — Fullriggari undir seglum í stormi. Þeir hóp- uðust á framþiljur. Þarna munaði minnstu að árekstur yrði því að gufuskipið tók á sig stórsjó og varð því, sem næst ferðlaust, en fyrir mikla árvekni stýrimannsins, sem var á verði á stjórnpalli, tókst að forða slysi. Annað skipið, sem við sáum, var hinn fjórmöstrungur- inn, sem verið hafði okkur sam- ferða frá Kaupmannahöfn, en það var þegar við mættum því, á önd- verðum bógi, bæði skipin fyrir fullum seglum aftur, eftir lognið í Skagerak. Þegar bæði skipin höfðu rekið afturábak um 40 mílur, sáum við hana síðast í skímu frá tungls- ljósi og voru skipverjar þar uppi í rám og reiða, við að setja ný segl, sum þeirra í tætlum, sáum við. Við vorum reyndar dálítið hreyknir yfir að ástandið hjá okkur var skömminni til skárra. Loks vorum við staddir við norðurströnd Skotlands og enn virtust örlögin brugga okkur laun- ráð. Aðeins einusinni leit út fyrir hagstæðan byr, en það breyttist fljótt og nú sneri til mótbyrjar, sem hrakti okkur úr leið, með talsverðu segltapi og auknu erfiði. Þótt ekki væri annað, þá höfðu viðvan- ingarnir um borð lært meira í meðhöndlum segla á þessum eina mánuði, sem liðinn var frá þvi að við fórum frá Nystad, en margir aðrir á einu ári, en þeir voru líka útkeyrðir í samanburði við hina þjálfuðu, sem létu minna á sjá. Þegar vindurinn loks varð hag- stæður, bar okkur með 12 mílna hraða suður eftir Atlantshafi og voru allir um borð harla glaðir og vongóðir. Oftast höfðum við uppi fimm toppsegl, alla klífa og tvö stórsegl, og nú bárumst við til hlýrri breiddargráða og hitabeltis loftslags. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú tók að hvessa, með snörpum hagléljum og við urðum að taka niður efstu seglin og nú reyndist erfitt að eiga við hið 80 260 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.