Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Page 29
Okkur fannst skipstjórinn full fljótur til að fjölga seglum, þegar eitthvað dró úr veðurofsanum, og lét svo ekki fækka þeim aftur fyrr en, allt var komið í óefni. Seglþol Mosulu var óskaplegt, en það kostaði aftur á móti, mikið segltap og mikla vinnu. Vindinn hafði lagt næstum snögglega á meðan við vorum að gæða okkur á söltu ólystugu svínakjöti og baunum. Við óskuðum hvor öðrum til hamingju með hvíldina og svefninn, sem við áttum í vændum — og við heyrðum að vaktin uppi var að fjölga seglum. Mikið erfiði og vökur fylgdu þessu starfi, og það voru ótaldar frívaktirnar, sem við höfðum orðið að vera uppi. Menn sem ekki hafa siglt á svona risa- stórum seglskipum, geta rétt ímyndað sér aðstöðuna, þegar haft er í huga að falirnir, sem héldu seglunum uppi voru um 300, að auki voru allir spottarnir og vír- arnir, sem seglin voru bundin með, Ég var rétt skriðinn í kojuna og að festa svefn, þegar mikill hvellur heyrðist frá þilfari. Stýrimaðurinn gaf þrjú hljóðmerki i flautu og til áréttingar kallaði hann niður í lúkarinn „allir upp“. Við fundum að skipið kastaðist á hliðina. Þegar við fórum niður hafði himininn verið blár og sólin skein, en dálítið hitamistur á lofti, svo að okkur datt ekki annað í hug, en að um væri að ræða snöggt él, sem brátt myndi ganga yfir, og fórum því upp án sjóklæða, og héldum, að við myndum brátt komast aftur í kojuna. Strax og við komum upp á þilfar, vorum við sendir uppi reiðann til þess að lagfæra eitt toppseglið. * Það hefur sennilega tekið okkur um hálfan annan tíma að ná þessu segli niður, en á meðan herti storminn stöðugt ög skipið lá í grænum sjó til hlés. Þetta var ekkert tiltökumál, ef um hlaðið skip hefði verið að ræða, en feta langa stórsegl, sem við höfðum tjaldað, í ótímabærri bjartsýni. Það tók þrjár klukkustundir að ná því niður. Þegar storminn fór að lægja, fjölguðum við afturseglum, en vaktin var nýkomin niður, þegar hvessti snögglega upp aftur, og ekkert varð úr hvíld. Dekk- vaktin hafði verið að ljúka við að losa forseglin og réði nú ekki við neitt, nema að fá hjálp. Tvö toppsegl rifnuðu með smelli, eins og skotið væri úr fallbyssu. Við klifum upp reiðann og út á rárnar, börðum og spörkuðum í seglin, en það var eins og að eiga við járn- VlKINGUR plötur. Okkur tókst þó að lokum að bjarga seglunum, en fyrir neðan okkur rifnaði miðsegl frá ránni og hvarf út í sortann. Skipið lá nú í um 30 gráður og æddi áfram allan næsta dag í sólskini og hagléljum á víxl. Fleiri rásegl rifnuðu og í einni hryðjunni kastaðist maðurinn við stýrið yfir hjólið og skipið leitaði strax upp í veður og sjó, en til allr- ar hamingju náðist brátt stjórn á skipinu aftur, því að annars hefði illa farið, jafnvel siglur brotnað. Þetta var hvorki í fyrsta né annað sinn, sem þetta kom fyrir, en ekki við jafn slæmar aðstæður. Með rifuð segl sigldi Moshulu gegnum storminn í glampandi sólskini. 261

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.