Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 33
Stormsveipar, þrumur og eldingar Á liðnum árum gerðu náttúru- öflin meiri usla meðal herskipa, heldur en tundurskeyti, sprengjur og jafnvel stærstu fallbyssur. I mörgum tilfellum hafa náttúru- öflin ráðið úrslitum í gangi mála. heimssögunnar. Eftir stríðið við Spánverja, sagði þáverandi forseti Bandaríkjanna, Mc. Kinley: „Stormar sökktu fleiri skipum okkar, heldur en fallbyssur óvin- anna.“ Danski flotinn fór heldur ekki varhluta af hamförum nátt- úrunnar. f desembermánuði árið 1678 var flutningaskipafloti Niels Juels á leið yfir Eystrasalt, frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Flotinn strandaði í stormi á Sose Odda á Bornhólmi, en storminum fylgdi slæmt skyggni vegna hríðarveðurs. 1800 manns týndu lífi. Sennilega hefur stærsti skipa- skaðinn, á norðlægum slóðum orðið, þegar 12 dönsk, ásamt 3 þýskum, frá Lúbeck strönduðu í stórviðri við Visby, hinn 28. júlí 1566. Skipin brotnuðu i spón og 4300 manns létu lífið. Þá má segja að hinn frægi herfloti Spánverja hafi fengið smjörþefinn af veðrinu, þegar stormur skall á honum og færði óvininum, Bretum, óvæntan sigur, árið 1588. í Krímstríðinu 1854, eyddi stormur bresk-frönsk- um herflota, sem lá fyrir akkerum við Sevastopol. Árið 1666 lentu 17 skip í fárviðri við Martinique, með þeim afleið- ingum að 2000 manns fórust. 1780 týndist breskur skipafloti í fárviðri við St. Lucia. Um svipað leyti sukku um 40 frönsk skip í stórviðri við Martinique, enginn af 4000 manna áhöfn bjargaðist. I Mexí- kóflóa sundraði stormur spænsk- um skipaflota og gerði hann ó- virkan. Náttúruöflin geta einnig komið í veg fyrir hernaðarátök. Þannig var það þegar stormsveipur skall á tortímdi 3 ameriskum og 4 þýsk- um herskipum við Samoaeyjar 1889, þá var ekkert til að berjast með. Stormsveipurinn sökkti sum- um skipanna, önnur ráku á land og margir fórust. I dag óttast sjó- menn ekki þrumuveður. í gamla Stormský, cumulonimbus, eða þrumuský. Þessi ský geta náð í allt að 50.000 feta hæð, og eru ýmisst efn á ferð, eða sem veggur í skýjaþykkni og rísa þá eins og fjöll úr skýjahafinu séð að ofan. Flugvélar forðast þessi ský eins og heitan eldinn, en þau sjást mjög vel í radartækjum. VÍKINGUR 265

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.