Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Qupperneq 35
Útlitsmynd af hvirfilvindinum „Bella“ (1967) tekin úr vél bandaríska flughersins yfir Mexicoflóa. Rannsóknarflugvélar hafa oft flogið gegnum slík augu í rannsóknarskyni og mun það vera óvenjuleg lífsreynsla. koparnagla yrði komið fyrir á toppi hæsta siglutrésins og þaðan koparvír niður í koparplötu í botni skipsins, sem leiddi eldinguna í sjóinn. Harris leysti vissulega vandann. Hann lét fara fram rannsókn á 220 breskum herskipum, sem orðið höfðu fyrir eldingu og niðurstaðan var sú, að 75% höfðu fengið eld- ingu á efsta hluta skipsins, það er að segja hæsta siglutoppinn. Af þessum 220 skipum kom eldur upp i 50 sem varð 90 mönnurn að bráð. Þá benti Harris á, að eitt skipanna, herskipið „Acteon“, sent að hans ráði, hafði koparnagla á siglunni og oft hafði orðið fyrir eldingu. Eldingin hafði einfaldlega farið beint í sjóinn, að vísu ekki há- vaðalaust, en án þess að valda skaða. Spenna eldingar, getur orðið allt upp í 20.000 volt, og mörgum hef- ur dottið í hug, að nota mætti þennan kraft til hagkvæmra hluta, en sjálft straummagnið í eldingu er VÍKINGUR ekki mikið, eða aðeins til að kveikja stuttan ljósglampa i glóð- arþráð peru. En hið litla straum- magn er engin huggun, þegar lán- ið er ekki með, sem oft skeði á sjónum — jafnvel eftir að Sir Harris hafði fengið flot^mála- ráðuneytið á sitt band. í breska herskipaflotanum, varð tjón af völdum eldinga áberandi minna, en breski kaupskipaflotinn og annarra landa kaupskip, not- uðu sér ekki hugmynd Harris. Þegar tímar liðu leystist vand- inn af sjálfu sér, þegar tími tré- skipanna var að renna út. Járn- skipin, urðu sjálfkrafa að eldinga- leiðara og baráttunni við þrumu- veðrin lokið. Sumir héldu því fram, að eld- ingu slæi aldrei tvisvar niður á sama stað. Þetta var að sjálfsögðu hjátrú. Þess eru mörg dæmi að eldingu hefur slegið niður oftar en einu sinni, eða tvisvar á sama stað. Hitt er staðreynd, að karlmenn verða oftar fyrir eldingum en kvenfólk, en á því er einföld skýr- ing, nefnilega sú, að karlmenn eru meira úti við og á sjó, heldur en hitt kynið. Þrumuveður er ætíð stórfeng- legt sjónarspil, bæði á sjó og landi. Marga hrífur það, efi aðrir, og þeir eru fleiri, verða hræddir. Sagt er að Martin Luther, hefði aldrei orðið það, sem hann varð, ef þrumu- veður hefði ekki komið til. Hann sagði að eldingu hefði slegið niður í námunda við hann, og það taldi hann hafa verið vísbendingu frá guði og þessvegna ákvað hann að gerast predikari. Þótt þrumuveður skelfi ekki lengur sjómanninn, eins og storm- ar og fárviðri gera, enn þann dag í dag, þá er það enn óhugnanlegt raunsæum og hugprúðum mönn- um, sem gera sér ljóst hversu krafturinn er mikill. Elding getur verið 5—6 km. löng og framleitt 36.000 stiga hita. 267

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.