Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1976, Side 42
Stýrímannaskólinn í Reykjavík Stýrimannaskólanum í Reykja- vík var slitið í 85. sinn 29. maí. í upphafi gaf skólastjóri stutt yfirlit yfir starfsemi skólans á liðnum vetri. I skólanum voru 191 nem- andi í 10 bekkjardeildum. Auk þess voru 1. stigs deildir á Isafirði, í Neskaupstað og í Vestmannaeyj- um í samvinnu við iðnskólana á þeim stöðum. Prófi 1. stigs luku 85 nefmendur, prófi 2. stigs 54 og prófi 3. stigs 26. Efstur á prófi 3. stigs var Jón Sigmar Jóhannsson, 9.48, og hlaut hann verðlaunabik- ar Eimskipafélags Islands, far- mannabikarinn. Efstur á prófi 2. stigs var Pétur Björnsson, 9.74, og hlaut hann verðlaunabikar Öld- unnar, Öldubikarinn. Hann var einnig efstur á prófi 1. stigs sem haldið var síðast í apríl. Fjórir nemendur luku bæði prófi 1. og 2. stigs. Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nem- endur sem allir höfðu hlotið ágætiseinkunn. Á 3. stigi: Guðmundur Bjarni Traustason, Guðni Albertsson og Jón Sigmar Jóhannsson. Á 2. stigi: Aðalsteinn Björnsson, Jónas Pétur Jónsson, Páll Hermannsson, Pétur Björns- son, Stéfán Þröstur Halldórsson og Tómas Már ísleifsson. Skólastjóri ávarpaði nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Benti hann þeim á ábyrgð þeirra í væntanlegu starfi og brýndi fyrir þeim árvekni. Mjög margir eldri nemendur voru viðstaddir skólaslit, meðal annarra 5 af þeim sem luku prófi fyrir 60 árum. Orð fyrir þeim hafði Egill Jóhannsson. Af hálfu 35 ára prófsveina talaði Andrés Finn- bogason, 30 ára Jónas Þorsteins- son, 20 ára Jónas Guðmundsson og 10 ára Óskar Þór Karlsson. Tíu ára prófsveinar færðu skólanum fjár- gjafir í Tækjasjóð skólans og Styrktarsjóð nemenda. Tuttugu ára prófsveinar gáfu skólanum styttu af sjómanni, gerða af Ragn- ari Kjartanssyni. Jónas Guðmundsson gaf auk þess heims- kort. Áður hafði Halldór Almars- son, skipstjóri og fyrrverandi nem- andi fært skólanum talstöð. Að lokum þakkaði skólastjóri gjafir og gestum komuna. Lét hann í ljós ánægju sína yfir heimsókn eldri neinenda. Einnig þakkaði hann kennurum, prófdómendum og skólanefnd störf þeirra og góða samvinna á liðnu skólaári og sagði skólanum slitið. Þessir luku 3. stigs prófi: Björgvin Vilhjálmsson Eggert Bjarni Bjarnason Einar Ragnarsson Guðmundur Ingi Björnsson Guðmundur Jósefsson Guðmundur Bjarni Traustason Guðni Albert Einarsson Gunnar Ólafur Jónsson Gunnar Jensen Víkingsson Hákon Karl Markússon Hrafn Margeir Heimisson Ingimundur Elísson Ingvar Jósep Sigurðsson Jón Sigmar Jóhannsson Kjartan Smári Ólafsson Kristinn Sófus Pálmason Páll Árnason Páll Þórir Pálsson Pétur Ragnar Sighvatsson Jónas Sigurðsson Skólastj. Stýrimannask. Ragnar Kristján Agnarsson Svanur Guðbjartsson Sævar Guðjónsson Viðar Gunnarsson Vilbergur Prebensson Vilhjálmur Vilhjálmsson Þórður Bjarkan Árelíusson Þessir luku 2. stigs prófi: Aðalsteinn BJörnsson Ari Sigurjónsson Árni Sigurðsson Ásmundur Ásmundsson Birgir Sigurðsson Birgir Stefánsson Björn Jónasson Björn Sigurbjörnsson Brynjólfur Garðarsson Brynjólfur Oddsson Davíð Ágúst Guðmundsson Einar Jóhannsson Eiríkur Ragnarsson Finnur Magni Flnnsson Gísli Þór Garðarsson Gísli Guðjón Guðjónsson Guðmundur Kr. Magnússon Gunnar BJörn Tryggvason Gunnlaugur Sveinbjörnsson Hafþór Eide Hansson Hjörleifur Pétursson 274 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.