Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1994, Blaðsíða 46
VÍKINGUR
Áfallahjálp
Sigmar Þór Sveinbjörnsson,
Áfallahjálp! Hvað er það? í erindi
sem Sigríður K. Sverrisdóttir frá
Landsbjörg flutti í Vestmannaeyjum í
nóvember 1992 og íjallaði um áfalla-
hjálp skýrir hún hana þannig: „Skipta
má áfallahjálp í tvo þætti, annars
vegar sálræna skyndihjálp eins og við
þekkjum frá skyndihjálparnámskeið-
um, hins vegar úrvinnslu á sterkum
tilfinningum hjálparaðila vegna erfið-
ra aðstæðna.“
Nú síðustu þrjú árin
hafa verið miklar
umræður um áfallahjálp
hér á landi, og þá aðal-
lega um hjálp til handa
því fólki sem stendur í
eldlínunni þegar slys
verða, svosem björgunar-
aðilum, læknum og
hjúkrunarfólki. Eg, eins
og eflaust margir aðrir,
hélt að þetta fólk þyrfti
ekki á slíkri aðstoð að
i;'dda, að minnsta kosti
ekkí læknar og hjúk-
runarfólk. En við nánari
umhugsun kemst maður
að því að auðvitað er
þetta fólk ekkert öðruvísi
en við hin; við ætlumst til
að þessir aðilar séu sterkir, án þess að
hugsa um að þetta er fólk eins og við
hin, með sömu tilfinningar.
í blaðinu Nýrri dögun, sem gefið er
út af Nýrri dögun, samtökum um sorg
og sorgarviðbrögð sem hafa aðsetur í
Reykjavík, er grein eftir Rúdolf
Adolfsson geðhjúkrunarfræðing, sem
heitir áfallahjálp _ stuðningur við
hjálparaðila. I greininni er eftirfarandi
að finna orðrétt: „Á síðustu áruni hafa
komið fram erlendar rannsóknir sem
benda til þess að full þörf sé á að sinna
þessum málum, ekki síður hér á ís-
landi en erlendis. Sem dæmi mætti
nefna rannsókn á björgunarmönnum
sem tengdust slysinu þegar norska
olíuborpallinum Alexander Kielland
hvolfdi 1980 og rúmlega hundrað
manns fórust, í Ijós kom að einu ári
eftir slysið voru 5% björgunarmanna
enn í veikindafríi og 25% lýstu ýmiss
konar vanlíðan sem ekki bar á fyrir
slysið. Nefnd voru meðal annars
depurð, kvíði, tómleikatilfinning,
óöryggi, ótti við ákveðna staði er
komu róti á hugann, ótti við ákveðnar
kringumstæður, svefntruflanir, einan-
grun og sjálfsásakanir.
Allt eru þetta hlutir sem menn þoldu
misvel, eftir persónuleika hvers og
eins, reynslu og þjálfun. Það þarf alls
ekki svona viðamikið slys til að valda
svipaðri vanlíðan hjá þeim sem fást
við hjálparstarf, og á það að sjálf-
sögðu einnig við hér á landi.
Umferðarslys, skipskaðar, flugslys,
leit að týndum einstaklingum og vin-
nuslys eru dæmi um kringumstæður
sem oft valda djúpu sálrænu umróti
hjá hjálparaðilum, áhorfendum,
aðstandendum, þolendum og gerend-
um.“ Síðan skýrir Rúdolf hvað andleg
skyndihjálp er og segir: „Megininni-
hald hennar og þungamiðja er
mannþekking, líkamleg og andleg
nálægð, hlýja og um-
hyggja. Því fyrr sem
þessi hjálp berst því
betra.“
Oft hefur verið mikil
þörf fyrir þessa þjónus-
tu hér í Vestmanna-
eyjum, og nægir þar að
nefna hið hörmulega
slys er belgíski togarinn
Pelagus fórst hér á svo-
kallaðri Prestabót á nýja
hrauninu 21. janúar
1982. Þar fórust fjórir;
björgunarmaður, læknir
og tveir skipverjar af
togaranum. Það er ekki
nokkur vafi á því að
þarna hefði þurft að
hjálpa því fólki sem
stóð í eldlínunni við
björgun þeirra sex manna er bjargað
varð úr togaranum.
Eg hef í mörg ár velt fyrir mér þeirri
meðferð sem sjómenn fá þegar þeir
hafa lent í sjóslysum. Það er oft á
tíðum ekki tekið mikið tillit til þess að
þessir menn eru að koma úr alvar-
legum slysum og oft miklum mann-
raunum, þar sem þeir hafa horft upp á
félaga sína berjast fyrir lífi sínu og
ekkert getað gert þeim til bjargar.
Eftir sjóslys fá aðstandendur hinna
látnu sjómanna oft á tíðum hjálp frá
46