Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 59
Skynjaratækni ehf.:
Gasskynjarakerfi &
gagnasöfnunartæki
í dag eru gerðar auknar kröf-
ur til fýrirtækja og einstaklinga
varðandi hvers konar umhverf-
ismál. Element Skynjaratækni
framleiðir og selur hágæða
búnað og þjónustu í þessu
skyni. Með því er viðskiptavin-
inum tryggður sparnaður,
öryggi, rekstrarhagkvæmni og
aðstoð við að uppfylla lög og
reglugerðir á sviði umhverfis-
rnála. Element leggur einnig ríka
áherslu á að veita viðskiptavin-
um sínum góða og vandaða
viðhalds- og viðgerðarþjónustu.
Element hóf þróunarstarf sitt
árið 1992 undir nafninu RKS
Skynjaratækni, þá í samvinnu
við Raunvísindastofnun Há-
skóla Islands og stendur sú
samvinna enn. Element fram-
leiðir í dag aðallega tvenns
konar vörur, þ.e. gasskynjara-
kerfi til skynjunar á gasleka og
hins vegar gagnasöfnunartækið
Medistor. Element er einnig
með ýmsar vörur til endursölu
frá öðrum aðilum, s.s. margs
konar skynjara, mæli- og
skráningarbúnað.
Markaður: Sala á vörum fyrir-
fækisins hófst í byrjun árs 1993
á innanlandsmarkaði. í dag er
fyrirtækið með markaðs- og
sölustarfsemi bæði innaniands
°g erlendis. Á innanlandsmark-
aði sér fyrirtækið sjálft um
markaðs- og sölustarfsemina
°g að hluta til erlendis, en þar er
þó mest byggt á samstarfi við
Sabroe Refrigeration A/S í
Danmörku.
Markhópar Elements eru
fyrirtæki og aðilar sem framleiða
°g/eða nota kælitæki og mat-
vaelaframleiðendur. Einnig fyrir-
tæki og stofnanir á sviði um-
hverfismælinga, t.a.m. mennta-
stofnanir, rannsóknastofur,
orkuveitur og ráðgjafarfyrirtæki.
Rannsóknir og þróun: Ele-
ment stundar öflugt þróunar-
starf og eru gæðamál höfð í fyr-
irrúmi, þar sem fyrirtækið vinnur
samkvæmt kröfum gæðastað-
alsins fST ISO-9001. Fyrirtækið
tekur einnig þátt í rannsóknar-
verkefnum með ýmsum stofn-
unum og fyrirtækjum er vinna
að umhverfismælingum.
Gervirækja. I hefðbundinni
rækjuverksmiðju er suðan sú
vinnslueining sem mestu ræður
um nýtingu rækjunnar. Suðan
fer þannig fram að rækjan er
flutt á færibandi í gegnum svo-
kallaðan sjóðara þar sem gufu
er blásið á rækjuna. Til að
tryggja að rækjan hafi fengið
nægjanlega hitameðferð hafa
erlendir kaupendur krafist þess
að gerðar séu mælingar á hita-
stigi í kjarna rækjunnar. Þessar
mælingar eru framkvæmdar
þannig að hitanema er stungið í
rækjuna og hún látin fara í
gegnum suðuferlið. Erfiðleikar
við að staðsetja hitanemann
rétt í rækjunni, auk þess sem
neminn er laus og getur því
dregist til, gerir það að verkum
að mælingarnar eru ónákvæm-
ar og koma ekki alltaf að tilætl-
uðum notum.
Iðntæknistofnun, i samvinnu
við Element Skynjaratækni,
hefur sótt um styrk til Tækni-
sjóðs Rannsóknarráðs til þess
að þróa gervirækju sem nemur
hitastigið í sjóðaranum og þolir
þau skilyrði sem ríkja við suð-
una. Gervirækjan verður tengd
við Medistor, skráningarbúnað
frá Element Skynjaratækni.
Með þessum búnaði
verður bæði auðveldara
og fljótlegra að fram-
kvæma hitastigsmælingar
fyrir kaupendur auk þess
sem þær verða mun
áreiðanlegri.
Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins og Element
Skynjaratækni hlutu á
síðasta ári styrk frá
RANNÍS til þess að þróa
tæki til að meta gæði
hráefnis fyrir fiskmjöl.
Tækið grundvallast á fjöl-
gasskynjun. Verkefninu
miðar vel og hefur verið
sótt um styrk til Evrópu-
ráðsins vegna samvinnu-
verkefnis nokkurra
Evrópuþjóða til að sýna
fram á gildi fjölgasskynj-
unarkerfa við gæðamat á
hráefni í samanburði við
hefðbundnar aðferðir.
Ennfremur hefur verið
sótt um styrk til RANNÍS
til þess að aðlaga fjöl-
gasskynjunarbúnaðinn
þannig að gera megi mat
á lyktarmengun frá fisk-
mjölsiðnaði.
Element Skynjaratækni
er í tengslum við háskóla
og stofnanir í Evrópu sem
vinna að rannsókn á nýrri
gerð skynjara sem mæla
styrk ákveðinna jóna í
vökvum (Chalcogenide
glass electrodes). Skynj-
arana má nota til þess að
fylgjast með efnamengun
í umhverfinu og tilfram-
leiðslustýringar. ■
A 111»
Mllll
HRAÐASTÝRINGAR
Stærðir:
0,37-315 kW
//Á/f JOHAN
•>f/f// RÖNNING HF
sími: 568 4000 - http://www.ronning.is
350 ha. bátavél
til á lager
• 6 strokka • Turbo Intercooler
• Létt og fyrirferðalítil
• Þýðgeng og sparneytin
• Ýmsir drifmöguleikar
Ráðgjöf • Sala • Þjónusta
V Skútuvogi 12a, 104 Rvk. Sími 581 -2530
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
59