Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Blaðsíða 23
Kjaraviðræður fiskimanna Ekki vilji hiá viðsemjendum í þeim viðræðum, sem þegar hafa farið fram við VSÍ og LÍÚ, um nýjan kjarasamn- ing fiskimanna er ekki hægt að segja að mikið hafi þokast enn. Á fyrstu þremur fundunum var farið vítt og breitt yfir áherslur í okkar kröfum og síðan yfir gagnkröfur LÍÚ. í þeim viðræðum kom ekki fram mikill vilji við- semjenda okkar til þess að ræða stefnumark- andi mál, eins og verðmyndun og veiði- skyldu hvers skips. Við höfum síðan tekið upp viðræður við LÍÚ um veikindaréttinn og þá hvort til greina komi að gefa eftir í staðgengilslaunum fyrstu daga veikinda og þá daga yrði greitt sérstakt umsamið veikindakaup, gegn því að í alvarlegum veikindum og slysum væri bóta- rétturinn, verulega lengri en nú er. í veikind- um þarf einnig að skilgreina veikindaréttinn þannig að réttur endurnýjast vegna endur- tekinna sömu veikinda á hverju 12 mánaða tímabili. Ymis fleiri mál þessu tengd voru rædd eins og réttur til þess að vera hjá veikum börnum í 7 daga á ári, ef annarri umönnun verði eigi við komið vegna fjölskylduað- stæðna. Þegar þetta er skrifað, eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði og viðræður um endurnýjun þeirra í þeirri upplausn að mest- ar líkur eru til þess, að komi til verkfalla land- verkafólks. í því sambandi, ef til verkfalla kemur vil ég beina því til félagsmanna í aðil- darfélögum innan FFSÍ, að þeir í öllum til- Guðjón A. Kristjánsson skrifar um kjaramál fiskimanna fellum virði rétt landverkafólks og fari í engu inn á þeirra starfssvið. Þegar við höfum neyðst út í verkföll til þess að verja okkar at- vinnurétt og kjör, þá vonumst við sem stétt, eftir stuðningi annarra stétta og okkur ber að gera það sama. 1 verkalýðsbaráttu þarf sam- stöðu ef árangur á að nást, það gengur aldrei að gefast upp við hálfnaða leið. Með þjóðinni er nú vaxandi skilningur á því að réttur hefúr verið brotinn á sjómönn- um með kvótabraskinu, það sýna skoðana- kannanir og nýlegur dómur Félagsdóms varðandi tonn á móti tonni. Það er auðvitað ekki eftirsóknarvert hlutverk, að standa í ei- lífú málaþrasi í dómstólum, til þess að verja þau réttindi sem sjómenn hafa samið um í frjálsum samningum. Það hefur hinsvegar verið svo, að þeir farvegir sem átt hafa að leysa málin í verðmyndun sjávarafla og kvótabraski, hafa ekki dugað til. Þess vegna vona sjómenn að þeir meinlegu gallar á lög- unum um stjórn fiskveiða sem eru orsök þeirra hörðu átaka sem sjómannasamtökin hafa verið í við LÍÚ á undanförnum árum verði lagfærðir á því Alþingi sem nú situr. Verðmyndunarmál fiskaflans hafa einnig verið rædd í sölum Alþingis og komið fram tillögur um að verðmyndun fari fram á fiskmörkuðum. Við sjómenn, eigum því mikið undir framgangi mála á Alþingi, á þes- sum vetri og hlutverk þess er jú að setja réttlát og skynsamleg lög. Betur að svo fari að þessu sinni. Það þarf að ná sátt um framtíðina og leggja af endalausar deilur. ■ Sjúmannablaðið Víkingur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.