Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1997, Side 23
Kjaraviðræður fiskimanna Ekki vilji hiá viðsemjendum í þeim viðræðum, sem þegar hafa farið fram við VSÍ og LÍÚ, um nýjan kjarasamn- ing fiskimanna er ekki hægt að segja að mikið hafi þokast enn. Á fyrstu þremur fundunum var farið vítt og breitt yfir áherslur í okkar kröfum og síðan yfir gagnkröfur LÍÚ. í þeim viðræðum kom ekki fram mikill vilji við- semjenda okkar til þess að ræða stefnumark- andi mál, eins og verðmyndun og veiði- skyldu hvers skips. Við höfum síðan tekið upp viðræður við LÍÚ um veikindaréttinn og þá hvort til greina komi að gefa eftir í staðgengilslaunum fyrstu daga veikinda og þá daga yrði greitt sérstakt umsamið veikindakaup, gegn því að í alvarlegum veikindum og slysum væri bóta- rétturinn, verulega lengri en nú er. í veikind- um þarf einnig að skilgreina veikindaréttinn þannig að réttur endurnýjast vegna endur- tekinna sömu veikinda á hverju 12 mánaða tímabili. Ymis fleiri mál þessu tengd voru rædd eins og réttur til þess að vera hjá veikum börnum í 7 daga á ári, ef annarri umönnun verði eigi við komið vegna fjölskylduað- stæðna. Þegar þetta er skrifað, eru kjarasamningar á almennum vinnumarkaði og viðræður um endurnýjun þeirra í þeirri upplausn að mest- ar líkur eru til þess, að komi til verkfalla land- verkafólks. í því sambandi, ef til verkfalla kemur vil ég beina því til félagsmanna í aðil- darfélögum innan FFSÍ, að þeir í öllum til- Guðjón A. Kristjánsson skrifar um kjaramál fiskimanna fellum virði rétt landverkafólks og fari í engu inn á þeirra starfssvið. Þegar við höfum neyðst út í verkföll til þess að verja okkar at- vinnurétt og kjör, þá vonumst við sem stétt, eftir stuðningi annarra stétta og okkur ber að gera það sama. 1 verkalýðsbaráttu þarf sam- stöðu ef árangur á að nást, það gengur aldrei að gefast upp við hálfnaða leið. Með þjóðinni er nú vaxandi skilningur á því að réttur hefúr verið brotinn á sjómönn- um með kvótabraskinu, það sýna skoðana- kannanir og nýlegur dómur Félagsdóms varðandi tonn á móti tonni. Það er auðvitað ekki eftirsóknarvert hlutverk, að standa í ei- lífú málaþrasi í dómstólum, til þess að verja þau réttindi sem sjómenn hafa samið um í frjálsum samningum. Það hefur hinsvegar verið svo, að þeir farvegir sem átt hafa að leysa málin í verðmyndun sjávarafla og kvótabraski, hafa ekki dugað til. Þess vegna vona sjómenn að þeir meinlegu gallar á lög- unum um stjórn fiskveiða sem eru orsök þeirra hörðu átaka sem sjómannasamtökin hafa verið í við LÍÚ á undanförnum árum verði lagfærðir á því Alþingi sem nú situr. Verðmyndunarmál fiskaflans hafa einnig verið rædd í sölum Alþingis og komið fram tillögur um að verðmyndun fari fram á fiskmörkuðum. Við sjómenn, eigum því mikið undir framgangi mála á Alþingi, á þes- sum vetri og hlutverk þess er jú að setja réttlát og skynsamleg lög. Betur að svo fari að þessu sinni. Það þarf að ná sátt um framtíðina og leggja af endalausar deilur. ■ Sjúmannablaðið Víkingur 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.