Fréttablaðið - 14.07.2009, Page 4
4 14. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
UTANRÍKISMÁL „Ef tveir aðilar gera
samning og eftir að samningur-
inn hefur verið gerður ákveður
annar að setja einhverja fyrir-
vara um samninginn, þá er hann
ekki gildur fyrr en hinn aðilinn
hefur samþykkt hann,“ segir Jakob
Möller hæstaréttarlögmaður. Eins
og Fréttablaðið greindi frá í gær
ræða þingmenn sín á milli um að
setja fyrirvara við frumvarp um
ríkisábyrgð vegna Icesave.
Jakob segir að sé slíkt gert þurfi
að taka aftur upp viðræður við
Breta og Hollendinga um þá fyrir-
vara. Íslendingar geti ekki sett ein-
hliða fyrirvara án samþykkis við-
semjendanna. Fyrr en Bretar og
Hollendingar samþykki fyrirvar-
ana - komi þeir fram - öðlist samn-
ingurinn um Icesave ekki gildi.
Stefán Már Stefánsson laga-
prófessor tekur í sama streng.
Fyrirvarar yrðu skoðaðir sem
höfnun þess samnings sem liggur
fyrir eins og hann er og nýtt til-
boð. „Fyrirvarar fela í sér höfnun
samningsuppdráttarins. Þetta er
þó ekki jafnmikil breyting og að
segja bara: Við höfnum samningn-
um,“ segir Stefán.
Hann býst við hörðum viðbrögð-
um verði sú niðurstaðan. „Þá upp-
hefst djöfuls reiði, það er alveg
klárt. En menn þyrftu að skoða
hvort ekki sé hægt að minnka
þjáningarnar einhvern veginn.“
Fréttablaðið hefur reynt að fá
upplýsingar um hvort einhverjar
viðræður hafi átt sér stað við
Breta og Hollendinga nú þegar
vegna mögulegra fyrirvara, en það
hefur ekki fengist staðfest.
Stefán Már segir að þeim mun
vægari sem fyrirvararnir yrðu
þeim mun auðveldara yrði að
semja um þá við viðsemjendur.
Hins vegar gætu viðbrögð orðið
hörð og jafnvel þannig að ekki yrði
hægt að ræða málin aftur næstu
mánuðina.
Þegar að viðræðum kæmi væri
það undir hælinn lagt hvort við-
ræðunefndin sjálf væri rétti vett-
vangurinn. Stefán segir hins
vegar mikilvægt að erlendir sér-
fræðingar séu kallaðir til að stoðar
við samningana; bæði gagnvart
viðsemjendum, Bretum og Hol-
lendingum, og öðrum Evrópu-
þjóðum.
Sú leið hefur verið nefnd að
fresta málinu til haustsins, en
Jakob bendir á að í samningnum
sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgðin
sé samþykkt á sumarþinginu. Á
það hefur þó verið bent að sumar-
þingið kemur aftur til starfa í
haust. kolbeinn@frettabladid.is
Fyrirvarar binda ekki
Breta og Hollendinga
Lögfræðingar eru sammála um að allir viðsemjendur verði að samþykkja þá
fyrirvara sem Alþingi kann að setja við ríkisábyrgð vegna Icesave. Fyrirvarar
jafngildi nýju samningstilboði. Ekki fæst uppgefið hvort rætt hefur verið við þá.
STEFÁN MÁR
STEFÁNSSON
Segir fyrirvara
skoðaða sem
höfnun.
JAKOB MÖLLER
Telur fyrirvara
þýða að taka
þurfi upp við-
ræður.
ICESAVE Skiptar skoðanir eru um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar og á Alþingi
er nú rætt um að setja fyrirvara við það. Lögfræðingar segja að það jafngildi því
að samþykkja samninginn ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
Sími 440 1000
N1 verslanir: Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri,
Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum,
Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.
Föt sem
vinna með þér
Vinnufötin fást í N1
DÓMSMÁL Tuttugu og þriggja ára
karlmaður hefur verið dæmdur í
eins árs skilorðsbundið fangelsi
fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán
ára gamalli stúlku.
Maðurinn kynntist stúlkunni
á samskiptavef á netinu. Þau
ákváðu að hittast, maðurinn sótti
stúlkuna á bíl og í bílnum fóru
atlotin fram. Maðurinn káfaði á
brjóstum stúlkunnar og hún fró-
aði honum. Bæði vissu af aldri
hins og athæfið fór fram með
vilja beggja, en maðurinn er
engu að síður dæmdur fyrir mök
við ólögráða barn. Engu er talið
breyta þótt stúlkan hafi verið
samþykk atlotunum. - sh
Lét 14 ára stúlku fróa sér:
Árs skilorð fyrir
brot gegn barni
BRETLAND, AP Bob Ainsworth,
varnarmálaráðherra Bretlands,
varði í gær aðgerðir breska hers-
ins í Afganistan, sem hafa kostað
15 breska hermenn lífið það sem
af er þessum mánuði.
„Við getum ekki losnað við
áhættuna úr aðgerðum af þessu
tagi,“ sagði hann á þingi.
Hávær mótmæli hafa verið
í Bretlandi síðustu daga vegna
þróunarinnar í Afganistan. Nú
hafa 184 breskir hermenn fallið
þar frá upphafi, og er mannfallið
þar með orðið meira en í Írak.
Bretar taka þátt í aðgerðum
Bandaríkjahers gegn talibönum í
sunnanverðu Afganistan. - gb
Varnarmálaráðherra Breta:
Segir áhættuna
óhjákvæmilega
MÓTMÆLI Í BRETLANDI Mannfall í
Afganistan eykur þrýsting á bresk stjórn-
völd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNSÝSLA Mikið álag er á emb-
ætti ríkissaksóknara. Fjöldi
ákærumála tvöfaldaðist á árun-
um 2005 til 2008. Þau voru 243
árið 2005 en 486 árið 2008. Fjöldi
starfsmanna við embættið, fjór-
tán, hefur verið nánast óbreyttur
síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir þetta
aukna álag.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn-
ari segist hafa áhyggjur af stöðu
embættisins. Hefur hann skrif-
að forsætisráðherra bréf þar sem
hann lýsir áhyggjum af stöðunni.
„Þetta gengur þó vel því hér vinn-
ur úrvalsfólk,“ segir Valtýr.
Nefnir hann, sem dæmi um
dugnað ákæruvaldsins, málið um
mann sem nauðgaði konu í iðnað-
arhverfi í Hafnarfirði. Atvikið átti
sér stað 21. maí. Málið barst Ríkis-
saksóknara frá lögreglu 18. júní og
daginn eftir var gefin út ákæra.
Dómur gekk í málinu 10. júlí þar
sem sakborningurinn hlaut fjög-
urra og hálfs árs fangelsi.
„Þessi málsmeðferðartími,
rúmar sjö vikur í heild, frá því
verknaður er framinn og þar til
dómur gengur, er til mikillar fyrir-
myndar og ljóst að allir aðilar hafa
lagst á eitt til að svona vel tækist
til,“ segir Valtýr.
Gefa á út ákæru í nauðgunar-
málum innan 70 daga, samkvæmt
reglum Ríkissaksóknara. Ekki
höfðu liðið þrjátíu dagar þar til
ákæra var gefin út í þessu máli.
- vsp
Fjöldi ákærumála tvöfaldast hjá Ríkissaksóknara en starfsmannafjöldi er sá sami:
Gengur vel þrátt fyrir álag
VALTÝR
SIGURÐSSON
Hefur
áhyggjur
af álagi á
embætti rík-
issaksóknara.
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
32°
23°
23°
23°
22°
28°
23°
23°
24°
21°
30°
28°
33°
21°
25°
25°
21°
Á MORGUN
3-8 m/s
Hvassast SA-til
FIMMTUDAGUR
Hægur vindur
um allt land
11
10
8
8
7
8
7
10
11
12
4
10
11
10
8
6
7
5
3
4
9
8
14
10 9
8
13 16
10 9
10
16
RIGNING Í dag
verður frekar vætu-
samt norðan- og
austanlands en
sunnantil verður
nokkuð bjart. Held-
ur verður svalara
hjá okkur þessa
vikuna heldur en
undanfarið en hlýj-
ast verður inn til
landsins sunnan-
og vestanlands.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður
Alþingis taldi að samgönguráðu-
neytið hefði ekki leyst úr kæru
Félags vélstjóra
og málmtækni-
manna (FVM)
í samræmi
við lög. Þetta
kemur fram í
áliti Umboðs-
manns frá 6.
júlí. Beindi
hann þeim til-
mælum til
ráðuneytisins að taka úrskurð
sinn til endurskoðunar.
Mönnunarnefnd skipa hafði
heimilað að fækka vélstjórum um
borð í tilteknu skipi úr þremur í
tvo. FVM kærði þann úrskurð en
ráðuneytið taldi að félagið ætti
ekki kæruaðild að málinu. Ástæð-
an var að úrskurður mönnunar-
nefndar hefði ekki varðað umtals-
verðan hluta félagsmanna þess.
Ekki fengust svör frá sam-
gönguráðuneytinu um næstu
skref í málinu í gær. - vsp
Álit Umboðsmanns Alþingis:
Ráðuneytið fór
gegn lögum
KRISTJÁN MÖLLER
LANDBÚNAÐUR Alls seldust 320
tonn af íslensku nautakjöti í síð-
asta mánuði. Það er tæpum sex
prósentum meira en á sama tíma
í fyrra.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
sala á nautakjöti þó minnkað og
var 3.640 tonn og dróst því saman
um rúm tvö prósent.
Þá hefur innflutningur á nauta-
kjöti dregist saman undanfarna
mánuði. Fyrstu fimm mánuði
ársins voru flutt inn 49 tonn af
nautakjöti, miðað við 197 tonn á
sama tímabili í fyrra. - þeb
320 tonn seldust í júní:
Íslenskt nauta-
kjöt selst beturEFNAHAGSMÁL Lögfræðingar Seðlabankans gagnrýna Icesave-
samninga harðlega í lögfræðiáliti
sem þeir hafa kynnt þingnefnd-
um. Þetta kom fram í fréttum
RÚV í gærkvöldi. Segja þeir
meðal annars að lánið, og þar
með öll erlend lán ríkisins, geti
gjaldfallið ef fyrirtæki á borð við
Landsvirkjun og Byggðastofnun
standa ekki í skilum með sín lán.
Í áliti Seðlabankans kemur
fram að ekki hafi verið leitað
álits bankans við samningsgerð-
ina. Þá segir að hvergi í samning-
unum sé vísað til fordæmislausra
aðstæðna Íslendinga. - sh
Lögfræðingar Seðlabankans:
Gagnrýna Ice-
save-samninga
GENGIÐ 13.07.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
231,0038
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,63 128,23
205,44 206,44
178,46 179,46
23,966 24,106
19,662 19,778
16,129 16,223
1,3832 1,3912
197,76 198,94
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR