Fréttablaðið - 14.07.2009, Page 8
14. júlí 2009 ÞRIÐJUDAGUR
TYRKLAND, AP Fjögur Evrópu-
sambandsríki undirrituðu í gær
samning við Tyrkland um nýja
gasleiðslu frá Kákasuslöndunum
til Evrópu. Með þessu opnast sá
möguleiki að Evrópuríki verði
ekki jafn háð Rússlandi um gas
og verið hefur.
Nabucco-gasleiðslan, eins og
hún hefur verið nefnd, verður
3.300 kílómetra löng og getur
flutt allt að 31 milljarð rúmmetra
af jarðgasi á ári. Gangi allt áfalla-
laust verður hún tekin í notkun
árið 2014.
„Nabucco mun veita Tyrk-
landi, Suðaustur-Evrópu og Mið-
Evrópu orkuöryggi,“ sagði Jose
Manuel Barroso, framkvæmda-
stjóri Evrópu sambandsins, þegar
samningurinn var undirritaður
við hátíðlega athöfn í Tyrklandi
í gær.
Fyrst í stað verður samið
um flutning á jarðgasi frá
Aserbaídsjan, en síðar er von-
ast til að jarðgas komi frá öðrum
löndum í Mið-Asíu og Austur-
löndum nær.
Nú er staðan sú að meira en
fjórðungur af því jarðgasi, sem
notað er í Evrópu, kemur frá
Rússlandi, og áttatíu prósent af
því eru flutt um gasleiðslur sem
liggja yfir Úkraínu.
Síðastliðinn vetur urðu deilur
milli Rússa og Úkraínumanna
til þess að Úkraínumenn skrúf-
uðu fyrir gasið frá Rússlandi
til Evrópu, með alvarlegum
af leiðingum í sumum Mið-Evrópu-
ríkjum, þegar húshitun brást á
köldustu vetrarvikunum.
Ekki er þó ætlunin að útiloka
Rússa frá markaðnum, heldur er
hugmyndin fyrst og fremst sú að
jarðgas til Evrópuríkja komi frá
fleiri aðilum. Til greina kemur
einnig að hluti af gasinu, sem
kemur frá Rússlandi, verði fluttur
um Nabucco-leiðsluna.
Rússar hafa síðan eigin áform
um að leggja nýja leiðslu frá Rúss-
landi yfir Svartahaf, sem getur
flutt gas til Búlgaríu, Rúmeníu,
Ítalíu og fleiri Evrópuríkja.
Barroso lagði þó í gær einkum
áherslu á að framkvæmdin komi
til með að styrkja samband Tyrk-
lands við Evrópusambandið.
„Ég tel að þegar fyrsta gasið
fer að streyma, og sumir sérfræð-
ingar hafa sagt að það geti orðið
strax árið 2014,“ sagði Barroso,
„þá muni þessi samningur opna
dyrnar að nýju tímabili í sam-
skiptum Evrópusambandsins og
Tyrklands.“
gudsteinn@frettabladid.is
Evrópuríki semja
um gas við Tyrki
Ný gasleiðsla kemur í veg fyrir að deilur Úkraínu og Rússa valdi húskulda
á vetrarmánuðum í Austur-Evrópu. Jose Manuel Barroso segir samninginn
styrkja tengsl Tyrklands og Evrópusambandsins. Samningur undirritaður í gær.
UNDIRRITUN AFSTAÐIN Jose Manuel Barroso, framkvæmdastjóri ESB, ásamt forsætisráðherrunum Gordon Bajnai frá Ungverja-
landi, Werner Fayman frá Austurríki, Recep Tayyip Erdogan frá Tyrklandi, Sergei Stanishev frá Búlgaríu og Emil Boc frá Rúmeníu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
© GRAPHIC NEWSSource: Nabucco Gas Pipeline
Samningur um Nabucco-gasleiðsluna
Hugmyndin er að allt upp í 31 milljarður rúmmetra af jarðgasi verði fluttur á
ári hverju frá austanverðu Tyrklandi til Evrópu, alls um 3.300 kílómetra leið.
AUSTURRÍKI UNGVERJALAND
ÚKRAÍNA
ÍTALÍA
BÚLGARÍA
RÚMENÍA
Svartahafið
Suðurleiðin: Áform
Rússa í samkeppni við
Nabucco
RÚSSLAND
ASERBAÍDSJAN
TYRKLAND
ÍRAN
ÍRAK
EGYPTALAND
Kaspíahaf
Nabucco
Aðildarríki: Tyrkland,
Búlgaría, Rúmenía, Ungverjaland,
Austurríki
Jarðgasið kemur einkum frá:
Aserbaídsjan (15 milljarðar rúmmetra á ári)
Jarðgas hugsanlega einnig
frá: Túrkmenistan, Egyptalandi, Íran,
Írak, Kasakstan.
200 km
Gildir til 19. júlí eða á meðan birgðir endast.
1.048kr/kg.
GRÍSA
HNAKKASNEIÐAR
Merkt verð 1.398.-
689kr/kg.
LÍNU ÝSA
ROÐ- OG BEINLAUS
1.599kr/pk.
JENSENS
BBQ SVÍNARIF
527kr/pk.
RESTAURANT STYLE
HAMBORGARAR
Merkt verð 659.-
ÍÞRÓTTIR Viktor Orri Pétursson,
12 ára, var dreginn út sem fyrsti
vinningshafi í leik Draumaliðs
Pepsi í gær. Verðlaunin eru knatt-
spyrnuskóli hjá Manchester Unit-
ed, ásamt flugi, gistingu og fæði.
Dregið verður 13 sinnum til við-
bótar, eftir hverja umferð í Pepsi-
deild karla.
Draumalið Pepsi er fótbolta-
skiptimyndir af öllum leikmönn-
um Pepsi-deildar karla sem og
landsliðum kvenna og karla.
„Fyrirkomulagið er þannig að
fotbolti.net birtir einu sinni í viku
lið umferðarinnar í íslensku deild-
inni. Ef börn eiga átta af þeim ell-
efu sem eru í liðinu geta þau sent
myndirnar inn og einn heppinn
er svo dreginn út,“ segir Jóhann
Jóhannsson hjá Draumaliði
Pepsi.
Draumaliðið er með býtti-
miðstöð í húsakynnum sínum,
Ármúla 18, þar sem börn geta
komið og býttað. „Þá þurfa þau
ekki að kaupa sér marga pakka
til að vera með draumaliðið. Í
staðinn geta þau komið hingað og
býttað þar til þau eru með liðið,“
segir Jóhann.
Í lok tímabilsins, í október,
verður svo einn heppinn dreginn
út sem fær miða á leik í Meistara-
deild Evrópu, ásamt foreldrum.
- vsp
Tólf ára strákur var dreginn út sem fyrsti vinningshafi Draumaliðs Pepsi:
Skóli hjá Manchester í verðlaun
VIKTOR OG JÓHANN Viktor Orri Péturs-
son ásamt Jóhanni Jóhannssyni hjá
Draumaliði Pepsi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN